Frjáls verslun - 01.05.2005, Side 87
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 87
launastiganum. Fyrir nokkrum árum heyrði
ég danska stjórnmálakonu lýsa ferli sínum:
hún var frá fátækri fjölskyldu, vann við skúr-
ingar, fór út í verkalýðsmál, þar sem henni
gafst tækifæri á námskeiðum og endaði
sem ráðherra. Án góðrar barnagæslu hefði
hún verið föst í skúringunum enn þann dag
í dag.
Viðvarandi vandamál í bresku hagkerfi er
lág framleiðni þrátt fyrir langan vinnutíma.
Ýmsir sérfræðingar benda á að hluti þess
vanda sé hve margar konur lokast inni í
láglaunastörfum. Hér gæti barnagæsla og
símenntun gert kraftaverk - en tja, af því
stjórnmálin eru að mestu karlamál hér er
fátt um aðgerðir, þó barnagæsla hafi reyndar
verið slagorð í síðustu kosningum. Eftir kosn-
ingar var útnefndur ráðherra til að fara með
málefni kvenna - en húrrahrópin höfðu varla
þagnað þegar ljóst var að þessi ráðherra,
kona auðvitað, átti að vera ólaunaður! Í
staðinn fyrir að fá um 88.000 pund í ráðherra-
árslaun, ríflega 10 milljónir króna, fær hún
59.000 pund, um 700 þúsund sem er þing-
mannakaupið. Gárungarnir höfðu á orði að
þetta væri viðeigandi: konur ynnu hvort sem
er svo mikið fyrir ekki neitt!
Þegar ég var lítil - reyndar undarlega langt
síðan - lá í loftinu að málið fyrir konur væri
bara að mennta sig: þá kæmust þær auð-
vitað jafnlangt körlum í tekjum og áhrifum.
Þessum hollráðum hafa konur sem betur
fer fylgt í stórum stíl - svo nú gildir hér eins
og svo víða annars staðar að konur eru
orðnar jafnmargar og karlar til dæmis í lækn-
isfræði, lögfræði og ýmsu viðskiptanámi,
sums staðar jafnvel fleiri konur.
En viti menn! Þegar allar þessar vel mennt-
uðu konur fara svo að sækja um störf þá reka
æ fleiri þeirra sig á að nei, ó... menntunin er
ekki allt. Jú, hún þarf að vera með - en nú
eru það allt í einu alls konar óskilgreind
hugtök sem gilda: að vera góður liðsmaður,
hafa þor, áræði, sköpunargáfu, frumkvæði...
og alveg er það makalaust algengt að kven-
fólk sé gersneytt þessum kostum miðað við
karlana! Hér hafa því orðið til nýjar viðmið-
anir. Englendingar nota mikið líkingamál úr
íþróttunum: hér gerðist það sumsé að þegar
konurnar voru komnar í skotskóna og dauða-
færi... var markið fært!
En það eru líka til fyrirtæki sem eru
meðvituð um þetta. Nýlega hitti ég starfs-
mannastjóra í stórfyrirtæki hér, konu. Hún
er komin á sextugsaldur, úr fátækri fjöl-
skyldu og ákvað að hún ætlaði að stjórna
sínu lífi og fá gott starf. Þess vegna valdi hún
að eignast ekki börn en bætti við að í dag
væri hún ekki sannfærð um að hún myndi
taka sömu ákvörðun - og hún vildi gera allt
sem hægt væri til að ungar konur í hennar
fyrirtæki þyrftu ekki að velja: já, af hverju
ættu konur að þurfa að velja þegar karlarnir
geta haft bæði gott starf og fjölskyldu! Hún
fylgist vel með að ráðningarforsendurnar úti-
loki ekki konur.
En ekki öll fyrirtæki: nýlega reifaði tíma-
ritið The Economist hvernig konur rækju
sig ekki aðeins á glerþakið fræga heldur á
skilrúm úr gleri: þó þær væru læknar eða
lögfræðingar, hefðbundin hálaunastörf, söfn-
uðust þær í lægstlaunuðu afkima þessara
greina. Er það af því þær velja þessi svið til
að þurfa ekki að vinna jafnmikið, af því þær
J A F N R É T T I Í B R E T L A N D I
Þegar ég flutti til London
leið ekki á löngu að ég tók
eftir að konur virtust ekki til
í þeim geirum sem ég fylgd-
ist með: stjórnmálum og
viðskiptalífinu.
Kannski er ráðið að styðjast við jákvæða mismunun til að koma fleiri körlum í vinnu
við barnapössun og konum í bankastjórastólana.