Frjáls verslun - 01.02.2006, Blaðsíða 16
FRÉTTIR
16 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6
Lysing_Klæðskerasnið_210X275MM
H
in
rik
P
ét
ur
ss
on
l
w
w
w
.m
m
ed
ia
.is
/h
ip
Klæðskerasniðnar lausnir
Fjármögnun í takt við þínar þarfir
Suðurlandsbraut 22
108 Reykjavík
Sími 540 1500 Fax 540 1505
www.lysing.is
“fia› er metna›ur okkar a› veita ávallt
klæ›skerasni›na rá›gjöf í bland vi›
persónulega fljónustu sem byggir á sérflekkingu
okkar í fjármögnun atvinnutækja. Vi› sní›um
fjármögnun í takt vi› flarfir hvers og eins, enda
vitum vi› a› hver vi›skiptavinur okkar er
einstakur.“
Arnar Snær Kárason
Rá›gjafi, Fjármögnun atvinnutækja
Ostwald Helgason er nýtt
tískumerki sem var kynnt
í fyrsta sinn á tískuviku
í París nýlega, í sjálfum
Rendez-Vous sýningar-
salnum innan um þekkt
merki ungra hönnuða eins
og Eley Kishimoto og
Peter Jensen og rótgróin
merki eins og Fred Perry.
Susanne Ostwald og
Ingvar Helgason hanna
í sameiningu föt og
fylgihluti undir nafninu
Ostwald Helgason. Í París
var hausttískan 2006 á
dagskrá.
Grunnhugmyndin í línu
þeirra Susanne og Ingvars
er ballettheimurinn eins
og hann birtist í verkum
Rússneska ballettsins
í París á 3. áratugnum
- sterkir litir og hugmynda-
auðgi.
Það voru ekki síst
skartgripir þeirra, unnir
upp úr ljósmyndun og
prentaðir á efni, sem
drógu að sér athygli kaup-
enda og blaðamanna
en skartgripamyndirnar
gengu einnig í gegnum
sjálf fötin.
Þau Susanne og Ingvar
kynntust í London þar
sem þau unnu bæði hjá
Marjan Pejoski, einum
af uppáhaldshönnuðum
Bjarkar eins og svanakjóll
Marjans fyrir Björk er gott
dæmi um. Susanne stund-
aði hönnunarnám í Halle
í Þýskalandi, en vann hjá
Marjan í um ár í London
sem hluta af náminu.
Ingvar var framleiðslu-
stjóri hjá Marjan en lærði
áður hönnun og sniðagerð
í Danmörku auk þess sem
hann vann um tíma í París
hjá Sigrúnu Úlfarsdóttur
hönnuði.
Línan sem þau Sus-
anne og Ingvar kynntu
núna er kennd við þekkta
ballettkvikmynd, „Rauðu
skóna“, frá 1948. Þau
ætla að halda sig við
ballettinnblásturinn á
næstunni þar sem þau
hafa áhuga á að fylgja
eftir hvernig veita má list-
rænum hugmyndum inn í
fatahönnun. Þó þau séu
almennt áhugasöm um
listir þá eru fötin um leið
klæðileg og stílhrein.
Á tískuvikunni í París
voru það búðir í París,
New York, Tokýó, Hong
Kong og Dubaí sem
sýndu áhuga á fötum og
fylgihlutum frá Ostwald
Helgason.
Ostwald Helgason
hefur bækistöðvar í
London. Nánari upplýs-
ingar má fá hjá Ingvari í
síma +44 (0) 7742 987
002 eða info@ostwald-
helgason.com. Myndir af
fötunum má sjá á www.
ostwaldhelgason.com.
Nýtt, hálf-íslenskt tískumerki:
Ostwald Helgason
M
Y
N
D
IR
:
©
A
N
D
R
E
A
S
B
A
R
TS
C
H
2
00
6
Grunnhugmyndin í línu þeirra Susanne og Ingvars er ballettheimurinn. Skartgripir setja svip á línuna.
Línan sem þau Susanne og Ingvar kynntu í París er
kennd við þekkta ballettkvikmynd, „Rauðu skóna“.