Frjáls verslun - 01.02.2006, Blaðsíða 54
54 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6
STOFNFJÁREIGENDUR Á AÐALFUNDI 2005
Skráðir stofnfjáreigendur Sparisjóðs Hafnarfjarðar
Heimild: Fjarðarpósturinn 30. júní 2005
1. Albert Már Steingrímsson, framkvæmdastjóri
2. Ágúst Böðvarsson, bóksali
3. Árni Grétar Finnsson, hrl.
4. Árni M. Mathiesen, ráðherra
5. Birna Loftsdóttir, í Hval
6. Bjarni Jónasson, læknir
7. Bjarni Þórðarson, tryggingastærðfræðingur
8. Bragi Guðmundsson, læknir
9. Einar Þorgilsson, viðskiptafræðingur
10. Eggert Ísaksson, fv. bæjarfulltrúi
11. Eyjólfur Reynisson, meðstj., mágur Páls
12. Eyþór Júlíusson, málari
13. Finnur Árnason, forstjóri Haga
14. Gissur Guðmundsson, bæjarfulltrúi
15. Gunnhildur Sigurðardóttir, fv. hjúkrunarforstjóri
16. Helgi Vilhjálmsson, forstjóri
17. Hulda Sigurðardóttir, fv. aðstoðarskólastjóri
18. Hulda Ragnheiður Þórðardóttir, húsmóðir
19. Hörður Zóphaníasson, fv. bæjarfulltrúi
20. Ingimar Haraldsson, fv. aðstoðarsparisjóðsstjóri
21. Ingólfur Flygenring, endurskoðandi
22. Ingvar Viktorsson, fv. bæjarfulltrúi
23. Jenný Ágústsdóttir, tannlæknir
24. Jóhann Guðmundsson, fv. forstöðum. hjá Eimskip
25. Jón Kr. Jóhannesson, skjalavörður SPH
26. Jón Gestur Viggósson, Tölvumiðstöð sparisjóðanna
27. Jónas Hallgrímsson, læknir
28. Jónas Reynisson, fv. sparisjóðsstjóri
29. Kristín Einarsdóttir, lyfjafræðingur
30. Margrét Geirsdóttir (Jóelssonar)
31. Margrét Halldórsdóttir (Sigurgeirssonar)
32. Matthías Á. Mathiesen, fv. stjórnarformaður
33. Páll Pálsson, Firði - verslunarmiðstöð
34. Sigrún Knútsdóttir, sjúkraþjálfari
35. Sigurbergur Sveinsson, forstjóri
36. Sigurður Bergsson, vélfræðingur
37. Sigurður Ívar Sigurjónsson, rafvirki
38. Sigurður Þórðarson, ríkisendurskoðandi
39. Snorri L. Kristinsson, rafmagnseftirlitsmaður
40. Sveinn Guðbjartsson, forstjóri
41. Trausti Ó. Lárusson, framkvæmdastjóri
42. Valgerður Guðmundsdóttir, fv. bæjarfulltrúi
43. Þorkell Júlíusson, málari
44. Þór Gunnarsson, fv. sparisjóðsstjóri
45. Kristinn Guðlaugsson, fv. starfsmaður SPH
46. Þórður R. Magnússon, framkvæmdastjóri
47. Þórður Sverrisson, forstjóri
Stofnfjárbréf í sparisjóðnum eru 93 talsins.
Þau voru í eigu stofnfjáreigendanna 47 á aðal-
fundinum í fyrra, en allir stofnfjáreigendur að
einum undanskildum áttu þá tvö stofnfjárbréf.
A lger umskipti hafa orðið í hópi skráðra stofnfjáreigenda frá bylt-
ingarfundinum í fyrra og ásjóna þeirra
hefur breyst verulega. Þeim hefur sömu-
leiðis fækkað úr 47 í 31. Áður voru þetta
þekktir einstaklingar í Hafnarfirði. Núna
eru þekktir fjárfestar og félög komin til
sögunnar og nokkrir þeirra hafa tengst
Baugi í fjárfestingum, bæði beint og
óbeint. Þarna má sjá fjárfesta eins og
Bygg (Gunnar og Gylfi), Haga, Fons,
Íslandsbanka, Sjóvá, Karen Millen, Kevin
Stanford, Saxhól (Nóatúnsfjölskyldan),
Sigurð Bollason og Magnús Ármann.
Margir hafa spurt sig að því hvort
þessi nöfn tákni ekki að það sé „Baugs-
ásjóna“ á stofnfjáreigendum í SPH. Líkt
og rætt hefur verið um það í viðskiptalíf-
inu að það sé KB banka-ásjóna á stofn-
fjáreigendum SPRON. Þá hefur hækkun
á verði bréfa í Sparisjóði vélstjóra fjór-
faldast og hvort sjóðurinn sé ekki með
MP Fjárfestingabanka-ásjónu.
Miðað við að markaðsverð stofnfjár-
bréfa í SPH sé núna um 45 milljónir
króna bréfið þá er markaðsverð allra
93 bréfanna tæpir 4,2 milljarðar. Hafi
flestir gömlu stofnfjáreigendanna selt
bréf sín á 20 til 25 milljónir bréfið þá
hefur umfang þeirra viðskipta verið um
2,0 milljarðar króna.
Það hefur komið fram í fréttum að A.
Holding, dótturfélags Baugs Group, hafi
lagt 1,9 milljarða króna inn á reikning
lögmannastofunnar Lögmenn Laugardal
til þess að ávaxta fjármuni sína. En lög-
mannastofan, en þar er Karl Georg Sig-
urbjörnsson lögmaður, hefur haft milli-
göngu um viðskipti með stofnfé í SPH.
Samanburður milli lista yfir skráða
stofnfjáreigendur á aðalfundi í fyrra og
lista frá sparisjóðnum dagsettum 10.
febrúar sl., sem birtist í Morgunblaðinu
föstudaginn 3. mars sl., sýnir að nánast
allir á fyrri listanum hafa selt stofnfjár-
bréf sín.
ER „BAUGS-ÁSJÓNA“
Á STONFJÁREIGENDUM?
S P A R I S J Ó Ð U R H A F N A R F J A R Ð A R FYRIR EFTIR
Finnur Árnason, forstjóri Haga. Stefán Hilmarsson, stjórnarmaður í
A. Holding, dótturfélagi Baugs.