Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2006, Blaðsíða 69

Frjáls verslun - 01.02.2006, Blaðsíða 69
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 69 E L L E R T V I G F Ú S S O N Í N Æ R M Y N D ert út í þróunarvinnu í rækjuvinnslu fyrir Japansmarkað í samvinnu við japanskan kunningja sinn og Þormóð ramma á Siglu- firði. Að sögn Ellerts gekk verkefnið ekki upp í þeirri mynd sem það var og því gripið til þess ráðs að fá inn nýtt hlutafé og flytja vinnsluna til Taílands. Árið 1999 stofn- aði hann ásamt öðrum til rækjuvinnslu í Taílandi undir nafninu Sjóvík ehf. Á þeim tíma var hann með annan fótinn á Taílandi til að fylgjast með fyrirtækinu. Verkefnið gekk vel og fljótlega var farið út í vinnslu á Kyrrahafsþorski sem gekk einnig mjög vel og að sögn Ellerts óx fyrirtækið hratt í framhaldi af því. Árið 2002 færði Sjóvík svo út kvíarnar og hóf vinnslu í Kína. Sjóvík þróaðist mjög hratt á næstu árum. Ellert segir að í upphafi hafi þeir verið tveir sem unnu hjá fyrirtækinu en að verksmiðj- urnar hafi stækkað hratt og á skömmum tíma voru þeir komnir með fjörutíu fasta starfsmenn í Asíu fyrir utan nokkuð hund- ruð manns sem unnu hjá þeim sem verk- takar. Auk þess eru þeir í dag í samstarfi um línubátaútgerð við Suður-Kóreumenn og Rússa. Að sögn Ellerts fylgja þeir nú orðið afurðinni allt frá frumvinnslu að borði neytandans. Haustið 2004 keypti Sjó vík svo Iceland Seafood af SÍF og um áramótin 2004 og 2005 hófust viðræður við Sölu- miðstöðina Icelandic sem enduðu með sam- einingu 1. júlí 2005. Starf Ellerts í dag felst í því að halda utan um starfsemi fyrirtækisins í Asíu bæði hvað varðar viðskipti með fisk og hráefnisöflun fyrir vinnsluna. Að hans sögn rekur fyrirtækið sex vinnslustöðvar í Kína og tvær í Taílandi. Auk þess sér fyrirtækið um sölu á framleiðslunni á Ameríkumarkað og Evrópumarkað. Jón Kristjánsson, vara- Gísli I. Þorsteinsson, fyrrverandi sam- starfsmaður í Víkingasveitinni, þekkti Ellert vel þegar þeir voru í lögreglunni. Hann segir að þeir hafi oft farið saman á lundaveiði á þessum árum og að veiði- hugur Ellert lýsi honum kannski best. „Hann er mikill veiðimaður og hreinlega tapar sér þegar hann er kominn í veiði- hug. Þetta er eins og Dr. Jekyll og Mr. Hyde, slíkur er ákafinn, hann missir allt tímaskyn og verður ekki svangur heilu dagana. Einu sinni sem oftar vorum við úti í Bjarnarey að háfa lunda og það var feikilega mikið flug. Elli situr og háfar en ég leysi úr. Á staðnum þar sem við vorum er frekar gott sæti eins og það er kallað, en maður er þó ekki nema rúma tvö metra frá þverhníptri bjargbrún- inni og þaðan er hengiflug niður í sjó. Brúninni hallar aðeins fram og maður er ekkert að tipla þar að óþörfu. Stundum gerist það í veiðinni að maður telur sig vera kominn með lunda í háfinn og dregur hann að sér, en fuglinn losar sig rétt áður en maður nær höndum á honum. Ég sit fyrir aftan Ella og hann er orðin ægilega heitur og sveittur af veið- inni og svo sleppur fugl úr háfinum og flögrar í átt að brúninni og virðist ætla að sleppa. Elli var markmaður í hand- bolta á þessum tíma og ég get svarið það að hann skutlaði sér á eftir fuglinum eins og hann væri að verja bolta. Hann grípur lundann um það leyti sem hann er að flögra fram af brúninni. Þá var Elli kominn með axlirnar fram að brúninni og átti í mestu vandræðum með að klóra sig aftur upp á bergið með annarri hend- inni því í hinni hélt hann á lundanum og ætlaði aldeilis ekki að sleppa honum hvað sem það kostaði.“ Dr. Jekyll and Mr. Hyde formaður í stjórn Icelandic Group, segir að Ellert sé mikill dugnaðarforkur og vaði í hlutina af miklum krafti. „Ég stríði honum stundum á því að hann sé ofvirkur og ég er viss um að hann sefur með opin augun til að missa ekki af neinu.“ Ellert segir að víða sé að finna nýja mark- aði og í Bandaríkjunum sé gríðarlegur mark- aður sé fyrir fisk og fiskafurðir. „Fiskneysla í Bandaríkjunum hefur verið að aukast að undanförnu, m.a. vegna heilsuátaks. Við buðum hópi bandarískra viðskiptavina hingað til lands í sambandi við „Food and Fun“-hátíðina og að okkar mati tókst það mjög vel. Svona kynningar treysta böndin á milli manna og auðvelda samskipti og ég er viss um að mörg ný tækifæri eiga eftir að koma í kjölfarið.“ Sígandi lukka best Þegar Ellert er spurður hvort umræðan um fuglaflensu undanfarið sé líkleg til að auka eftirspurn eftir fiski segir hann að það geti vel verið, en alltaf sé erfitt að spá um framtíðina. „Við höfum ekki orðið sérstaklega varir við aukna neyslu vegna umræðu um fuglaflensu og teljum ómögulegt að spá því hvað muni gerast í þeim efnum. Ég tel að öll svona vandræði í tengslum við matvæla- iðnaðinn, hvort sem það er kúariða eða fuglaflensa, sé slæm fyrir iðnaðinn í heild. Og því fer fjarri að við, sem störfum í fiskiðnaði, séum að hrópa húrra yfir fuglaflensunni. Slík áföll skekkja stöðuna, ákveðið jafnvægi á markaði er æskilegast og sígandi lukka er alltaf best að mínu mati.“ Nafn: Ellert Vigfússon. Fæddur: 10. júní 1955. Maki: Jóhanna Sigríður Njálsdóttir. Börn: Kristín Valgerður, 24 ára, og Elín Þóra, 16 ára. Menntun: Stúdentspróf, próf úr Lögregluskólanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.