Frjáls verslun - 01.05.2005, Blaðsíða 46
46 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5
F
yrir skömmu var helmingur stjórn-
enda á Reykjavíkursvæðinu konur,
þær Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
borgarstjóri í Reykjavík, Ragn-
heiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mos-
fellsbæ, Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri
í Garðabæ, og Hansína Björgvinsdóttir, bæj-
arstjóri í Kópavogi. Hinar tvær síðastnefndu
eru nýhættar störfum og við það fækkaði
konum í starfi bæj-
arstjóra á höf-
uðborgarsvæð-
inu úr 50%
niður í 25%.
Sveitarfélögin á landinu eru nú 101 talsins
og hefur þeim fækkað um liðlega helming
frá því að þau voru flest árið 1950. Á næsta
ári kemur enn frekari sameining hreppa til
framkvæmda og verða þeir 91 eftir það.
Bæjarstjórar á landinu eru nú 32 og þar
af gegna aðeins 4 konur bæjarstjórastarfi, en
þær starfa í Mosfellsbæ, Grundarfirði, Ólafs-
firði og á Blönduósi. Í ágúst n.k. bætist ein
kona í hópinn, en það er Erla Friðriksdóttir,
núverandi markaðsstjóri Smáralindar, sem
tekur við starfi bæjarstjóra í Stykkishólmi.
Sveitarstjórar á landinu eru 32 en af þeim
eru 9 konur, oddvitar eru 36 og eru konur í
þeim hópi 6 talsins.
Konur í forsvari sveitarfélaga á landinu:
Borgarstjóri Reykjavíkur:
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Bæjarstjórar:
Ragnheiður Ríkharðsdóttir,
Mosfellsbæ (íbúar um 7000)
Björg Ágústsdóttir,
Grundarfirði (íbúar um 1000)
Jóna Fanney Friðriksdóttir,
Blönduósbæ (íbúar um 1000 )
Stefanía Traustadóttir,
Ólafsfirði (íbúar um 1000)
Sveitarstjórar:
Jóhanna Reynisdóttir,
Vatnsleysustrandarhreppi
Linda Björk Pálsdóttir,
Borgarfjarðarsveit
Ásdís Leifsdóttir,
Hólmavíkurhreppi
Helga A. Erlingsdóttir,
Hörgárbyggð
Guðný Sverrisdóttir,
Grýtubakkahreppi
Guðný Hrund Karlsdóttir,
Raufarhafnarhreppi
Sigfríður Þorsteinsdóttir,
Breiðdalshreppi
Margrét Sigurðardóttir,
Grímsnes- og Grafningshreppi
Ingunn Guðmundsdóttir,
Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Oddvitar:
Ása Helgadóttir, Innri- Akraneshreppi
Jenný Jensdóttir, Kaldrananeshreppi
Hjördís Sigursteinsdóttir, Arnarneshreppi
Ólína Arnkelsdóttir, Aðaldælahreppi
Katrín Eymundsdóttir, Kelduneshreppi
Gunnþórunn Ingólfsdóttir, Fljótsdalshreppi
ÞÆR STÝRA
SVEITARFÉLÖGUM
TEXTI: JÓHANNA HARÐARDÓTTIR
MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl.
K O N U R S E M S T Ý R A S V E I T A R F É L Ö G U M
Sveitarfélögin í landinu eru 101, en konur stjórna aðeins 19 þeirra.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
borgarstjóri í Reykjavík.