Frjáls verslun - 01.05.2005, Síða 69
S
tutt er síðan Runólfur
Ágústsson, rektor Viðskipta-
háskólans að Bifröst, sagði
í útskriftarræðu að karlar
sem útskrifast úr viðskiptafræði geti
gert ráð fyrir því að
fá 50% hærri laun en
skólasystur þeirra og
vitnaði hann í nýja
könnun á kjörum
lög- og viðskipta-
fræðinga sem
útskrifast hafa
á s í ð us tu
fimm árum.
R u n ó l f u r
ávarpaði konur í útskriftar-
hópnum sérstaklega í ræðu
sinni og sagðist skammast
sín fyrir þau skilaboð að
íslenskt atvinnulíf mæti
þær ekki að verðleikum.
Er þessi niðurstaða á
skjön við niðurstöður
sem koma fram í nýrri
könnun Félags viðskipta-
fræðinga og hagfræð-
inga.
Frá árinu 1979 hefur
Félag viðskiptafræð-
inga og hagfræðinga
framkvæmt launakannanir meðal
félagsmanna með reglulegu millibili
og því fylgst vel með launaþróun
félagsmanna sinna. Nýjasta könnunin
sýnir að laun kvenna hafa hækkað
örlítið meira frá
árinu 2003 en
karla. Heildar-
laun kvenna
hækka um
10,8% en
karla um
10% milli
mæl inga.
Þegar ekki
er tekið tillit
til annarra þátta virðist launa-
munur kynjanna nú örlítið
minni en fyrir tveimur árum.
Karlar í FVH hafa tæplega
29,6% hærri heildarlaun en
konur samanborið við tæplega
30,6% launamun árið 2003 og
21,6% árið 2001. Þegar launamun-
urinn hefur verið leiðréttur miðað
við fjölda vinnustunda á viku er hann
21,5% en var 17% í kjarakönnun 2003
og tæplega 15% árið 2001. Þegar
launamunur kynjanna er svo leið-
réttur með tilliti til fleiri þátta eins
og menntunar, starfs, atvinnugreinar,
LAUNAMUNUR
KARLA OG KVENNA
Nýjasta könnun Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga sýnir að karlar í fag-
inu hafa 29,6% hærri heildarlaun en konur sem eru viðskiptafræðingar. Þegar
tekið hefur verið tillit til starfs, vinnuframlags og fleiri þátta er kynbundinn
launamunur hjá stéttinni 7,6% en var 6,8% árið 2003.
TEXTI: HILMAR KARLSSON
MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 69
Karlar í FVH hafa
tæplega 29,6% hærri
heildarlaun en konur
samanborið við tæp-
lega 30,6% launamun
árið 2003 og 21,6%
árið 2001.