Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2006, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.02.2006, Blaðsíða 49
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 49 asar Á. Mathiesen setið í 40 ár sem „virkur meirihluti“ - án þess að Fjármálaeftirlitið hafi gert svo mikið sem eina athugasemd við það. Með öðrum orðum: Virkur meirihluti í 40 ár! Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar hefur sömuleiðis sagt að í spari- sjóði með aðeins 47 stofnfjáreigendur sé erfitt að bjóða fram lista 5 manna stjórnarmanna og fá auk þess 5 aðra stofnfjáreigendur til að mæla með listanum, eins og krafist er samkvæmt lögum, án þess að vangaveltur um „virkt eignarhald“ myndist sjálfkrafa. Það sé ekki gert ráð fyrir öðru en listakosningu og því þurfa 10 stofn- fjáreigendur í það minnsta að standa að framboði til stjórnar í spari- sjóði. Í ljósi þess að stofnfjáreigendur SPH voru aðeins 47 þá blasir við að stjórn skipuð 5 mönnum geti ekki annað en myndað virkan eignarhluta, þ.e.a.s. ef túlkun FME er lögð til grundvallar. Bendir byltingarstjórn SPH á að þessi staða hafi verið hjá SPH frá upphafi án þess að Fjármálaeftirlitið hafi nokkurn tíma gert athugasemdir þar um - fyrr en eftir aðalfundinn í fyrra. Hefur FME farið fram með bægslagangi? Mörgum finnst sem Fjármálaeftirlitið hafi farið með miklum bægslagangi í þessu máli og hafa undrast hörkuna í því, ekki síst þar sem fjörug stór- viðskipti hafa verið með stofnfé í öðrum sparisjóðum, og það séu viðskipti sem Fjár- málaeftirlátið hafi látið afskiptalaust. Flestir hallast að því að Matthías Á. Mathiesen hafi einfaldlega farið mikinn niðri í Fjármálaeftir- liti eftir að hann tapaði slagnum á aðalfund- inum og hamast af óvenjumikilli hörku í mál- inu. En aftur má spyrja hvort það hafi ekki einmitt verið hlutverk Matthíasar að koma grunsemdum sínum um „virkan eignarhlut“ til Fjármálaeftirlitsins. En ekki ræður Matthías Fjármálaeftirlitinu? Kenningin er sú að Páll Gunnar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hafi í fyrravor verið kominn með hugann við forstjórastarf Samkeppnis- eftirlitsins, og sett málið í gang vitandi að hann myndi ekki afgreiða það. Nýr forstjóri Fjármálaeftirlitsins, Jónas Fr. Jónsson, hafi svo erft þennan kaleik, og staðið frammi fyrir því að eftirlitið ætti erfitt með að komast frá því án þess að tapa virðingu - og því hafi færst aukin harka í það með komu Jónasar. Hér skal áréttað að aðeins er um kenningu að ræða, en þetta er engu að síður það sem menn ræða sín á milli. Hvers vegna var gerð bylting í SPH? En hvers vegna var byltingin gerð í Sparisjóði Hafnarfjarðar mið- vikudagskvöldið 20. apríl í fyrravor, að kvöldi síðasta vetrardags? Fullyrt er við Frjálsa verslun að margir stofnfjáreigendur hafi verið orðnir býsna þreyttir á ofríki og völdum Matthíasar innan sparisjóðsins án þess þó að þora að hreyfa legg eða lið. Þeim hafi fundist stofnfjárbréf SPH nánast verðlaus miðað við það sem uppi var á teningnum í öðrum sparisjóðum. Þá hafi ýmsir verið ósáttir við rekstrarárangur SPH og arðsemi undanfarin ár, ekki síst í sam- anburði við arðsemi banka og annarra fjármálafyrirtækja. Óróinn í SPH byrjaði að smita út frá sér þegar harðar umræður urðu í öllum stærstu sparisjóðum landsins haustið 2002 þegar SPRON-málið náði hámarki og verðmat komst á stofnfjárbréfin í SPRON með tilboði Búnaðarbankans í þau. Þar með fengu stofn- fjárbréfin í SPRON opinbert sölugengi. Kaupþing gerði svo tilboð undir lok ársins 2003 og þá var farið í að breyta lögunum í snatri. Auðvitað barst þessi umræða inn í aðra sparisjóði og stofnfjáreig- endur í þeim fóru að velta verðmæti stofnfjárbréfa sinna fyrir sér, þ.e. hvað þeir fengju umfram „uppreiknað nafnverð“. Sömuleiðis fór hin sígilda umræða af stað um það hver ætti sparisjóðina og hver ætti verðmætin sem fælust í muninum á markaðsverði sparisjóðanna og hinu uppreiknaða nafnverði stofn- fjárins. Þessi verðmæti hafa til þessa verið talin eign sparisjóðanna sjálfra. Þess vegna varð hún til hin fræga setning; að sparisjóðirnir ættu sig sjálfir. Að vísu á þessi „einskis manns eign“ að renna til líknar- og menningarmála verði sparisjóður leystur upp. Andstæðingar Matthíasar Andstæðingar Matthíasar Á. Mathiesen hafa vænt hann um að hafi haldið utan um stofn- fjárbréfin í SPH eins og þau væru hans eigin. Að hann hafi drottnað og útdeilt þessum bréfum eins og honum sýndist; til útvalinna. Hann hafi handvalið stofnfjáreigendur, fyrst og fremst eftir fjölskyldutengslum og vin- skap. Reglurnar um viðskipti með stofnfé í Sparisjóði Hafnarfjarðar hafa verið þær að stofnfjáreigandi hefur mátt selja stofnfjár- bréf sín á hvaða verði sem er og til hvers sem er, þó þannig að hann beri gjörninginn undir stjórn SPH til samþykktar. Stjórn sparisjóðs hefur þá skyldu að telji hún að það sé að myndast „virkur eignar- hlutur“ vísar hún viðskiptunum til Fjármálaeftirlitsins. Bylting í fyrravor og verðið rauk upp Það er fullyrt af andstæðingum Matthíasar að sala stofnfjárbréfa í Sparisjóði Hafnarfjarðar hafi í gegnum tíðina einungis verið frjáls í orði en ekki á borði. Það er sagt að hafi t.d. stofnfjáreigandi ætlað að selja stofnfjárbréf sín til einhvers utan sparisjóðsins hafi hann borið það undir stjórnina eins og lög sparisjóðsins kveða á um. En sá hængur hafi jafnan verið á að framsalið hafi strandað í stjórn- inni. Hins vegar hafi í framhaldinu komið tilboð frá stjórninni um að kaupa viðkomandi stofnfjárbréf og þau hafi síðan verið seld til útvalinna. Í þessum viðskiptum hafi ævinlega verið miðað við „uppreiknað nafnverð“ stofnfjárbréfanna sem var í lok síðasta árs 176 þúsund krónur bréfið. Eftir byltinguna í fyrravor rauk verð bréf- anna upp og markaðsverð hvers bréfs er núna komið í um 40 til 45 milljónir króna. Margir stofnfjáreigendur hafa augljóslega ávaxtað sitt pund vel í Hafnarfirði eftir að viðskipti urðu lífleg. F R É T T A S K Ý R I N G - S P A R I S J Ó Ð U R H A F N A R F J A R Ð A R Byltingarsinnar spyrja: Hvað með SPH undir stjórn Matthías- ar Á. Mathiesen í 40 ár þar sem venslamenn og vinir hans voru stofnfjáreigendur. Var þar virkur meirihluti í 40 ár án þess að Fjár- málaeftirlitið hafi gert svo mikið sem eina athugasemd við það?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.