Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2006, Blaðsíða 104

Frjáls verslun - 01.02.2006, Blaðsíða 104
104 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 SUMARHÚS KYNNING ������������������� �������������������� ��������������������� ���������������������������������������������������������������������������� ���������������������������������������������������� ������������� ������������������������������������������������������������������������������� � ������������������������� Óvenjugóður vetur hefur valdið því að löngunin til að hressa upp á garðinn eða umhverfi sumarbústaðarins er löngu vöknuð. Falleg steina- eða hellulögn, ljós í steinsúlum og blómaker setja vissulega svip á umhverfið og allt þetta og meira til má fá hjá MEST í Reykjavík, sem einnig er með starfstöðvar í Hafnarfirði, á Selfossi og Reyðarfirði. „Það má skipta starfsvettvangi MEST í þrennt,“ segir Þórður Birgir Bogason forstjóri. „Við seljum almennar byggingarvörur, seljum og önnumst þjón- ustu við vélar og búnað, framleiðum steypu, hellur og garðeiningar til húsbygginga og lóðarframkvæmda. Vöruframboð okkar er allt frá fyrstu skóflustungu að fallegri lóð en við höfum ekki komið að innrétt- ingu hússins. Vöruúrvalið hjá MEST er mikið og öfl- ugt vöruþróunarteymi vinnur stöðugt að nýsköpun. Ennfremur bjóðum við viðskiptavinum að njóta leiðbeininga landslagsarkitektanna Stanislas Bohic og Einars Jónssonar við skipulag garðsins.“ Mikil vöruþróun og fjölbreytt úrval Þórður segir að MEST leggi mikla áherslu á vöruþróun og fylgist vel með nýjungum erlendis svo viðskiptavinir MEST fái að njóta þess besta sem í boði er hverju sinni og nefnir sem dæmi nýjar útfærslur á frágangi í kringum sorpskýli sem hafa verið fábrotnar og lítið spennandi til þessa. MEST framleiðir mikinn fjölda af garðsteinum og hellum og hægt að fá margs konar steyptar einingar með ljósum sem prýða umhverfi sitt. Helluúrvalið er margbreytilegt; t.d. er boðið upp á sér- unnar hellur með gamaldags útliti sem eru þó jafnsterkar og aðrar hellur og henta þær vel vilji fólk fá sérstakan svip á garðinn eða umhverfi bústaðarins. Hellurnar frá MEST eru með því sterkasta sem gerist í heiminum í dag og þola margra ára ánauð bíla og þungra véla svo ekki sé minnst á umhleypingasama, íslenska veðráttu. Auk hellna er hægt að fá gangstíga eða bíla- plön með sérstakri skrautsteypu en þá er mynstur stimplað í yfirborðið. Það hefur m.a. þann kost fram yfir hellurnar að þegar fram í sækir vex gróður þar ekki eins og milli þeirra en hann er þyrnir í augum margra. Verktökum veitt þjónusta og ráðgjöf „MEST veitir þeim þjónustu sem sinna garðvinnu því að hjá okkur geta bæði verktakar og einstaklingar leigt allar nauð- synlegar vélar. Oftast vilja viðskiptavinir okkar fá fagmenn til hellulagnanna og við getum haft milli- göngu með það. Í þessu sambandi má heldur ekki gleyma ráðgjöf landslagsarkitektanna Stanislas og Einars sem veitt er að kostnaðarlausu öllum þeim sem við okkur versla.“ Mikið er af sumarbústaðalöndum á Suðurlandi og MEST er með starfstöð á Selfossi og nú er í ráði að þar geti menn einnig fengið ráðgjöf á sumrin þegar þeir skreppa úr bústaðnum til að kaupa hellur og steina í gangstíg eða stétt sem er ekki síður hentugt en trépallar. Afgreiðslutími MEST er tveir dagar en oft á tíðum er hann styttri því vörustýring mið- ast við stuttan afhend- ingartíma á vinsælum vörum. MEST rekur einnig heimkeyrslu- þjónustu sem ekur með hellur og steina til kaupenda. MEST: Allt í garðinn heima og sumarbústaðalandið Katrín sölustjóri á fallegri stétt. Þórður forstjóri við hlaðinn brunn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.