Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2006, Síða 35

Frjáls verslun - 01.02.2006, Síða 35
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 35 D A G B Ó K I N Skeljungur til Fons. 1. mars Skeljungur aftur til Fons Það er óhætt að segja að fyrir- tæki gangi kaupum og sölum og fólki finnist sem kaupahéðnar séu að spila matador. Frægt varð þegar Fons keypti Skelj- ung af Kaupþingi banka í byrjun ársins 2004 en seldi hann til Haga síðar á árinu. En viti menn; þennan dag var tilkynnt að Fons væri búið að kaupa Skeljung aftur af Högum. 2. mars Allt vitlaust á Húsavík Það varð allt vitlaust af fögnuðu á Húsavík þegar skýrt var frá því í New York að Alcoa hefði valið Bakka við Húsavík undir næsta álver sitt hérlendis. Sigurinn er samt ekki alveg í höfn. Um var að ræða samkomulag á milli íslenskra stjórnvalda og Alcoa um ítarlega könnun þess á hag- kvæmni þess að reist verði 250 þúsund tonna álver á Bakka. Mik- ill fögnuður braust út á Húsavík, en ekki voru allir eins kátir með þessa undirritun því lögreglan varð að skerast í leikinn og fjarlægja háværa mótmælendur með valdi út af skrifstofu Alcoa við Suðurlandsbraut. Þá eru ábú- endur á Bakka ekki jafnhrifnir af Alcoa og Húsvíkingar - og vilja nýta jörðina og svæðið fyrst og fremst undir landbúnað. 7. mars KB banki selur hlut sinn í Baugi Kaupþing banki seldi afganginn af hlut sínum í Baugi Group, 8,75%, þennan dag. Bankinn tók þátt í endurskipulagningu Baugs í kjölfar þess að félagið var afskráð úr Kauphöll Íslands og eignaðist á þeim tíma um 20% hlut í félaginu. Í desember á árinu 2004 seldi bankinn rúm 8% til félags í eigu Kevin Stanford, Sigurðar Bollasonar og Magn- úsar Ármann. Eftir stóðu þá tæp 12%. Einhverja smáskammta hefur bankinn augljóslega selt í millitíðinni. Kaupendur að 8,75% hlutnum voru Gaumur og Eignar- haldsfélagið ISP. Innleystur hagn- aður vegna sölunnar nam um 3,3 milljörðum króna. Ingibjörg Pálmadóttir, eigandi Eignarhaldsfélagsins ISP. 7. mars Viðskiptahallinn 164 milljarðar Viðskiptahallinn var samtals 164,1 milljarður króna á árinu 2005, eða rúmlega 16% af vergri landsframleiðslu samanborið við 85,3 milljarða króna árið áður. Útflutningur vöru og þjónustu var 12,6% meiri á árinu 2005 og inn- flutningur var um 38,2% meiri en á fyrra ári. Samkvæmt Seðlabankanum voru fjármagnshreyfingar miklar á árinu 2005 og nam hreint fjárinnstreymi til landsins 178,2 milljörðum króna. Fjárinnstreymið skýrist að stærstum hluta af skuldabréfaút- gáfu innlendra banka í útlöndum og lántökum fyrirtækja til fjárfestinga erlendis. Bein fjárfesting innlendra aðila í útlöndum var 421,3 millj- arðar króna á árinu 2005 og fjárútstreymi vegna kaupa Íslend- inga á erlendum verðbréfum nam 210,9 milljörðum króna. Þá var mikið fjárútstreymi vegna ann- arrar eignamyndunar í útlöndum, einkum aukinna innistæðna og útlána innlendra banka til erlendra lánþega. 9. mars Bauhaus og Byko Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum að fulltrúi þýsku bygginga- vöruverslanakeðjunnar Bauhaus hafa beint spjótum sínum að Byko og vænt fyrirtækið um að það hafi gert allt til þess að koma í veg fyrir að Bauhaus fengi lóð á höfuðborgarsvæðinu og kæmist inn á markaðinn. Það fór að lokum svo að borgarráð gaf Bauhaus vilyrði fyrir langþráðri lóð við rætur Úlf- arsfells. 9. mars BJÖRGÓLFUR Í 350. SÆTI FORBES Björgólfur Thor Björgólfsson er ríkasti Íslendingurinn. Hann er í 350. sæti á nýjum lista bandaríska tímarits- ins Forbes yfir 500 ríkustu menn heims. Á síðasta ári var hann í 488. sæti listans. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur komist inn á þennan lista. Forbes telur að eignir Björgólfs nemi 2,2 milljörðum Bandaríkjadala eða um 154 milljörðum króna. Það er mikil eigna- aukning hjá honum því í fyrra mat tímaritið eignir hans á 1,4 milljarða Banda- ríkjadala. Bill Gates, stofnandi Microsoft, er ríkasti maður heims 12. árið í röð. Auður hans hefur aukist milli ára og er metinn 50 milljarða Banda- ríkjadala. Bandaríski kaupsýslu- maðurinn Warren Buffett, stjórnarformaður Berkshire Hathaway, er áfram í 2. sæti en eignir hans minnkuðu um 2 milljónir Bandaríkjadala og eru metnar á 42 millarða dala. Björgólfur Thor Björgólfsson.Bill Gates, stofnandi Microsoft. Davíð Odds- son seðla- bankastjóri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.