Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Page 69

Frjáls verslun - 01.09.2005, Page 69
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 69 Málverk Baltasars Sampers eru mögnuð. Það er eitthvað leyndardómsfullt við þau. Í þeim má finna áhrif frá heimaslóðunum, Katalóníu. „Stuttu áður en ég kláraði listahá- skólann í Barcelona árið 1960 gerði ég verkefni um rómverskar freskur í kirkjum í Píreneafjöllum þar sem ég dvaldi sum- arlangt við þessar rannsóknir. Á fyrri öldum höfðu nokkrir hópar - fimm til sex manna - farið á milli kirkna til að skeyta þær. Freskurnar voru eingöngu málaðar í jarðlitum en þeir voru notaðir á mjög blæ- brigðaríkan hátt. Þessi upplifun skilaði mér mjög sterkum áhrifum.“ Málverk listamannsins eru í dag máluð í jarðlitum. Viðfangsefnið tengist oft norrænni goðafræði. Oft er um mynd- líkingu að ræða. „Þá getur maður nálgast þemað með mismunandi áherslum.“ Stundum málar hann landslag. „Ef upplifunin er svo áhrifarík finn ég ögrun til að mála.“ Galdramaðurinn með pensilinn vill að málverkin snerti fólk. Hann vill að þau snerti fegurðarskyn þess. Lita- og formtilfinningu. Auk þess vill hann að húmanískt innihald málverksins komist til skila. Um málverkið segir Baltasar: „Það er það sem ég var, það er það sem ég er, það sem ég hef ekki verið og það sem mig langar til að vera.“ Þetta er ævintýraheimur. Málverk eftir meistara Baltasar. BALTASAR SAMPER: ÁHRIF FRESKUNNAR Um málverkið segir Baltasar: „Það er það sem ég var, það er það sem ég er, það sem ég hef ekki verið og það sem mig langar til að vera.“

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.