Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2005, Qupperneq 147

Frjáls verslun - 01.05.2005, Qupperneq 147
KVIKMYNDIR Í öðrum hluta höfum við svo einu heiðarlegu lögguna í Sin City, John Hartigan (Bruce Willis), sem sér feril sinn á enda- stöð og fylgjumst við með honum síðasta daginn í vinnunni við að bjarga 11 ára gamalli stúlku úr klónum á morðsjúkum syni öld- ungardeildarþingmanns. Ekki fer betur en svo að hann er dæmdur í fangelsi fyrir barnsránið. Þegar hann sleppur út tekur á móti honum stúlkan sem orðin er að hinni glæsilegu Nancy (Jessica Alba). Í þriðja hlutanum höfum við einkaspæjarann Dwight (Clive Owen), sem er að reyna að gleyma fortíðinni, sem hvað eftir annað sækir á hann. Þegar spillt lögga er drepin tekur hann að sér að vernda ungar vændiskonur sem höfðu slysast til að drepa lögguna. Ásamt fögrum nætur- drottningum er hann á ferð um borgina með líkið af löggunni og með lögguna og mafíuna á hælunum. Fer ótroðnar slóðir Segja má að Robert Rodriguez sé tvöfaldur í roðinu þegar kemur að kvik- myndum. Hann er þekktur fyrir blóðugar spennumyndir á borð við El Mariachi, Desperado, From Dusk Till Dawn og Once Upon a Time in Mexico. Myndir sem engir foreldrar færu með börn sín á. Svo er hann öðrum þræði að gera myndir fyrir börn og þar heldur merki hans á lofti trílógían um njósnakrakkana Spy-kids, en þær myndir eru enn sem komið er vinsælustu kvik- myndirnar sem Rodriguez hefur gert. Og þegar þessar línur eru skrifaðar er verið að frumsýna vestan hafs The Adventures of Shark Boy & Lava Girl in 3-D, sem hann leikstýrir. Er sú kvik- mynd í anda Spy-kids kvikmynd- anna og segir frá ímyndaðri hetju ungs drengs. Hetjan lifnar við og leiðir unga drenginn í mikil ævintýri. Hugmyndina fékk Rodriguez hjá syni sínum Racer og eru þeir feðgar skráðir fyrir handritinu. Og þá má að lokum geta þess að Rodriguez er þegar farinn að undirbúa Sin City 2, sem hann áætlar að frumsýna 2007 og er jafnvel hugmyndin að gera Sin City 3. Rodriguez segir að allt frá því hann las fyrstu Sin City bókina árið 1992 hafi hann haft hug á að gera kvikmynd eftir þeim: „Það var þó ekki fyrr en ég hafði komist að þeirri niðurstöðu að ég vildi ekki gera kvikmynd sem væri gerð eftir teiknimyndasög- unni Sin City heldur vildi ég gera kvikmynd sem yrði að teikni- myndasögunni Sin City.“ Robert Rodriguez og Frank Miller við tökur á Sin City. F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 147 Árlega birtir bandaríska kvikmyndatímaritið lista yfir valdamestu einstaklingana í Hollywood, svokallaðan „Power List“. Unnið er eftir þeirri formúlu að sá sé valdamestur sem sýnir mestan gróða af kvikmyndum sínum og framtíðarspár geri ráð fyrir áframhaldandi velgengni. Þegar á heildina er litið eru ein- staklingarnir á listanum ekki þekktir í augum þeirra sem fylgj- ast með í fjarlægð, heldur eru þetta þeir sem stjórna bak við tjöldin, veita kvikmyndafyrirtækj- unum forystu. Nokkrir þekktir einstaklingar eru þó sjáanlegir og tveir þeirra skipa efstu sætin, Peter Jackson og Steven Spielberg. Í næstu sætum eru forstjórar og stjórnarformenn. Það sem vekur mesta athygli er að í efsta sæti er Nýsjálend- ingurinn Peter Jackson, sem sjaldan stígur fæti sínum á götur í Hollywood. Hann var í sjötta sæti í fyrra og styrkur hans er að mestu að þakka gengi Lord of the Rings trílógíunnar, en saman- lagðar brúttótekjur af myndunum eru 3 milljarðar dollara. Þá er spá um afkomu hans á þessu ári ekki slæm, en kvikmynd hans, King Kong, er sögð munu keppa við síðustu Star Wars myndina um mestu vinsældir á árinu. Og það er til marks um styrk hans að hann fær 20 milljón dollara fyrir að leikstýra King Kong, sem er hæsta upphæð sem nokkur leikstjóri hefur fengið, auk þess sem hann fær 20% af ágóðanum af myndinni. Peter Jackson er valdamestur í Hollywood Ein vinsælasta kvikmynd ársins 1972 var The Poseidon Adventure, sem fjallaði um farþega og áhöfn á skemmtiferðaskipi sem þurfa að berjast fyrir lífi sínu þegar skipið lendir í stórsjó. Með aðalhlutverkin fóru Gene Hackman og Ernest Borgnine. Sex árum síðar var gerð framhaldsmynd, Beyond the Poseidon Adventure, sem þótti léleg, þrátt fyrir að stórstjörnurnar Michael Caine og Sally Field væru í fram- varðasveit þekktra leikara. Myndirnar voru gerðar eftir samnefndri skáldsögu Paul Gallico. Nú hefur rykið verið dustað af skáldsögunni, ekki af einum aðila heldur tveimur. Síðar á þessu ári verður sýnd tveggja hluta sjónvarpsmynd sem gerð er eftir sögunni. Þar eru í aðalhlutverkum Adam Baldwin, Steve Guttenberg og Bryan Brown. Og þá hefur verið staðfest að stórmyndaleikstjórinn Wolfgang Pet- ersen (Air Force One, Troy) er byrjaður að undirbúa tökur á The Poseidon Adventure og er áætlað að frumsýna myndina á næsta ári. Verður um mjög dýra kvikmynd að ræða. Í aðalhlutverkum eru Kurt Russell, Emmy Rossum og Richard Dreyfuss. Peter Jackson ræður ferðinni í Hollywood. POSEIDON ÆVINTÝRIÐ ENDURGERT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.