Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2006, Page 52

Frjáls verslun - 01.02.2006, Page 52
52 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 530 5700 www.hollin.is Hjólbarðahöllin Fellsmúla 24 · 108 ReykjavíkRéttarhálsi 2 · 110 Reykjavík Gúmmívinnustofan www.gvs.is 587 5588 327C 18"/20" EMR 360C 16"/17"/18" 348BM 18" 635C 17"/18" EMR 310 C 17"/18" EMR 429AM 18"/19" 347C 16"/17"/18" 415C 16"/18" 220BM 17" 635BM 18"/20" Vorið er komið. Nú þegar dagurinn lengist er kominn tími álfelganna. Bíllinn tekur miklum breytingum með nýjum felgum. - Hann gjörsamlega skiptir um ham! Hvaða felgur henta bílnum þínum? Komdu við hjá okkur og skoðaðu það nýjasta í felgum. Fagmenn okkar veita þér ráðgjöf í vali á felgum fyrir bílinn þinn. - Við erum fagmenn í felgum! 324C 17"/18" F R É T T A S K Ý R I N G - S P A R I S J Ó Ð U R H A F N A R F J A R Ð A R Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segir Frjálsri verslun aðspurður að engar greiðslur hafi runnið í gegn hjá sér og engin skjöl verið í sinni vörslu um viðskipti með stofnfjárbréf í SPH. Greiðslurnar hafi farið í gegnum lögmanna- stofuna Lögmenn Laugardal, stofu Karls Georgs Sigurbjörnssonar, hæstaréttarlögmanns. Sigurður segist ekki hafa gerst milliliður milli kaupenda og seljenda og að hann hafi ekki verið kallaður til yfirheyrslu. Hann staðfestir að hann hafi sjálfur haft samband við tvo skráða eigendur stofnfjárbréfa, þá Eggert Ísaksson og Einar Þorgils- son, og keypt af þeim fjögur stofnfjárbréf. Hann hafi útbúið skjöl vegna þessara viðskipta sjálfur og sömuleiðis greitt fyrir bréfin sjálfur. Sigurður er spurður nánar um störf lögmanna í þágu við- skiptaaðila og umfangsmikinn fréttaflutning Morgunblaðsins nýlega af þeim málum: „Þetta eru allt hefðbundin lögmannsstörf. Það þarf að athuga rétt afsal, skjöl og undirskriftir. Um vörslureikninga lögmanna gilda mjög strangar reglur og um trúnaðarskyldu lögmanna gilda sérstök lög. Fjármálaeftirlitið og Morgun- blaðið hafa misst sig í þessu máli. Þessir aðilar gera sér ekki grein fyrir því að það ríkir frelsi í viðskiptum á Íslandi. Fjármálaeftirlitið á ekki að stýra því hverjir mega selja og kaupa eignir og eignahluti.“ - Hvað með frumvarpið til laga um breytingar á heimildum laga um opinbert eftirlit með fjármála- starfsemi? „Fjármálaeftirlitið hefur óskað eftir auknum heimildum frá Alþingi til að hrella frekar Sparisjóð Hafnarfjarðar. Viðskiptaráðherrann virðist ætla að koma því í gegnum þingið á mettíma. Þessi lög breyta engu um trúnaðarskyldu lögmanna.“ Hefur stofnast virkur eignarhlutur í SPH? „Um langt árabil fram til aðalfundarins í apríl 2005 var aðeins einn virkur 100% eignarhlutur í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Einn maður fór með hlutinn, því aðrir í hópi ábyrgðarmanna voru áhrifalausir. Enda allir komnir þangað inn meira og minna fyrir hans orð. Þetta var og er svo fámennur hópur að engin leið er að koma saman 5 mönnum á lista og öðrum 5 sem með- mælendum án þess að þeir 10 af 47 séu yfir því hlutfalli sem áskilið er í 40. grein laga um fjármálafyrirtæki. Nú eru þeir 31 svo þetta er enn erfiðara.“ eftirlitsins og efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra snúist í raun um að kanna það. Það hefur komið fram að A. Holding, dótturfélag Baugs Group, hafi lagt fram 1,9 milljarða króna inn á reikning lögmannastofunnar Lögmenn Laugardal til þess að ávaxta fjármuni sína. En lögmanna- stofan, en þar er Karl Georg Sigurbjörnsson lögmaður, hefur haft milligöngu um viðskipti með stofnfé í SPH. Í viðtali Morgunblaðsins hinn 4. mars sl. við Stefán Hilmarsson, stjórnarmann í A. Holding, segir hann að ekkert sé ólöglegt við að leggja fram fé til að fjármagna kaupin og að engir af forráða- mönnum A. Holding hefðu verið kallaðir í skýrslutöku hjá Fjármála- eftirlitinu. Lögmaður bauð 67% stofnfjár í SPH til kaups Þá hefur það komið fram í fréttum að Fjármálaeftirlitið hafi fengið þær upplýsingar sl. haust við rannsókn á viðskiptum með stofnfjár- bréf í Sparisjóði Hafnarfjarðar að lögmaður á vegum lögmannastof- unnar Lögmenn Laugardal hafi í september sl. boðið sparisjóði til kaups 67% stofnfjár í SPH. Að mati Fjármálaeftirlitsins hafði lögmaður Lögmanna Laugar- dals talið sig geta boðið til sölu, ekki einungis hluta stofnfjár sem félli undir að vera virkur eignarhlutur í skilningi 40. gr. laga um fjármálafyrirtæki, heldur meirihluta stofnfjár í Sparisjóði Hafnar- fjarðar. Jón Auðunn Jónsson lögmaður var kjörinn stjórnaformaður Sparisjóðs Hafnarfjarðar á aðalfundinum 21. febrúar sl. Jón Auð- unn hefur sagt í fjölmiðlum að stjórnin hafi ekki markað neina stefnu varðandi breytingu á starfsemi sjóðsins. Stjórn SPH væri hins vegar opin fyrir því að gera breytingar og að það eina sem hann sæi fyrir sér væri að sameina Sparisjóð Hafnarfjarðar ein- hverjum öðrum sparisjóði. Auðvelt er að leggja út af þessum orðum Jóns Auðuns: Að sagan af átökum og eftirmálum um stjórn og eigið fé Sparisjóðs Hafnar- fjarðar sé hluti af miklu stærri sögu þar sem barist er um áhrif, völd og eignarhald á íslenskum sparisjóðum. SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON: „FRUMVARP TIL AÐ HRELLA SPH“ Sigurður G. Guðjónsson hæsta- réttarlögmaður. VIÐTAL: JÓNAS GUNNAR EINARSSON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.