Frjáls verslun - 01.05.2005, Blaðsíða 44
44 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5
F
rjáls verslun kemst að þeirri niður-
stöðu að áhrifamestu konurnar í
stjórnmálum séu átta talsins og því
ekki eins margar og ætla mætti í
fyrstu. Ráðherrarnir Valgerður Sverrisdóttir,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir menntmálaráðherra og
Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráð-
herra fara beint á listann.
Hinar fjórar eru Sólveig Pétursdóttir,
verðandi forseti Alþingis, Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, Siv
Friðleifsdóttir, sem við spáum að taki aftur
sæti í þessari ríkisstjórn, Rannveig Guð-
mundsdóttir, forseti Norðurlandaráðs, og
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri.
Eflaust telja einhverjir að það orki tví-
mælis að setja þær Siv og Rannveigu á
þennan lista – að áhrif þeirra í íslenskri
pólitík hafi farið þverrandi og séu ekki mikil.
En við teljum að þær eigi báðar heima á
listanum.
Vissulega banka fleiri konur á listann og
eru skammt undan. Nefna má alþingiskon-
urnar Jónínu Bjartmarz, Jóhönnu Sigurð-
ardóttur og Margréti Frímannsdóttur sem
eru m.a. tíðir gestir í umræðuþáttum og láta
þar til sín taka. Margrét Sverrisdóttir, fram-
kvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, heyrir
sömuleiðis undir þennan flokk.
ÁTTA ÁHRIFAMESTU
Valgerður Sverrisdóttir,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
menntamálaráðherra.
Sigríður Anna Þórðardóttir,
umhverfisráðherra.
Sólveig Pétursdóttir,
verðandi forseti Alþingis.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
formaður Samfylkingarinnar.
Siv Friðleifsdóttir,
fyrrverandi umhverfisráðherra.
Rannveig Guðmundsdóttir,
forseti Norðurlandaráðs.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
borgarstjóri.
TÍU KONUR RÁÐHERRAR FRÁ UPPHAFI
Auður Auðuns,
dóms- og kirkjumálaráðherra
1970 til 1971.
Ragnhildur Helgadóttir,
menntamálaráðherra 1983 til 1985
og heilbrigðis- og félagsmálaráðherra
1985 til 1987.
Jóhanna Sigurðardóttir,
félagsmálaráðherra 1987 til 1994.
Rannveig Guðmundsdóttir,
félagsmálaráðherra 1994 til 1995.
Ingibjörg Pálmadóttir,
heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra
1995-2001.
Siv Friðleifsdóttir,
umhverfisráðherra 1999 til 2004.
Valgerður Sverrisdóttir,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra frá 1999.
Sólveig Pétursdóttir,
dóms- og kirkjumálaráðherra
1999 til 2003.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
menntamálaráðherra frá 2003.
Sigríður Anna Þórðardóttir,
umhverfisráðherra frá 2004.
ÁHRIFAMESTU
STJÓRNMÁLAKONURNAR
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir,
menntamálaráðherra.
Á H R I F A M E S T U K O N U R N A R Í S T J Ó R N M Á L U M
Frjáls verslun metur hér áhrifaríkustu konurnar í stjórnmál-
unum og kemst að þeirri niðurstöðu að þær séu átta talsins.
TEXTI: JÓN G. HAUKSSON
MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl.