Frjáls verslun - 01.05.2005, Page 148
148 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5
ÚR EINU Í ANNAÐ
TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR
MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl.
„Höfuðin hafa verið táknmynd meðvitundarinnar, þekkingarinnar, þess íhugula
og mannlegra hugsana.“
Myndlist:
TÁKNMYND MEÐ-
VITUNDARINNAR
Höfuð sem svífur. Ró. Friður. Eldrauður friður.
Vignir Jóhannsson myndlistarmaður á
heiðurinn af þessu málverki. Höfuð eru oft
í aðalhlutverki í málverkum hans. Svífandi
höfuð.
„Höfuðin hafa verið táknmynd meðvit-
undarinnar, þekkingarinnar, þess íhugula og
mannlegra hugsana.“
Form og litir í verkum Vignis fóru að
mýkjast upp úr 1987. Þá bjó hann á svæði
indíána í Nýju Mexíkó og segist hafa orðið
fyrir áhrifum frá þeim varðandi huglæg áhrif
litar, forma og tíma. Þess má geta að hann
sýndi málmskálar og bogaform fyrst hér á
landi árið 1990.
„Mér finnst ég alls ekki vera búinn að
úttala mig um þessi mikilvægu atriði eins
og tímann, umhverfið og mannshugann.
Tíminn er okkur æ verðmætari og við
það fer maður út í heimspekilegar vanga-
veltur um gerð, lögun og framvindu hans.
Skálarnar og sporöskjulagaðir pollarnir sem
ég hef verið að vinna með og kalla „tíma-
polla“ eru tengdir flæði tímans eins og flæði
vatnsins sem skilur eftir sig polla.“
Vignir kýs að nota fáa liti í hverja mynd
og hefur þá „ákveðna, bjarta og hreina“.
Vignir Jóhannsson, myndlistarmaður.
Stóllinn Wave sem Peter Maly hannaði.
Hönnun:
ÁHRIF ÖLDUNNAR
Hinn heimsþekkti arkitekt
Peter Maly sat einhverju sinni
við vatn og sá öldurnar bærast.
Hugmyndaflugið tók við sér. Í
kjölfarið hannaði hann þennan stól,
Wave (alda), sem er eins og alda í
laginu. Hann er jafnframt einstak-
lega stílhreinn og nútímalegur. Það
ku vera þægilegt að sitja í stólnum
en ítalska fyrirtækið Tonon fram-
leiðir hann.
Stóllinn fæst í versluninni Exó.
Wave-stólar með leðri hafa verið
vinsælir en stólinn er einnig hægt
að fá með margs konar áklæði.
Hægt er að fá stólinn með tvenns
konar fótum. Þá er Wave fram-
leiddur sem stakur stóll, borðstofu-
stóll og barstóll.