Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2005, Side 114

Frjáls verslun - 01.05.2005, Side 114
114 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 KYNNING Það hefur orðið geysilega mikil þróun í sauma- og útsaums-vélum á síðustu árum, enda tölvutæknin hafið þar innreið sína eins og víðast hvar annars staðar,“ segir Þórhildur Gunn- arsdóttir, sölustjóri hjá Pfaff-Borgarljósum. „Vélarnar eru nú margar tölvustýrðar, með fjölmörgum innbyggðum saumum og bútasaums- sporum og í sumum er hægt að nota fleiri en einn þráð samtímis. Þær allra fullkomnustu eru með hugbúnað sem gefur óteljandi möguleika á bæði sporum, útsaumi og myndum, snertiskjá í lit og jafnvel íslenskar valmyndir. Þessar vélar notar fólk jafnt til nytja sem og tómstunda.“ Hún segir sókn og útrás hins íslenska fataiðnaðar, bæði í fata- eða textílhönnun, afar ánægjulega. „Það er mikil fjölgun í iðninni, bæði í hönnun og saumum. Það er að mörgu leyti af það sem áður var að dæt- urnar lærðu iðnina af mæðrum sínum eða mæðrum þeirra en konur hafa í gegnum tíðina verið ráðandi í faginu. Karlmönnunum fjölgar þó hægt en sígandi og er það gleðiefni. Framhalds- og iðnskólarnir hafa hins vegar að miklu leyti tekið við kennsluhlutverki eldri kynslóða og staðið sig þar mjög vel. Á meðal ungs fólks er áhuginn mikill fyrir námi í textíl og hönnun enda sameinar starf í þeim geira margt það sem eftirsóknarvert þykir eins og að geta verið sjálfs síns herra, haft sveigjanlegan vinnutíma og síðast en ekki síst verið í skapandi vinnu. Nýju sauma- og útsaumsvélarnar gera saumaskapinn auðveldari og flestir ættu að geta eignast slíkan vélbúnað því verðið er hagstætt og sjaldnast hindrun fyrir þá sem vilja hefja sinn eigin atvinnurekstur.“ Nýja Brother PR-600 útsaumsvélin frá Brother hentar að sögn Þórhildar einyrkjum og þeim sem vilja stunda atvinnurekstur á heim- ili sínu einstaklega vel. „Hún er kröftug og býr yfir sömu tækni og iðnaðarútsaumsvélar en er mjög auð- veld í notkun. Brother PR-600 er með sex nálum og sjálfvirkum litaskipti en vélin er tölvustýrð og allar aðgerðir eru framkvæmdar með fingrum á snerti- skjá. Henni fylgja fjölmörg mynstur og bókstafir en einnig er hægt að kaupa aukalega sérstakan hugbúnað til þess að búa til ný mynstur. Vélin er svo fyrirferðarlítil að hún kemst fyrir hvar sem er og hægt er að fara með hana hvert sem er,“ segir Þór- hildur sem sjálf er þaulreynd saumakona og segir að enginn þurfi að hræðast tölvutæknina í saumaskapnum. „Hann verður aðeins skemmtilegri fyrir vikið og tæknin gefur óþrjótandi möguleika, líka fyrir þá sem sauma aðeins sér til gamans.“ PFAFF-BORGARLJÓS Snilldartækni í saumaskap Nýja Brother PR- 600 útsaumsvélin frá Brother hentar einyrkjum eða þeim sem vilja hefja atvinnu- rekstur á heimili sínu einstaklega vel. Þórhildur Gunnarsdóttir, sölustjóri hjá Pfaff-Borgarljósum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.