Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2006, Blaðsíða 98

Frjáls verslun - 01.02.2006, Blaðsíða 98
98 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 SUMARHÚS KYNNING Stórhöfða 33 • 110 Reykjavík • Sími: 577-4100 • Fax: 577-4101 GSM: 898-0860 • Netfang: a l tak@altak. is • www.altak. is Álklæðning er skynsamleg framtíðarlausn. Ekkert viðhald. Margar gerðir og litir. Álklæðningar Fegurð, mýkt, ending B A Z O O K A /2 0 0 5 V iðhaldslaust hús, svo ekki sé talað um viðhaldslausan sumar-bústað, er draumur sérhvers fasteignaeiganda. Með tilkomu álklæðningar, sem rutt hefur sér til rúms í viðhaldskerfi okkar Íslendinga undanfarin ár, má reikna með stórfelldum breyt- ingum á viðhaldi húseigna, enda hafa rannsóknir á vegum Rann- sóknastofnunar byggingariðnaðarins sýnt að tæring áls er minni en nokkurs annars málms. Álið hentar því íslenskum aðstæðum mjög vel auk þess sem endingartími þess er vel yfir 30 ár ef rétt er staðið að uppsetn- ingu að sögn Magnúsar Ólafssonar, framkvæmda- stjóra Áltaks, Stórhöfða 33. Áltak hefur umboð fyrir Alcan (Novelis) sem er annar stærsti álframleiðandi í heimi og framleiðir einhverjar bestu álklæðningar sem völ er á í öllum þykktum og af öllum gerðum. Álklæðningarnar sem Áltak flytur inn eru framleiddar í Þýskalandi og henta fyrir einbýlishús, raðhús, fjölbýlishús og sumarbústaði. Einn af kostum klæðningarinnar er hversu auðvelt er að klæða með áli og forma það og svo er líka hægt að vinna verkið allan ársins hring, hvort sem er í frosti eða ofankomu. Hentugt er að klæða eldri hús, illa farin af steypuskemmdum, með áli til að koma í veg fyrir áframhaldandi skemmdir. Oft er þá gripið tækifærið og húsið einangrað í leiðinni, en það lækkar hita- kostnað um 50%. Sérstök undirgrind úr áli er sett undir klæðning- una til að koma í veg fyrir spennu milli grindar og klæðningar en það lengir líftíma hennar. Undirgrindin skapar auk þess rými fyrir einangrun og loftun. Undirkerfin eru hönnuð með hreyfingu í huga svo klæðningin endist mun lengur og heldur bæði formi og lögun. Þegar nýbyggingar eru álklæddar er venja að einangra þær að utan og rétt er að hafa í huga að hvorki þarf að mála né múra undir klæðninguna og við það sparast mikið. Sparnaðurinn sem fylgir álklæðningunni felst ekki síður í að allt viðhald verður í lágmarki og við það sparast ekki aðeins peningar heldur einnig tími sem er dýrmætur í augum margra og þá ekki síst sumarbústaðaeigenda sem vilja geta notið sveitasælunnar. Lakkhúðin upplistast ekki Alcan-álklæðningin er með litaðri lakkhúð og fæst í ótalmörgum litum. Miklu skiptir að lakkhúðin sé vönduð og því notar Alcan eingöngu PVDF- eða polyester-lakkhúð. PVDF-lakkhúðin er með sérstakri vörn gegn sólar- ljósi svo að hún upplitast ekki. Það er mikill kostur t.d. ef skipta þarf um plötu af ófyrirséðum ástæðum, kannski mörgum árum eftir að húsið var klætt. Ál á þakið Ekki má gleyma því að fleira þarf að klæða en húsveggina. Þökin skipta líka máli og Áltak býður upp á þakklæðningar sem unnar eru úr sama áli og utanhúsklæðningarnar. Líftími þakefnis úr áli er lengri en líftími bárujárns, enda ryðgar álið ekki og sólarljósið skemmir ekki lakkhúðina svo ekki þarf að mála þakið aftur og aftur sem sparar vissulega mikinn tíma. Ál hentar því ekki bara á hús í bæ og borg heldur líka á sumarhúsin vítt og breitt um landið. Áltak er með sýning- arsal í húsakynnum sínum að Stórhöfða 33 og þar er hægt að skoða vörurnar sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða. ÁLTAK: Líftími álklæðninganna er lengri en annarra klæðninga Þetta hús á Álftanesi er klætt með Alcan-álklæðningu.Sumarbústaður með áli á þaki. Starfsmenn Áltaks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.