Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2006, Blaðsíða 88

Frjáls verslun - 01.02.2006, Blaðsíða 88
88 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 SUMARHÚS KYNNING Húsasmiðjan flytur nú inn verksmiðjuframleidd hús frá danska fyrirtækinu Danhaus í Esbjerg á Jótlandi. Húsin henta einstaklega vel sem sumarhús en einnig er hægt að fá einbýlishús á einni, einni og hálfri og tveimur hæðum. Sumarhúsin frá Danhaus eru minnst 95 fermetrar að flatarmáli en fyrirtækið framleiðir hús allt upp í rúma 220 fer- metra að stærð. Danhaus-húsin eru timburklædd að utan en einnig er hægt að klæða þau með múrsteini sem er mjög vinsælt víða erlendis. Páll Emil Beck, ráðgjafi og sölumaður, segir að Danhaus hafi upphaflega framleitt hús fyrir þýskan markað og eru það mikil meðmæli með húsunum þar sem Þjóðverjar eru sérlega kröfuharðir þegar kemur að húsum og húsbyggingum. Þá má geta þess að Danhaus fékk á síðasta ári Byggesocietetets Gyldne Söm, Gyllta naglann, sem er viðurkenning fyrir hágæðaframleiðslu sem sérstaklega er ætluð erlendum mark- aði. Húsin frá Danhaus eru úr sænskum viði sem kemur beint frá sög- unarmyllum í Norður-Svíþjóð. Eftir að timbrið hefur verið tekið í hús í verksmiðjunni í Danmörku fer það ekki þaðan út aftur óvarið og er húseiningunum meira að segja hlaðið í gáma innan dyra. Veggir koma í heilu lagi, timburklæddir utan, fulleinangraðir og gifs- klæddir innan, með gluggum og dyrum. Allt er fullfrágengið og ekki annað eftir en að mála inn- og milliveggi eftir að þeim hefur verið komið fyrir. Gifsið, sem notað er, er svokallað harðgifs (Fermacell) sem gefur betri hljóðeinangrun en venjulegar gifsplötur auk þess sem bæði er hægt að negla í það og skrúfa. Vilji menn panelklæða veggi er sáraeinfalt að hefta panel á gifsið, en Páll segir að nú sé æ algengara að menn máli veggi nýrra sumarbústaða. Allar innihurðir fylgja húsunum en hins vegar hvorki innréttingar né gólfefni. Húsið rís á „augnabliki“ Uppsetningartími Dan- haus-húsanna er ótrúlega stuttur. Þannig tekur það tvo menn ekki nema 16 klst. að reisa 95-105 fermetra hús en viku að fullklára húsið.Undir því er steyptur sökkull og steypt gólfplata. Ofan á hana leggja menn gólfefni að eigin ósk og flestir velja að leggja hita í gólfin. Loftin koma með einangrun en eftir er að klæða þau og áður en það er gert er gengið frá lögnum að loftljósum. Í veggjum eru raflagnir sem borað er inn í til að koma fyrir innstungum og rofum. Hjá Danhaus vinna sex arkitektar við að hanna húsin og laga þau að óskum viðskiptavina. Húsin sem hingað koma eru byggð eftir stöðluðum teikningum en hægt er að fá 6 mismunandi útfærslur á þeim eða hanna ný hús ef samið væri um kaup á a.m.k. 10 húsum í einu. Þeir sem vilja kynna sér Danhaus-húsin, hvort heldur sem er einbýlishús eða sumarbústaði, geta farið inn á heimasíðu Danhaus, www.danhaus.dk, eða leitað upplýsinga í Húsasmiðjunni. Fimm hús eru nú í framleiðslu fyrir Íslendinga og koma tvö þau fyrstu í maí og hin þrjú nokkru síðar en afgreiðslufrestur er að jafnaði um fimm mánuðir. Danhaus -einingahúsin eru í hæsta gæðaflokki Páll Emil Beck, ráðgjafi og sölumaður hjá Húsasmiðjunni. Danhaus-sumarbústaður í smíðum. Hér er Danhaus-raðhús sem væri vel til þess fallið að nota sem mótel. HÚSASMIÐJAN: Húsin frá Danhaus henta jafnt sem sumarbústaðir eða einbýlishús í þéttbýli og þau fást í ýmsum stærðum og með margbreytilegu fyrir- komulagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.