Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2006, Blaðsíða 115

Frjáls verslun - 01.02.2006, Blaðsíða 115
mótum hefur hann sent frá sér fjórar kvikmyndir í fullri lengd, The Original Kings of Comedy, Bamboozled, 25th Hour og She Hate Me. Þrjár fyrstu fengu yfirleitt góðar viðtökur en litla aðsókn. Þá síðustu, She Hate Me, hökkuðu gagnrýnendur í sig og hvarf hún fljótt af sjónar- sviðinu. Í millitíðinni, frá því hann lauk við She Hate Me og hóf að gera Inside Man, leikstýrði hann einum hluta í All The Invisible Children, þar sem hann er í góðum félagsskap Emir Kusturica, Ridleys Scotts og fleiri. Er sú mynd í sjö hlutum og eru börn í aðalhlutverkum í öllum hlutunum. Óljós framtíð Það fer sjálfsagt eftir því hvernig Inside Man gengur hvað Spike Lee tekur sér næst fyrir hendur. Hann á sér draumaverkefni sem hann hefur lengi verið að glíma við en ekki tekist að fjármagna. Er það mynd um hafnaboltaleikarann Jackie Robinson og er aldrei að vita nema hann skelli sér í það verkefni ef Inside Man skilar honum miklum peningum. Þá hefur annar íþróttaviðburður lengi verið ofarlega í huga Lees, með kvikmynd í huga. Er það eitt mesta hnefa- leikaeinvígi sögunnar, milli Joe Louis og Max Schmeling, en mikil og dramatísk saga er í kringum það einvígi. Spike Lee sagði eitt sinn í viðtali að munurinn á persón- unum í Hollywoodmyndum og þeim sem hann fjallar um er að hans persónur eru raunverulegar. Hræddur er ég um að Lee verði að éta þessi orð ofan í sig, þar sem þær persónurnar sem mest koma við sögu í Inside Man eru, að því er virðist, staðlaðar Hollywoodpersónur. á fjórða tug síðustu aldar og segir frá tveimur einstaklingum sem deymir stóra drauma í Los Angeles. Towne er með annað leikstjórnarverkefni í burðarliðum, er það endurgerð The 39th Steps, sem Alfred Hitchcock leikstýrði 1935 og hefur oftar en einu sinni verið endurgerð. Góði hirðirinn Robert De Niro hefur aðeins leik- stýrt einni kvikmynd, The Bronx Tale (1992). Hann bætir um betur á þessu ári. Í desember verður frumsýnd The Good Shepherd sem hann leikstýrir. Hún gerist í seinni heimstyrjöldinni og segir frá James Wilson sem gengur til liðs við nýstofnaða leyniþjónustu, CIA. Hann er uppblásinn af föðurlands- ást og saklaus þegar kemur að svikum og prettum sem einkenna starfsemi leyniþjónustunnar. Í ljós kemur að það er ekki alltaf óvinur- inn sem er skotmarkið og veldur það honum miklum sálarkvölum. Hann missir þó ekki móðinn og verður einhver dyggasti fulltrúinn í CIA, en það kostar sitt. Matt Damon leikur njósnarann. Í öðrum hlutverkum eru Angelina Jolie, Robert De Niro, Joe Pesci og Alec Baldwin. Þegar De Niro hefur lokið við The Good Shepherd tekur við First Man, þar sem hann leikur milljónamæring sem hættir í við- skiptum til að geta einbeitt sér að kosningabaráttu eiginkonunnar, sem vill verða forseti Bandaríkj- anna. Meryl Streep leikur eigin- konuna. Apocalypto Um þessar mundir er Mel Gib- son að ljúka við að leikstýra Apocalypto í Veracruz í Mexíkó. Apocalypto er um margt sérstök kvikmynd og á það sameiginlegt með síðasta leikstjórnarverki Gib- sons, Passion of The Christ að ekki er töluð enska í myndinni, heldur er talað indíánamál sem Mayar töluðu fyrr á öldum og í öllum hlutverkum eru óþekktir leikarar. Myndin gerist á ófriðar- tímum og er spennandi ævintýra- mynd sem segir sögu af manni sem lendir í miklum hremmingum þegar hann verður viðskila við ættflokk sinn. Í lokin er það trú hans og ást á eiginkonunni sem er yfirsterkari öllum hremm- ingum. Í Veracruz var smíðuð gríðarmikil leikmynd sem innhélt meðal annars sex píramída í fullri stærð og fleira sem minnir á forna byggð indíána í Mexíkó. Mel Gibson hefur nú gefið sviðs- myndina mexíkóska ríkinu til varðveislu og vonast hann til að þar rísi þekkingarmiðstöð fyrir almenning um líf Maya-indíána. Spyrjið rykið Robert Towne er einn virtasti handritshöfundur í Hollywood og liggja eftir hann mörg stórvirk- inn á þeim vettvangi, má nefna Chinatown. Shampoo, The Firm og Mission Impossible I og II. Þá hefur hann löngum verið einn fremsti „læknir“ handrita sem þarf að lagfæra. Þrisvar sinnum hefur hann leikstýrt eigin hand- ritum og er þekktust Tequila Sunrise. Fjórða myndin sem hann skrifar handrit að og leikstýrir er Ask the Dust, sem nýbúið er að frumsýna vestan hafs. Um er að ræða dramatíska kvikmynd með Colin Farrell og Salma Hayek. Skrifar Towne handritið eftir samnefndri skáldsögu eftir John Fante, sem margir hafa kallað meistaraverk. Gerist myndin BÍÓMOLAR F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 115 Colin Farrell og Salma Hayek leika aðlhlutverkin í Ask the Dust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.