Frjáls verslun - 01.02.2006, Blaðsíða 85
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 85
Bárujárns- og álklædd sumarhús spara viðhaldið
Til skamms tíma hafa sumarhús hér á landi verið viðar-
klædd jafnt utan sem innan. Ýmsir hafa talað um að
timbrinu fylgi nokkurt viðhald og nú eru farin að skjóta
upp kollinum hús sem klædd eru bárujárni. Með því má
segja að bárujárnið hafi fengið uppreisn æru en það hefur
stundum þótt minna á gamla daga þegar algengast var
að timburhús væru bárujárnsklædd.
Bárujárn og timbur Albína Thordarson arkitekt teiknað
fyrir nokkrum árum sumarhús fyrir Kennarasamband
Íslands og voru þau reist í Heiðarbyggð í nánd við Flúðir.
Þar valdi hún að klæða húsin að mestu með bárujárni en
þó er notað timbur á þeim stöðum þar sem fólk heldur sig
mest, í kringum inngang og verönd, enda ekki gaman að
koma við bárujárnið að sögn Albínu. Kennarabústaðirnir
eru 87 fermetra timburhús og lögð var áhersla á að velja
efnivið sem ekki myndi sjá mikið á, hvorki innan né utan,
og viðhald að utan yrði í lágmarki.
Að innan eru húsin viðarklædd en minna þó ekki á
hefðbundin, panilklædd sumarhús því að notaðar hafa
verið birkikrossviðarplötur á veggi og loft. Línóleumdúkur
er á gólfum herbergjanna en stofu- og eldhúsgólf er flísa-
lagt og sömuleiðis gangur og baðherbergi.
Læst álklæðning Til gamans má geta þess að faðir Albínu,
Sigvaldi Thordarson arkitekt, teiknaði fyrir fjórum áratugum
sumarhúsin í Ölfusborgum, austan Hveragerðis. Húsin þóttu
óvenjuleg í laginu í þá daga þegar flestir bústaðir voru kassa-
laga með hallandi þaki. En það sem meira var, Sigvaldi valdi
framúrstefnulega klæðningu utan á bústaðina, læsta álklæðn-
ingu sem er nánast viðhaldsfrí en líklega er ekkert efni algjör-
lega viðhaldsfrítt.
Kennarabústaður á Flúðum teiknaður af Albínu Thordarson.
Innveggir eru ekki klæddir hefðbundinni klæðningu.
M
Y
N
D
IR
:
LÁ
R
U
S
K
A
R
L
IN
G
A
S
O
N