Frjáls verslun - 01.05.2005, Side 106
106 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5
Nanna Huld Aradóttir, innri endurskoðandi Kredit-korts hf., var fyrst Íslendinga til þess að hljóta alþjóðlega löggildingu á þessu starfssviði. „Ég
er viðskiptafræðingur að mennt og löggiltur innri endur-
skoðandi en það er gráða sem á ensku nefnist Certified
Internal Auditor og er skammstöfuð CIA R . Gráðan er
alþjóðleg og sem slík mælikvarði á faglega hæfni þeirra
sem starfa við innri endurskoðun. Grunnháskólanám
og tveggja ára starfsreynsla við innri endurskoðun eru
skilyrði fyrir próftöku en prófið sjálft er haldið á vegum
Alþjóðasamtaka innri endurskoðenda, The Institute of
Internal Auditors, IIA. Í íslenskum lögum hefur starfs-
heiti› innri endursko›andi reyndar ekki enn hloti›
löggildingu eins og ví›a í lögum erlendra ríkja. Hvenær
þa› ver›ur er þó væntanlega a›eins tímaspursmál
enda þessi sproti í endursko›endageiranum tiltölulega
n‡r af nálinni. “
Innri endurskoðandi er ráðinn af stjórn Kreditkorts og heyrir sem
slíkur undir hana. „Stjórn félagsins ber að hafa stöðugt og ítarlegt eftir-
lit með öllum rekstri þess og sjá um að skipulag hans sé jafnan í réttu
horfi en sérstaklega skal hún sjá til þess að nægilegt eftirlit sé haft með
bókhaldi og meðferð fjármuna félagsins. Starf innri
endurskoðanda Kreditkorts er þríþætt. Í fyrsta lagi
sinnir hann og framfylgir áðurnefndu eftirlitshlutverki
stjórnar varðandi bókhald og fjármuni, í öðru lagi hefur
hann umsjón með gæðastarfi félagsins, sem byggir á
skipulagi og aðferðum altækrar gæðastjórnunar en
þriðji þátturinn felst í því að greina, meta og samræma
útlána-, markaðs- og rekstraráhættu félagsins.“
Íslendingar eru eins og flestum er kunnugt korta-
væn þjóð en Kreditkort annast útgáfu MasterCard og
Maestro korta, sem eru alls um 190.000 hér á landi, og
annast færslusöfnun fyrir korthafa þeirra auk Amex,
Diners og JCB. Nanna Huld segir fyrirtækið leggja
mikinn metnað í að tryggja öryggi allra upplýsinga.
„Við höfum þar verið að innleiða stjórnkerfi upplýs-
inga í samræmi við öryggisstaðalinn ISO 17799 en það
er keppikefli okkar að meðferð og varðveisla þeirra
persónulegu upplýsinga sem verða til innan fyrirtækisins sé í samræmi
við góða viðskiptahætti og reglur eftirlitsaðila. Hefur félagi› m.a. undir-
gengist úttektir hjá Perónuvernd og Fjármálaeftirlitinu á þessu svi›i á
sí›asta ári.“
KREDITKORT HF.
Fyrsti löggilti innri
endurskoðandinn
Nanna Huld Aradóttir situr í stjórn Félags um innri endurskoðun sem stofnað var árið 2003 en félagsmenn eru nú um 100 talsins.
Kreditkort hf. hefur
verið að innleiða
stjórnkerfi upplýsinga
í samræmi við
öryggisstaðalinn
ISO 17799.
KYNNING