Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2005, Side 87

Frjáls verslun - 01.05.2005, Side 87
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 87 launastiganum. Fyrir nokkrum árum heyrði ég danska stjórnmálakonu lýsa ferli sínum: hún var frá fátækri fjölskyldu, vann við skúr- ingar, fór út í verkalýðsmál, þar sem henni gafst tækifæri á námskeiðum og endaði sem ráðherra. Án góðrar barnagæslu hefði hún verið föst í skúringunum enn þann dag í dag. Viðvarandi vandamál í bresku hagkerfi er lág framleiðni þrátt fyrir langan vinnutíma. Ýmsir sérfræðingar benda á að hluti þess vanda sé hve margar konur lokast inni í láglaunastörfum. Hér gæti barnagæsla og símenntun gert kraftaverk - en tja, af því stjórnmálin eru að mestu karlamál hér er fátt um aðgerðir, þó barnagæsla hafi reyndar verið slagorð í síðustu kosningum. Eftir kosn- ingar var útnefndur ráðherra til að fara með málefni kvenna - en húrrahrópin höfðu varla þagnað þegar ljóst var að þessi ráðherra, kona auðvitað, átti að vera ólaunaður! Í staðinn fyrir að fá um 88.000 pund í ráðherra- árslaun, ríflega 10 milljónir króna, fær hún 59.000 pund, um 700 þúsund sem er þing- mannakaupið. Gárungarnir höfðu á orði að þetta væri viðeigandi: konur ynnu hvort sem er svo mikið fyrir ekki neitt! Þegar ég var lítil - reyndar undarlega langt síðan - lá í loftinu að málið fyrir konur væri bara að mennta sig: þá kæmust þær auð- vitað jafnlangt körlum í tekjum og áhrifum. Þessum hollráðum hafa konur sem betur fer fylgt í stórum stíl - svo nú gildir hér eins og svo víða annars staðar að konur eru orðnar jafnmargar og karlar til dæmis í lækn- isfræði, lögfræði og ýmsu viðskiptanámi, sums staðar jafnvel fleiri konur. En viti menn! Þegar allar þessar vel mennt- uðu konur fara svo að sækja um störf þá reka æ fleiri þeirra sig á að nei, ó... menntunin er ekki allt. Jú, hún þarf að vera með - en nú eru það allt í einu alls konar óskilgreind hugtök sem gilda: að vera góður liðsmaður, hafa þor, áræði, sköpunargáfu, frumkvæði... og alveg er það makalaust algengt að kven- fólk sé gersneytt þessum kostum miðað við karlana! Hér hafa því orðið til nýjar viðmið- anir. Englendingar nota mikið líkingamál úr íþróttunum: hér gerðist það sumsé að þegar konurnar voru komnar í skotskóna og dauða- færi... var markið fært! En það eru líka til fyrirtæki sem eru meðvituð um þetta. Nýlega hitti ég starfs- mannastjóra í stórfyrirtæki hér, konu. Hún er komin á sextugsaldur, úr fátækri fjöl- skyldu og ákvað að hún ætlaði að stjórna sínu lífi og fá gott starf. Þess vegna valdi hún að eignast ekki börn en bætti við að í dag væri hún ekki sannfærð um að hún myndi taka sömu ákvörðun - og hún vildi gera allt sem hægt væri til að ungar konur í hennar fyrirtæki þyrftu ekki að velja: já, af hverju ættu konur að þurfa að velja þegar karlarnir geta haft bæði gott starf og fjölskyldu! Hún fylgist vel með að ráðningarforsendurnar úti- loki ekki konur. En ekki öll fyrirtæki: nýlega reifaði tíma- ritið The Economist hvernig konur rækju sig ekki aðeins á glerþakið fræga heldur á skilrúm úr gleri: þó þær væru læknar eða lögfræðingar, hefðbundin hálaunastörf, söfn- uðust þær í lægstlaunuðu afkima þessara greina. Er það af því þær velja þessi svið til að þurfa ekki að vinna jafnmikið, af því þær J A F N R É T T I Í B R E T L A N D I Þegar ég flutti til London leið ekki á löngu að ég tók eftir að konur virtust ekki til í þeim geirum sem ég fylgd- ist með: stjórnmálum og viðskiptalífinu. Kannski er ráðið að styðjast við jákvæða mismunun til að koma fleiri körlum í vinnu við barnapössun og konum í bankastjórastólana.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.