Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2005, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.05.2005, Blaðsíða 18
18 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 Magnús Gústafsson hættir eftir 21 ár í brúnni vestanhafs. 2. júní MAGNÚS GÚSTAFS- SON HÆTTIR VESTANHAFS Hinn kunni forstjóri hjá SH í Bandaríkjunum, Magnús Gúst- afsson, hefur látið af störfum sem forstjóri Icelandic USA og tekur Ævar Agnarsson við starfi hans. Magnús varð forstjóri Cold- water, dótturfyrirtækis SH, árið 1984 og hefur því haldið um stjórnartaumana vestanhafs í 21 ár. Hann réðst á sínum tíma til SH frá Hampiðjunni. Hinn 1. júlí nk. tekur við nýtt skipurit hjá Icelandic USA og er unnið að sameiningu Icelandic USA og Samband of Iceland. Ævar Agnarsson er 46 ára gamall og hefur verið framkvæmdastjóri Samband of Iceland frá því 1. febrúar sl. Í síðasta mánuði hætti Gunnar Svavarsson sem forstjóri Icelandic Group á Íslandi (áður SH). Gunnar er, eins og Magnús, gamall Hampiðjumaður. 3. júní SPENNA YFIR VERÐBÓLGUSPÁ SEÐLABANKANS Nokkur spenna skap- aðist vegna verðbólguspár- innar sem Seðlabankinn birti föstudag- inn 3. júní og skaut Greining Íslandsbanka nettu skoti á bankann og sagði spána á óraunhæfum for- sendum. Seðlabankinn sagðist í spá sinni telja að verðbólguhorfur hefðu versnað þrátt fyrir tíma- bundna verðbólguhjöðnun. Útlit væri fyrir meiri framleiðsluspennu og einkaneyslu. Spáði bankinn því að verðbólga mældist 3,0% yfir árið og 3,6% yfir næsta ár. 6. júní FLYKKIST DANSKURINN VESTUR UM HAF? Það er ekkert lát á umfjöllun danskra fjölmiðla um Sterling eftir að íslenskir kaupsýslumenn keyptu félagið. Sterling ætlar að bjóða ferðir til austurstrandar Bandaríkjanna á 1.000 til 1.500 danskar krónur miðann, eða á bilinu 11 til 16 þúsund krónur. Núna telja danskir ferðafrömuðir að Danir muni stökkva vestur og að yfir 100 þúsund Danir fari á hverju ári til Bandaríkjanna innan tveggja ára. 7. júní EIRÍKUR FORMAÐUR SAMHERJA Eiríkur S. Jóhannsson, forstjóri Og Vodafone, hefur verið kjörinn stjórnarformaður Samherja. Finn- bogi Jónsson, sem verið hefur starfandi stjórnarformaður frá árinu 2000, gaf ekki kost á sér í stjórn. Sem kunnugt er ætla stærstu eigendur Samherja að yfirtaka félagið og taka það út af markaði. Hluthafafundur verður haldinn í september þar sem lagt verður til að fækkað verði í stjórn félagsins úr 5 í 3 menn. 7. júní EIMSKIP KAUPIR TVÖ FRYSTISKIP Blekið var varla þornað á samn- ingnum um kaup Avion Group á Eimskip þegar félagið sagði frá því að það hefði samið um smíði tveggja frystiskipa fyrir samtals 2,6 milljarða kr. með möguleika á smíði fjögurra skipa til viðbótar. Eimskip ætlar sér að verða leiðandi flutningafyrirtæki á sviði frysti- og kæliflutninga á Norður-Atlantshafi. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips. 8. júní STJÓRNENDUR ACTAVIS FÁ KAUPRÉTT Það er mikil eftirspurn eftir bréfum í Actavis um þessar mundir. Þennan dag var hins vegar tilkynnt að stjórn Acta- vis Group hefði ákveðið að gefa lykilstjórnendum kost á hlutafé í félaginu á grundvelli kaupréttar- áætlunar þess. Sagt var frá því að lykilstjórnendurnir gætu nýtt sér réttinn á genginu 38,5, en bréf Actavis hafa að undanförnu verið í kringum 40,4. D A G B Ó K I N TEXTI: JÓN G. HAUKSSON • MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabanka- stjóri. Spá bank- ans olli nokkurri spennu. Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarformaður Samherja. Róbert Wess- mann, forstjóri Actavis Group.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.