Frjáls verslun - 01.05.2005, Síða 150
150 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5
ÚR EINU Í ANNAÐ
„Það er erfitt að kveða upp úr
um eitt uppáhaldsvín vegna þess
að við drekkum vín við mismun-
andi tilefni og aðstæður,“ segir
Geir A. Gunnlaugsson, fram-
kvæmdastjóri Sæplasts. „Ég er
almennt mjög hrifinn af ítölskum
vínum og vel þau oft þegar ég
fer út að borða. Ég held mikið
upp á vín frá Sikiley, t.d. Planeta
la Secreta sem er gott hvers-
dagsvín, bragðmikið, berjaríkt
og kryddað. Þá verð ég að við-
urkenna ákveðinn veikleika fyrir
áströlskum vínum. Þar get ég
nefnt Barossa Shiraz frá Peter
Lehman sem er mikið vín, mjúkt
og með miklu berjabragði.
Ef ég á að segja hvað er
uppáhaldsvínið mitt í dag þá
er það eflaust Tignanello frá
Antinori sem er einstakt vín frá
Toscana. Þetta er göfugt vín
með silkimjúku tannín, mjög
ljúft og gott, töluvert kryddað
og með ákveðnu bragði af
reyktum viði. Þetta er vín sem
maður drekkur einungis við sér-
stök tilefni.“
Geir er í vínklúbbi sem hitt-
ist á um sex vikna millibili.
„Við fáum yfirleitt einhvern sem
þekkir til vína frá ákveðnu svæði
til að leiða okkur í gegnum
smökkun. Þetta er hjónaklúbbur
og því er ekki að neita að það
er betra að báðir aðilarnir hafi
áhuga á góðum vínum ef ætlunin
er að hafa vínsmökkun að áhuga-
máli.“
Vilborg Lofts, starfsmannastjóri
hjá Íslandsbanka, segist klæðast
sígildum fatnaði með sportlegu
ívafi í vinnunni.
„Ég er oftast í svörtum buxum
og bol og jökkum í mismunandi
litum s.s. svörtum, brúnum eða
drapplituðum. Á sumrin reyni ég
að vera í bjartari litum. Nýlega
keypti ég bæði hvítan jakka og
annan mjög skæran í þessum
eplagræna lit sem er áberandi
núna. Þá er ég oft með grófa
skartgripi sem vinkona mín,
Halla Bogadóttir gullsmiður,
smíðar.“
Vilborg segir að þegar hún sé
komin heim fari hún oftast í galla-
buxur og bol.
„Ég spái ekki mikið í föt en
mér finnst skipta máli að fötin
séu þægileg og úr góðum efnum.
Ég verð að vera í alveg sérstöku
skapi þegar ég kaupi föt og ég
hef tekið eftir því að mér gengur
best að kaupa föt þegar ég kem
fersk og full af orku úr leikfimi.“
Hún segir að klæðaburðurinn
í vinnunni skipti máli. „Hann
skapar ákveðna ímynd.“
Uppáhaldsvínið:
HRIFINN AF ÍTÖLSKUM VÍNUM
Stíll stjórnandans:
SÍGILDUR MEÐ SPORTLEGU ÍVAFI
Vilborg Lofts: „Ég er oftast í svörtum buxum og bol og jökkum í
mismunandi litum.
Geir A. Gunnlaugsson: „Ég er almennt mjög hrifinn af ítölskum vínum
og vel þau oft þegar ég fer út að borða.“