Frjáls verslun - 01.05.2005, Page 21
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 21
D A G B Ó K I N
Kauphallarinnar. Áður hafði
Kauphöllin tekið Og fjarskipti út
úr Úrvalsvísitölunni vegna þess
að félagið hefði ekki birt a.m.k.
90% tilkynninga sinna á ensku
tímabilið janúar til maí 2005.
„Samkvæmt útreikningum
Og fjarskipta voru um 86%
tilkynninga félagsins á ensku
umrætt tímabil. Og fjarskipti
telja vinnubrögð Kauphallarinnar
í málinu ekki vera fullnægjandi
enda hafði félagið ekki fengið
formlega tilkynningu þess efnis
að framangreind 90% regla væri
forsenda þess að félagið hlyti
sæti í úrvalsvísitölunni,“ segir í
tilkynningunni.
Það hefur gengið nokkuð á í
samskiptum Morgunblaðsins
og Valgerðar Sverrisdóttur
viðskiptaráðherra að undan-
förnu. Ástæðan er sú að hún
skipti sér ekki af þeirri niður-
stöðu Samkeppnisráðs að
samþykkja kaup FL Group á
Bláfugli og Flugflutningum.
Þessi ákvörðun Samkeppnis-
ráðs tryggir FL Group um
80 til 85% markaðarins í
flutningum á frakt í lofti milli
Íslands og annarra landa og
jafnvel 90% að sumra mati.
Morgunblaðið hefur
verið mjög ósátt við þessa
afgreiðslu Samkeppnisráðs
og skammað ráðherrann fyrir
að grípa ekki í taumana. Val-
gerður hefur sagt á móti að
með því væri hún að draga úr
sjálfstæði Samkeppnisstofn-
unar. Hvaða sjálfstæði? fékk
hún framan í sig til baka.
Afgreiðsla Samkeppnis-
ráðs var skilyrt þannig að
stjórnarmenn og starfs-
menn Flugleiða-Fraktar og
Icelandair mega ekki sitja í
stjórn Bláfugls og öfugt og
fyrirtækin mega ekki starfa
saman að markaðsmálum.
Jafnframt að verð og viðskipta-
kjör verði gegnsæ. Þetta
finnst að vísu mörgum nokkuð
léttvæg skilyrði, m.a. ritstjóra
Morgunblaðsins.
20. júní
MOGGINN OG FRÚ VALGERÐUR
Styrmir Gunnarsson,
ritstjóri Morgunblaðsins.
Valgerður Sverrisdóttir hefur
fengið það óþvegið frá Morg-
unblaðinu vegna afgreiðslu
Samkeppnisráðs.
16. júní
GUNNAR B. DUNGAL SELUR PENNANN
Gunnar B. Dungal hefur selt Pennann.
Tilkynnt var þennan dag að
Gunnar B. Dungal, eigandi
Pennans, hefði gengið frá sölu
Pennans til hóps fjárfesta undir
forystu Kristins Vilbergssonar.
Kristinn tók sama dag við starfi
forstjóra Pennans, en Gunnar
verður honum til ráðgjafar fyrst
um sinn. Í frétt frá Pennanum
sagði að Penninn hefði verið
stofnaður árið 1932 og að innan
vébanda félagsins væri að finna
margar rótgrónustu verslanir
landsins, eins og Bókabúð Máls
og menningar og Bókaverslun
Sigfúsar Eymundssonar sem
stofnuð var 1872. Verslanir Penn-
ans eru tólf talsins.