Frjáls verslun - 01.02.2006, Blaðsíða 8
KYNNING8 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6
Hitaveita Suðurnesja hf. er í eigu sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Hafnarfjarðarbæjar, Sveitarfélagsins Árborgar, Vestmannaeyjabæjar og ríkissjóðs. Starf-
semi Hitaveitunnar er vinnsla og nýting jarðvarma og hvers
konar annarra orkuauðlinda, dreifing og sala raforku, orku-
gjafa og annarra afurða félagsins ásamt hverri þeirri starfsemi
annarri sem nýtt getur rannsóknir, þekkingu eða búnað félags-
ins. Einnig iðnþróun og nýsköpun af hverju tagi sem er ásamt
annarri viðskipta- og fjármálastarfsemi samkvæmt ákvörðun
stjórnar hverju sinni.
Fimm starfsstöðvar
Hitaveita Suðurnesja hf. er fjórða stærsta veitufyrirtæki lands-
ins með starfsstöðvar í Svartsengi, Njarðvík, Hafnarfirði,
Vestmannaeyjum og Árborg. Fyrirtækið hefur verið mjög fram-
arlega í tækniþróun og var eitt fyrsta fyrirtækið í heiminum til
að tvinna saman framleiðslu á heitu vatni og rafmagni úr gufu.
Forstjóri er Júlíus Jónsson:
„Okkar styrkur liggur í að við erum meðalstórt orkufyrirtæki
sem hefur alla tíð verið mjög skilvirkt og erum vel staðsettir
með auðlindir í næsta nágrenni. Við vorum með hagkvæmasta
kerfið og byggðum okkar eigin línur frá virkjununum, en með
nýju raforkulögunum er kerfi okkar gert upptækt. Við kusum
leigunámið frekar en eignarnámið, en það breytir því ekki að
við þurfum að borga í leigu mun hærra verð heldur en það
kostaði að reka kerfið áður.“
Friðrik Friðriksson er yfirmaður framleiðsludeildar Hitaveitu
Suðurnesja hf. og hann segir nýju raforkulögin breyta töluvert
rekstrinum: „Það jákvæða við lögin er að við getum virkjað og
selt án þess að spyrja Landsvirkjun um leyfi, auk þess sem
við getum sótt inn á stóra markaði sem við gátum ekki áður.
Þetta skapar tækifæri en á móti kemur aukinn kostnaður og
að aðrir geta sótt á okkur.“
Svartsengi
Hitaveita Suðurnesja hf. rekur orkuver í Svartsengi sem nýtir
um 240°C heitan jarðhitavökva, sem fenginn er úr borholum
allt að 2000 metra djúpum. Jarðhitavökvann er ekki unnt að
nota til beinnar upphitunar vegna seltu hans og hversu ríkur
hann er af uppleystum steinefnum. Vökvinn er því notaður til
Júlíus Jónsson, forstjóri
Hitaveitu Suðurnesja, við
starfsstöðina í Svartsengi.
Leiðandi fyrirtæki
í nýtingu jarðvarma
TEXTI: HILMAR KARLSSON • MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON ofl.
Hitaveita Suðurnesja hf.