Frjáls verslun - 01.02.2006, Blaðsíða 60
60 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6
BÍLAR
MERCEDES BENZ M-CLASS:
Með sjö gíra
sjálfskiptingu
Mercedes Benz M-Class
er oft kallaður „Benz-
jeppinn“ til hægðarauka.
Þetta er vel búinn bíll,
þægilegur og rúmgóður.
Sítengt aldrif með stöðug-
leikastýringu og spólvörn
gerir M-Class benzinn
að fjölhæfu farartæki þó
farið sé út af alfaraleiðum.
Þar að auki er hægt að
fá „off road“ pakka með
val um hátt og lágt drif,
og þá er loftfjöðrun með
í kaupunum með stillan-
legri aksturshæð. Val er
um fjórar vélar, 190 til
306 hö, og nú er M-Class
með sjö gíra sjálfskiptingu
með þeim öllum, stjórnað
með litlum sprota á stýr-
islegg eða með hnöppum
á stýrinu. Verðbilið er frá
kr. 5.990.000 upp í kr.
8.250.000.
PORSCHE CAYENNE:
Veghæð frá
16 upp í 27 sm
Porsche Cayenne ber sterkan keim af framleiðanda
sínum, sem þekktur er fyrir bíla með mikla aksturs-
hæfni, vandaðan búnað og sérkennandi útlit. Val
er um þrjár vélar, 250 til 450 ha (500 með orku-
pakka fyrir C. Turbo), allar með 6 gíra sjálfskiptingu,
hálf-sjálfskiptingu eða handskiptingu. Veghæð er
stillanleg frá 16 sm upp í 27 sm og einnig er hægt
að stilla stífleika fjöðrunar eftir því sem hentar,
með loftpúðum ofan á gormunum, sem er hluti af
PSM stöðugleikastýringu Porsche. Cayenne er með
sítengt aldrif með rafeindastýrt millidrif og sjálfvirka
átaksmiðlun, val um hátt og lágt drif. Verðið byrjar í
kr. 5.630.000.