Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2005, Side 85

Frjáls verslun - 01.05.2005, Side 85
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 85 þennan miðil reynum við að fræða og greiða fyrir samskiptum eins og mögulegt er. Um þessar mundir erum við að hvetja konurnar til að taka þátt í Nýsköpun 2005 og nú þegar hafa verið send gögn til tuttugu kvenna varðandi þetta verkefni. Á vefsíðunni okkar, www.fka.is, birtum við allar fréttir af því sem er á döfinni og kynnum nýja félaga. Þessi samskipti eru heilmikil hvatning til við- skipta á milli FKA kvenna innbyrðis og við vitum að þær fylgjast vel með síðunni. Hvetjandi félagsstarf Við höldum reglulega fundi einu sinni í mán- uði og erum þá með dagskrá sem byggir upp samstöðuna. Starfið miðast mikið við að hvetja konurnar til dáða. Við höldum ráðstefnur og tengjumst alþjóðlegum samtökum kvenna í atvinnulíf- inu og það skilar okkur mikilli þekkingu. Þann 20. maí var t.d. haldið veglega upp á Alþjóðadag kvenna, en þá bauð alþjóða- nefnd FKA í samvinnu við breska sendiráðið og QUIN-Ísland heim tveim glæsilegum fulltrúum kvenna, Fr. Bola Olabisi, forseta alþjóðlegra samtaka hugvitskvenna GWIIN og fr. Avril Owton, varaforseta BAWE, sem eru systursamtök FKA í Bretlandi. Það er bæði skemmtilegt og hvatning fyrir okkur að fá svona gesti hingað. Styrkir og viðurkenningar FKA leggur mikla áherslu á að auka sýni- leika og tækifæri kvenna í viðskiptalífinu. Á hverju ári er veitt sérstök viðurkenn- ing FKA til konu í atvinnurekstri og þessi viðurkenning hefur verið feikilega góð aug- lýsing fyrir viðkomandi konu og stuðlað að virðingu og verðskuldaðri athygli á framtaki kvenna í viðskiptum almennt. Í ár var það Katrín Pétursdóttir í Lýsi sem hlaut þessa viðurkenningu og fjölmiðlar beindu kastljósi sínu svo rækilega að henni að það fór varla framhjá neinum. Íslandsbanki hefur styrkt þessi verðlaun undanfarin ár og nú hefur bankinn stofnað styrktarsjóð með FKA þar sem markmiðið er að efla enn frekar innra starf FKA og auka þannig enn á árangur og arðsemi fyrirtækja þeirra. Styrkur Íslandsbanka nemur 2 milljónum króna á ári þau tvö ár sem samningurinn er í gildi og verður því fé úthlutað af sjóðsstjórn- inni sem er skipuð tveim konum frá FKA, Katrínu S. Óladóttur og Dagnýju Halldórs- dóttur, og einum fulltrúa bankans, Sigrúnu Kjartansdóttur. Félagsstarfið er mjög fjörugt en mest af þeirri vinnu sem fram fer innan FKA er sjálfboðaliðsvinna. Við erum sjö í stjórn félagsins, en auk mín eru þær Hildur Peter- sen varaformaður, Soffía Johnson gjaldkeri, María Maríusdóttir ritari og þrír meðstjórn- endur; Svava Johansen, Katrín Pétursdóttir og Aðalheiður Karlsdóttir. Ýmsar nefndir eru starfandi í félaginu og hver þeirra hefur sín verkefni. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið styrkir félagið með því að greiða fyrir starfsmann í hlutastarfi hjá Impru svo við höfum aðgang að nokkurs konar skrifstofu fyrir það nauðsynlegasta. Við teljum að FKA sé í gríðarlegri sókn og eigi eftir að reynast konum í atvinnurekstri traust bakland til framtíðar,“ sagði Margrét Kristmannsdóttir. Ný stjórn FKA. Frá vinstri: Margrét Kristmannsdóttir, formaður, Soffía Johnson, gjaldkeri, María Maríusdóttir ritari, Svava Johansen með- stjórnandi, Hildur Petersen, varaformaður, Aðalheiður Karlsdóttir og Katrín Pétursdóttir meðstjórnendur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.