Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2006, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.02.2006, Blaðsíða 56
56 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 F R É T T A S K Ý R I N G - S P A R I S J Ó Ð U R H A F N A R F J A R Ð A R Orðrétt segir Sigurður G. í grein sinni í Morgunblaðinu: „Frestur til að skila framboðum sam- kvæmt samþykktum sjóðsins rann út á mið- nætti þann 17. apríl. Stjórn Sparisjóðs Hafn- arfjarðar hafði ekki gert neinar ráðstafanir til að taka við framboðum, eins og henni bar þó eðli máls samkvæmt. Reynt var að hafa samband við Fjármálaeftirlitið þó frí- dagur væri til þess að skerast í leik- inn. Það tókst ekki. Var því brugðið á það ráð að reyna að hitta stjórnar- menn Sparisjóðs Hafnarfjaðar á heimilum þeirra og láta þá kvitta fyrir móttöku fram- boðslista ásamt meðmæl- endalista. Stjórnarfor- maður sjóðsins, Matth- ías Á. Mathiesen, sagði þeim stofnfjár- eiganda, sem var í forsvari fyrir framboð- inu, að hann gæti komið einn og hitt sig; lögfræðinga úr Reykjavík þyrfti hann ekki að hitta og bætti því við að hann væri sjálfur hæstaréttarlög- maður. Engu að síður fórum við Karl ásamt skjólstæðingi okkar að heimili Matthíasar, lið- lega tíu að kvöldi þess 17. apríl, þar sem hann tók á móti framboðinu á náttfötunum í sudda utandyra. Á aðalfundi Sparisjóðs Hafnar- fjarðar kom það í ljós að sitjandi stjórn sjóðsins með Matthías Á. Mathiesen hæstaréttarlög- mann í forsæti hafði ekki lagt fram neinn lista með meðmælendum fyrir lok framboðsfrests heldur lét Matth- ías helstu stuðn- ingsmenn sína og þjóna ganga um fundarsalinn til að afla tilskilins fjölda meðmælenda. Matthías vildi jafnframt meina stofnfjáreigendum, sem voru með hið eina löglega framboð, að hafa með sér lögmenn til ráðgjafar. Taldi það andstætt reglum sjóðsins. Matthías Á. Mathiesen varð þó að láta í minni pok- ann varðandi þetta, eins og flest annað er laut að framkvæmd fundarins. Fór svo að lokum að enginn af lista stjórnar náði kjöri. En þá varð fjandinn laus. Matthías Á. Mathiesen yfirheyrði stofnfjáreigendur eftir fundinn og flutti Fjármálaeftirlitinu allar þær upplýsingar, sem hann gat haft upp úr stofnfjáreigendum. Fjármálaeftirlitið hóf þá að senda stofn- fjáreigendum bréf í gríð og erg og vildi upplýsingar um hvort þeir hefðu lofað að styðja lista nýrrar stjórnar, hvort þeir hefðu gert samninga um sölu stofnfjár, hvort þeir hefðu þegar selt, hvaða verð hefði fengist fyrir stofnfjárhluti og fleira í þessum dúr. Allt til að komast að raun um hvort virkur eignarhluti hefði myndast í Sparisjóði Hafn- arfjarðar fyrir aðalfundinn 20. apríl eða síðar.“ „Engu að síður fórum við Karl ásamt skjólstæðingi okkar að heimili Matthíasar, liðlega tíu að kvöldi þess 17. apríl, þar sem hann tók á móti framboðinu á náttföt- unum í sudda utandyra.“ „ER REFSIVERT AÐ STEYPA MATTHÍASI Á. MATHIESEN OG FÉLÖGUM AF VELDISSTÓLI?“ Í blaðagrein Sigurðar G. Guðjónssonar hæstaréttarlögmanns, sem birtist í Morgunblaðinu hinn 5. janúar sl., varpar hann fram eftirfarandi spurningu í fyrirsögn: Saga Sparisjóðs Hafnarfjarðar spannar heila öld. Hann var stofnaður árið 1902. Þeir sem fylltu hópinn sem gekk í persónu- lega ábyrgð fyrir skuldbindingum sjóðsins og allir þeir sem síðar urðu ábyrgðarmenn gengust allir sem einn undir það að fylgja samþykktum sparisjóðsins, m.a um þetta: „Ábyrgðarmenn mega ekki njóta neins ágóða af vara- sjóðnum.“ Hér var átt við ágóða af eigin fé sem þá var nefnt varasjóður. Hann var hugsaður til þess eins að auka vigt sparisjóðs- ins við lántökur á lægri vöxtum til endurlána og draga smám saman úr vægi þeirrar ábyrgðar sem á ábyrgðarmönnum hvíldi - og sem seinna varð alls engin eins og fram hefur komið. SPH VAR STOFNAÐUR 1902 Samþykktir stofnenda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.