Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2006, Side 118

Frjáls verslun - 01.02.2006, Side 118
118 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 Uppáhaldsborgin: ALGJÖR BRJÁLSEMI Las Vegas er uppá- haldsborg Benedikts Eyjólfssonar, fram- kvæmdastjóra Bíla- búðar Benna. Þangað hefur hann farið fimm sinnum - en segir að það sé nóg að koma þangað tvisvar til þrisvar sinnum. „Borgin er svo brjálæðisleg. Þetta er algjör klikkun. Auð- vitað er gaman að sjá gleðina og mannmergðina. Borgin er misskilin. Þessu fylgir ákveðin stemmning. Og gleði.“ Las Vegas er fræg fyrir ljósaskiltin og segist Benedikt hafa heyrt að í borg- inni sé skipt um 100.000 ljósaperur á sólarhring. „Hótel- herbergin í borginni eru yfir 100.000.“ Benedikt bendir á að mörg hótel séu með ákveðið þema. „Á Exclibur-hótelinu eru t.d. allir starfs- menn í „Prince Valiant búningum“, á MGM Grand-hótelinu eru allir í Dis- ney-búningum og inni á Venetian- hótelinu eru gondólar og síki. Á Paris Las Vegas-hótelinu er m.a. eftirlíking af Eiffel-turninum og á New York-hótelinu er eftirlíking af Empire-state byggingunni. Þetta er gerviheimur. Ævintýri. Það passar að 12 ára krakkar fari í Disney- land en fólk um fertugt fari til Las Vegas. Ég ráðlegg öllum að fara að minnsta kosti einu sinni á ævinni til Las Vegas.“ ÚR EINU Í ANNAÐ Sjórinn hefur alltaf heillað Soffíu Sigurgeirs- dóttur, markaðsstjóra Netbankans, og hún vildi kynnast honum betur. Hún lærði að kafa við Fiji-eyjar árið 1991 og fékk öll rétt- indi í kjölfarið. Hún hefur eingöngu kafað í útlöndum; í Miðjarðarhafinu, Kyrrahafinu, Rauðahafinu og Karíbahafinu. Hún segir sjóinn vera allt öðruvísi en fólk heldur. „Skynjunin á veruleikann er allt önnur. Fyrstu viðbrögð mín voru „VÁ“. Þetta er stór- kostlegt. Litirnir eru svo magnaðir og áferðin á öllu svo ólík því sem maður hafði vanist. Ég hef aldrei séð jafnmikla litadýrð og flóru af fiskum og jafnmögnuð rif eins og í Kyrrahaf- inu. Þau eru hvít og þverhnípt.“ Hún sér sjóinn með öðrum augum en áður en hún byrjaði að kafa. „Ég ber mikla virðingu fyrir sjónum. Hann er eins og blátt silki sem umvefur mann þegar hann er falleg- astur. Þetta er eins og að vakna í draumi. Þetta er ekki líkt þeirri veröld sem ég þekki daglega.“ Soffía hefur rekist á nokkrar hákarlateg- undir. „Hjartað í mér hætti einu sinni að slá þegar ég sá eitthvað skyggja á sólina. Þetta var hamarhákarl sem svamlaði beint fyrir ofan mig og fleiri kafara. Við vorum kyrr í nokkrar mínútur, sem voru eins og nokkrir klukkutímar, á meðan hákarlinn synti í hringi fyrir ofan okkur. Einn úr hópnum var búinn með súrefnið og deildum við súrefni.“ Köfun: SJÓRINN EINS OG BLÁTT SILKI „Ég ber mikla virðingu fyrir sjónum,“ segir Soffía sem hefur kafað í Miðjarðarhafinu, Kyrrahafinu... „Ég ráðlegg öllum að fara að minnsta kosti einu sinni á ævinni til Las Vegas.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.