Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2006, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.02.2006, Blaðsíða 45
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 45 utan félagssvæðisins er hugsunin e.t.v. frekar að eiga í fyrir- tækjum í ákveðinn tíma og endurselja síðan. Það má því segja að það sé blæbrigðamunur á því hvort við erum að fjárfesta á heimaslóðum eða annars staðar þegar litið er á hvernig við viljum fá arðinn úr fjárfestingunum. Hjá Upphafi er litið til þess að setja fjármuni í útfærslu viðskiptahugmynda á frumstigi eða til verkefna sem eru að hefjast eða komin skammt á veg. Við gerum tiltölulega strangar kröfur og markmiðið er að þessi verkefni skili arði, en við gerum okkur ljóst að áhætta í nýsköpunarverkefnum er mikil. Verkefni í þessum málaflokki krefjast oft þolinmæði og það getur stundum liðið langur tími áður en menn uppskera árangur af erfiði sínu. Við tökum á móti beiðnum sem bæði geta komið frá frumkvöðlum sem leita eftir stuðningi eða þeim sem eru að leita eftir hlutafé í fyrirtæki, sem þeir hafa trú á. Það er síðan okkar að vega og meta arðsemina og ákveða hvort við tökum þátt eða ekki.“ Bjarni getur þess að Upphaf hafi þegar átt þátt í að stofnað var hlutafélagið Plasteyri ehf., sem er að setja á stofn nýja verksmiðju til framleiðslu á plastumbúðum. Fyrstu afurðirnar verða frauðplastkassar undir fiskútflutning og ýmiss konar plastílát undir matvæli. „Þátttaka Upphafs í stofnun fyrirtæk- isins er liður í stefnu félagsins að auka fjölbreytni atvinnulífs í iðnaði á Akureyri og eru miklar vonir bundnar við fyrirtækið. Heildarfjárfestingin er 125 milljónir króna og á Upphaf ríflega helming í félaginu.“ Tækifærin liggja víða Bjarni Hafþór segir mikil tækifæri vera fyrir bæði félögin. „Við erum með töluverðan fjölda fyrirspurna og beiðna á borði okkar. Ef öllum beiðnum væri svarað játandi þá væri fjárfest- ingaþætti starfseminnar fljótlega lokið. Verkefnin falla, eins og gefur að skilja, misvel að fjárfestingastefnu okkar, sum höfða alls ekki til okkar á meðan önnur eru freistandi, en það tekur tíma að vinna úr öllum umsóknum og finna hentuga fjárfest- ingakosti. Við sem stöndum að Hildingi og Upphafi erum bjart- sýnir fyrir hönd félaganna og teljum okkur vel í stakk búna til að takast á við krefjandi og spennandi verkefni.“ Plasteyri er nýtt fyrirtæki á Akureyri, sem Upphaf á ríflega helming í. Myndin er tekin þegar stjórn og framkvæmdastjóri fyrirtækisins kynntu starf- semina, talið frá vinstri: Guðmundur B. Guðmundsson, Helgi Aðalsteinsson, Bjarni Hafþór Helgason og Hrafn Stefánsson framkvæmdastjóri. Hafnarstræti 91-95 • 600 Akureyri Sími: 4603400. Fax: 4603401. Nettföng: hildingur@hildingur.is • upphaf@upphaf.net Netsíður: www.hildingur.is • www.upphaf.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.