Frjáls verslun - 01.09.2005, Qupperneq 75
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 75
fjölskylduna. Þá hvílir það jafnvel enn þyngra á honum
að faðir hans, Robert Spritzel (Michael Caine), verð-
launarithöfundur, er ekki ánægður með soninn og starf
hans, segir hann ekki einu sinni lærðan veðurfræðing.
En Spritz þráir ekkert frekar en viðurkenningu hans. Það
er því ekki gott andlegt veganesti sem Spritz fer með í
prufuna.
Fyrrum gítarleikari í pönkhljómsveit Leikstjóri The
Weather Man, Gore Verbinski, hefur yfirleitt gert betur
en hann gerir í The Weather Man, en þetta er í fyrsta
sinn sem hann leikstýrir raunsæiskvikmynd. Cage reynir
hvað hann getur til að gæða ógeðfellda persónu lífi, en
fær litla hjálp frá leikstjóranum. Verbinski gengur betur í
gerð ævintýra- og hrollvekjukvikmynda og í þeim geira á
hann stuttan og frábæran feril að baki.
Verbinski er fæddur 1964 í Tennessee og gekk í
háskóla í Los Angeles. Það hafa sjálfsagt fáir spáð honum
frama sem leikstjóra í Hollywood, þegar hann lét öllum
illum látum á sviðinu sem gítarleikari í pönksveitunum
The Daredevils og Little Kings. Verbinski átti sér þó
annað líf, en hann byrjaði snemma að stjórna auglýsinga-
myndböndum og er margverðlaunaður á því sviði.
Verðlaunaauglýsingarnar fóru ekki framhjá framleið-
endum í Hollywood og fyrsta kvikmyndin sem hann
leikstýrði var hin lauflétta Mousehunt (1998). Næst kom
The Mexican (2001) með Brad Pitt og Julie Roberts í
aðalhlutverkum. Í kjölfarið fylgdi hin ágæta hrollvekja
The Ring (2002) og síðan kom stóri smellurinn, Pirates
of the Caribbean: The Curse of a Black Pearl, (2003), en
hún er sem stendur í 21. sæti á lista yfir vinsælustu kvik-
myndir allra tíma.
Eins og fyrr segir er Verbinski á fullu í framhalds-
myndum um sjóræningjann Jack Sparrow (Johnny
Depp) og er ekki aðeins að stjórna tökum á mynd númer
tvö, Pirates of the Caribbean: Dead Man Chest’s, heldur
einnig þriðju myndinni, sem gengur undir vinnuheitinu
Pirates of the Caribbean 3.
KVIKMYNDIR
Mannaveiðar
og tímaflakk
Tony Scott (litli bróðir Ridley
Scotts) er frekar seinheppinn þessa
dagana. Nýjasta kvikmynd hans,
Domino, lofaði góðu, en hún fjallar
um ævintýralegt líf fyrirsætunnar og
mannaveiðarans Domino Harvey,
dóttur hins þekkta leikara, Laurence
Harvey, sem lést langt um aldur
fram. Þegar tökum var lokið og
allt klárt til að klippa myndina, þá
fannst Domino látin á hótelher-
bergi og þóttu aðstæður dularfullar.
Það þurfti því að breyta endinum á
myndinni. Það er Keira Knightley,
sem leikur Domino. Eftir að hafa
skilað frá sér Domino var Scott til-
búinn í tökur í New Orleans á Déjà
vu, þegar fellibylurinn Katrín eyði-
lagði þær áætlanir. Það á samt að
halda sig við New Orleans og hefjast
tökur von bráðar, eða um leið og
leyfi fæst. Déjà vu er framtíðar-
mynd og fjallar um FBI löggu, sem
ferðast aftur í tímann til að bjarga
konu frá því að verða myrt. Denzel
Washington leikur aðalhlutverkið.
Viggo Mortensen á Spáni
Hinn danskættaði Viggo Mortensen,
sem hefur aldeilis fengið góða
dóma fyrir leik sinn í The History
of Violence, ætlar næst að leika í
spænsku kvikmyndinni Teresa, sem
verður stór og dýr mynd á spænskan
mælikvarða. Fjallar myndin um líf
hinnar heilögu Teresu sem var uppi
á sautjándu öld, en dulúð hvílir
yfir ævi hennar. Í titilhlutverkinu
verður Paz Vega (Spanglish). Einnig
verður Victoria Abril í stóru hlut-
verki. Leikstjóri er Ray Loriga, en
hann leikstýrði Mortensen í annarri
spænskri kvikmynd, La Pistole de mi
hermano (1997). Þess má svo geta
að Viggo Mortensen talar spænsku
reiprennandi.
Capote
15. nóvember
1959 var fjöl-
skylda í smábæ
í Kansas myrt.
Vöktu morðin
mikinn óhug í
Bandaríkjunum
og fjölmiðlar
fylgdust vel
með réttarhöld-
unum. Meðal
blaðamanna við réttarhöldin var
rithöfundurinn Truman Capote
og skrifaði hann í kjölfarið mest
seldu bók sína, In Cold Blood, sem
síðar var kvikmynduð. Kvikmyndin
Capote, sem nýlega var frumsýnd
í Bandaríkjunum, segir frá Capote
og veru hans í Kansas. Í upphafi er
hann aðallega að gera sér dælt við
bæjarbúa á sinn sérstaka hátt en
verður fljótt fyrir sterkum áhrifum
vegna kynna af öðrum morðingj-
anum, Perry Smith. Kynni sem leiðir
hann á allt aðrar slóðir í skrifum
en hann ætlaði í fyrstu. Í hlutverki
Trumans Capote er Philip Saymour
Hoffman. Leikstjóri er Bennett
Miller, sem fær mikið hrós fyrir frum-
raun sína, sem og myndin í heild.
BÍÓMOLAR
Feðgar á biðstofu. Faðirinn (Michael Caine) er virtur rithöf-
undur og Pulitzer-verðlaunahafi sem gefur lítið fyrir starf
sonarins (Nicolas Cage).
Philip Saymour
Hoffman í hlut-
verki rithöfundarins
Trumans Capote.
Keira Knightley leikur Domino Harvey.