Frjáls verslun - 01.02.2006, Blaðsíða 35
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 35
D A G B Ó K I N
Skeljungur til Fons.
1. mars
Skeljungur
aftur til Fons
Það er óhætt að segja að fyrir-
tæki gangi kaupum og sölum og
fólki finnist sem kaupahéðnar
séu að spila matador. Frægt
varð þegar Fons keypti Skelj-
ung af Kaupþingi banka í byrjun
ársins 2004 en seldi hann til
Haga síðar á árinu. En viti menn;
þennan dag var tilkynnt að Fons
væri búið að kaupa Skeljung
aftur af Högum.
2. mars
Allt vitlaust
á Húsavík
Það varð allt vitlaust af fögnuðu
á Húsavík þegar skýrt var frá því
í New York að Alcoa hefði valið
Bakka við Húsavík undir næsta
álver sitt hérlendis. Sigurinn er
samt ekki alveg í höfn. Um var
að ræða samkomulag á milli
íslenskra stjórnvalda og Alcoa
um ítarlega könnun þess á hag-
kvæmni þess að reist verði 250
þúsund tonna álver á Bakka. Mik-
ill fögnuður braust út á Húsavík,
en ekki voru allir eins kátir með
þessa undirritun því lögreglan
varð að skerast í leikinn og
fjarlægja háværa mótmælendur
með valdi út af skrifstofu Alcoa
við Suðurlandsbraut. Þá eru ábú-
endur á Bakka ekki jafnhrifnir af
Alcoa og Húsvíkingar - og vilja
nýta jörðina og svæðið fyrst og
fremst undir landbúnað.
7. mars
KB banki selur hlut
sinn í Baugi
Kaupþing banki seldi afganginn
af hlut sínum í Baugi Group,
8,75%, þennan dag. Bankinn
tók þátt í endurskipulagningu
Baugs í kjölfar þess að félagið
var afskráð úr Kauphöll Íslands
og eignaðist á þeim tíma um
20% hlut í félaginu. Í desember á
árinu 2004 seldi bankinn rúm 8%
til félags í eigu Kevin Stanford,
Sigurðar Bollasonar og Magn-
úsar Ármann. Eftir stóðu þá tæp
12%. Einhverja smáskammta
hefur bankinn augljóslega selt í
millitíðinni. Kaupendur að 8,75%
hlutnum voru Gaumur og Eignar-
haldsfélagið ISP. Innleystur hagn-
aður vegna sölunnar nam um 3,3
milljörðum króna.
Ingibjörg Pálmadóttir, eigandi
Eignarhaldsfélagsins ISP.
7. mars
Viðskiptahallinn
164 milljarðar
Viðskiptahallinn var samtals
164,1 milljarður króna á árinu
2005, eða rúmlega 16% af vergri
landsframleiðslu samanborið við
85,3 milljarða króna árið áður.
Útflutningur vöru og þjónustu var
12,6% meiri á árinu 2005 og inn-
flutningur var um 38,2% meiri en
á fyrra ári.
Samkvæmt Seðlabankanum
voru fjármagnshreyfingar miklar
á árinu 2005
og nam hreint
fjárinnstreymi til
landsins 178,2
milljörðum króna.
Fjárinnstreymið
skýrist að
stærstum hluta
af skuldabréfaút-
gáfu innlendra
banka í útlöndum og lántökum
fyrirtækja til fjárfestinga erlendis.
Bein fjárfesting innlendra
aðila í útlöndum var 421,3 millj-
arðar króna á árinu 2005 og
fjárútstreymi vegna kaupa Íslend-
inga á erlendum verðbréfum nam
210,9 milljörðum króna. Þá var
mikið fjárútstreymi vegna ann-
arrar eignamyndunar í útlöndum,
einkum aukinna innistæðna
og útlána innlendra banka til
erlendra lánþega.
9. mars
Bauhaus og Byko
Það hefur víst ekki farið fram hjá
neinum að fulltrúi þýsku bygginga-
vöruverslanakeðjunnar Bauhaus
hafa beint spjótum sínum að
Byko og vænt fyrirtækið um að
það hafi gert allt til þess að
koma í veg fyrir að Bauhaus
fengi lóð á höfuðborgarsvæðinu
og kæmist inn á markaðinn.
Það fór að lokum svo að
borgarráð gaf Bauhaus vilyrði
fyrir langþráðri lóð við rætur Úlf-
arsfells.
9. mars
BJÖRGÓLFUR Í 350. SÆTI FORBES
Björgólfur Thor Björgólfsson
er ríkasti Íslendingurinn.
Hann er í 350. sæti á nýjum
lista bandaríska tímarits-
ins Forbes yfir 500 ríkustu
menn heims. Á síðasta ári
var hann í 488. sæti listans.
Hann er eini Íslendingurinn
sem hefur komist inn á
þennan lista. Forbes telur
að eignir Björgólfs nemi 2,2
milljörðum Bandaríkjadala
eða um 154 milljörðum
króna. Það er mikil eigna-
aukning hjá honum því í
fyrra mat tímaritið eignir
hans á 1,4 milljarða Banda-
ríkjadala.
Bill Gates, stofnandi
Microsoft, er ríkasti maður
heims 12. árið í röð. Auður
hans hefur aukist milli ára og
er metinn 50 milljarða Banda-
ríkjadala.
Bandaríski kaupsýslu-
maðurinn Warren Buffett,
stjórnarformaður Berkshire
Hathaway, er áfram í 2. sæti
en eignir hans minnkuðu um
2 milljónir Bandaríkjadala
og eru metnar á 42 millarða
dala.
Björgólfur Thor Björgólfsson.Bill Gates, stofnandi Microsoft.
Davíð Odds-
son seðla-
bankastjóri.