Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2005, Qupperneq 65

Frjáls verslun - 01.05.2005, Qupperneq 65
U ndir lok árs 2003 buðu 7 konur, sem starfa við Háskólann í Reykja- vík, sig fram til stjórnarsetu í fyrir- tækjum á Aðallista Kauphallar Íslands. Með þessu vildu konurnar slá á þann orðróm að konur hefðu almennt ekki áhuga á stjórnunar- og ábyrgðastörfum. Allar höfðu þessar konur mikla þekkingu á viðskiptum og reynslu af stjórnunar- störfum. Þetta voru þær Guðfinna Bjarna- dóttir, Þórdís Sigurðardóttir, Anna Margrét Marínósdóttir, Halla Tómasdóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Þóranna Jónsdóttir og Ásta Bjarnadóttir. Árið 2003 var hlutur kvenna í stjórnum fyrirtækja í Kauphöll- inni 5,3%. Síðastliðið haust var hlutur kvenna í stjórnum 81 fyrirtækis 10,08% en nú, eftir að aðalfundarhrinu hlutafélaga lauk, var hlutur kvenna kominn í 11,28%, þ.e. af 390 stjórnarmönnum í 80 fyrirtækjum voru konur 44 talsins en karlar 346. Konum hafði fjölgað um einungis fjórar frá því í haust. Það hversu fáar konur sitja í stjórnum fyrirtækja hefur verið talið lýsandi fyrir stöðu jafnréttismála á Íslandi, en hlutfall kvenna í æðstu stjórnunarstöðum og fram- kvæmdastjórnum er þó hærra en í stjórnar- herbergjum þeirra. Ásta Bjarnadóttir er forstöðumaður BS- náms í viðskiptafræði við Háskólann í Reykja- vík. „Aðdragandi þessa máls var að forkólfur í íslensku atvinnulífi var spurður í fjölmiðlum í kjölfar stjórnarkjörs hvers vegna ekki væru konur í stjórninni, og sagði hann þá að það væri erfitt að finna hæfar konur. Hann gaf í skyn að konur gætu ekki eða vildu ekki sitja í stjórnum fyrirtækja. Við vonuðum að þetta framtak okkar yrði til þess að konum fjölgaði í stjórnum og öllum yrði ljóst að til væri fjöldi hæfra kvenna til að gegna stjórnunarstörfum. Þessi hópur er nú í stjórnum nær 10 fyrir- tækja, en almennt hefur konum í stjórnum ekki fjölgað mikið.“ „Ég tel að orsök þessarar stöðu liggi í því viðhorfi sem margir fjárfestar hafa til þess hvernig eigi að skipa í stjórnir. Skammtímahagsmunir eru ríkjandi en áhersla á góðan rekstur og að byggja upp gott fyrirtæki til framtíðar er víkjandi. Mér sýnist að fjármagnseigendur vilji í raun ekki hafa mörg sjónarmið inni á stjórnarfundum, heldur vilji halda þessu öllu nálægt sér og geta tekið ákvarðanir hratt án þess að þurfa að ræða mikið við stjórnina, t.d. við sameiningu fyrirtækja. Því skipa menn oft vini sína í stjórn, fremur en að leita eftir breiðri þekkingu á mismunandi sviðum. Þessi aðferð er algerlega í mótsögn við stefnu Kauphallarinnar um óháða stjórn- armenn. Svo má auðvitað líka spyrja sig af hverju svo fáar konur fara fyrir því fjármagni sem fjölskyldur landsins eiga. Árangurinn af því að við buðum okkur fram til stjórnarsetu er sáralítill, og megin- skýringin er að mínu mati að viðhorfið til þess hvernig eigi að skipa í stjórnir hefur ekki breyst. Í opinbera geiranum eru mun fleiri konur í stjórnum, enda er þar enginn fjármagnseigandi sem hefur hag af því að stjórnin sé einsleit, heldur er þjóðin öll eig- andi þeirra fyrirtækja og stofnana. Þar virð- ist ríkja meira mat á hæfni og þekkingu. Vissulega má finna að meðal fjárfesta er vaxandi vilji til þess að hafa konu í stjórn, en yfirleitt láta menn aðeins eina nægja. Því fylgir hins vegar ákveðinn vandi sem er sá að rödd sem er í svo miklum minnihluta hefur til- hneigingu til að fylgja meirihlutanum frekar en að koma fram með ólík sjónarmið, það sýna margar rannsóknir. En hver er sérstaða kvenna sem stjórnenda? Konur hafa oftast meiri samskiptahæfni, tala meira við grasrót- ina og eru yfirleitt varkárari í fjármálum. Ein kona í stjórn breytir hins vegar litlu. Strax og konur í stjórn eru orðnar tvær þá eru líkur til að þeirra sjónarmið fari að heyrast,“ segir Ásta Bjarnadóttir. TEXTI: GEIR A. GUÐSTEINSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON Ásta Bjarnadóttir, forstöðumaður BS-náms í viðskiptafræði við HR. KONUR VILJA SITJA Í STJÓRNUM FYRIRTÆKJA „Árangurinn af því að við buðum okk- ur fram til stjórnar- setu er sáralítill“ ÁSTA BJARNADÓTTIR: F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.