Frjáls verslun - 01.05.2005, Page 59
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 59
„Vissulega veiti ég því athygli þegar ég kem heim til starfa
nú eftir sex ára búsetu erlendis, að hlutur kvenna í stjórnum
íslenskra fyrirtækja eða í áhrifastöðum innan þeirra er fjarri
því hinn sami og karla. Ef til vill ræðst þetta af afturhalds-
semi, þó ég vilji ekki kveða upp alls-
herjardóm um orsakir. Þó eru aðstæður
hér á landi til að jafna hlut kynjanna
konum hagfelldar, góðir leik- og grunn-
skólar og aukin áhersla á fjölskyldumál
gefa báðum kynjunum svigrúm til að
sækja fram. Þetta þekkjum við hér hjá Samskipum þar sem
áhersla hefur verið lögð á að gefa stafsfólki jöfn tækifæri
- og er þá horft til hæfileika, en ekki kyns.“
H V E R N I G A U K A M Á H L U T K V E N N A
Aðstæðurnar
eru hagfelldar
ÁSBJÖRN GÍSLASON
Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa.
BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON
Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Íslands.
Þekkingarkraftur kvenna
„Ef til vill ræðst
þetta af aftur-
haldi.“
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ
„Konur þurfa að verða virkari á öllum sviðum fyrir-
tækjarekstrar - í öllum gerðum fyrirtækja, stórum
og smáum, þannig að þær færi fyrir-
tækjum, sem þær sitja í stjórn eða
veita forystu, fjölbreytta þekkingu,
reynslu og ný viðskiptatengsl. Ég er
þeirrar skoðunar að atvinnulífið þurfi á
þekkingarkrafti kvenna að halda, en
ég veit einnig að góðir hlutir gerast hægt. Mér finnst
margt hafa breyst til batnaðar og ég veit að þetta er
og verður eins og snjóboltinn sem hleður alltaf meiru
utan á sig við hvern snúning.“
„Virkari á öllum
sviðum fyrir-
tækjarekstrar.“