Frjáls verslun - 01.02.2006, Blaðsíða 41
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 41
Samhæfð samskipti
„Við erum að færast úr gömlum heimi samskipta yfir í nýjan
og auðvitað miklu skemmtilegri,“ segir Valgerður Hrund Skúla-
dóttir, framkvæmdastjóri Sensa. „Áður var allt aðskilið þannig
að mynd, tal og gagnaflutningar fóru eftir aðskildum flutnings-
leiðum - en með IP-samskiptalausnum fara öll þessi gögn eftir
einni og sömu flutningsleiðinni. Samskiptamátinn er þegar orð-
inn mjög notendavænn því eldri lausnir styðja við þær nýju og
notandinn lendir því ekki í neinum vandræðum með að nýta
sér kerfið sem boðið er upp á.“
Sensa hefur tekið virkan þátt í að innleiða samskiptalausnir
í samstarfi við Cisco Systems, Tandberg og íslensk fyrirtæki.
Til kynningar og fræðslu hélt Sensa ráðstefnu
7. mars á Nordica Hotel undir yfirskriftinni
„Samhæfð samskipti“. Þar var farið ítarlega yfir
þær samskiptalausnir sem unnið hefur verið
að og komnar eru í framkvæmd. Ráðstefnan,
sem var afar fjölsótt, var ætluð stjórnendum og
starfsmönnum fyrirtækja sem hafa áhuga á að
kynnast því hvernig hægt er að nýta samþættar
lausnir til að auka framleiðni með aðstoð tækn-
innar.
Símnotkun einfaldast
Síminn er það tæki sem allir nota og notkun
síma hefur aukist gífurlega eftir að GSM-sím-
inn kom til sögunnar með öllum sínum mögu-
leikum, sem ekki sér fyrir endann á. IP-samskiptalausnir gjör-
bylta notkun símans. Valgerður tekur dæmi og bendir á að í
dag sé það svo að ekkert segi þeim sem hringir í GSM-síma
ef viðkomandi er upptekinn í öðrum síma. „En nútíma IP-sím-
kerfi bjóða meðal annars upp á þannig samþættingu að sá
sem hringir sér ef svo er. Það sama á við MSN-skilaboð! Þá
má einnig nefna að þegar unnið er innan veggja fyrirtækisins
eða heima með IP-símkerfi fara öll símtöl í gegnum fyrirtækis-
eða heimasímann, en um leið og viðkomandi bregður sér frá
fara öll símtölin í gegnum farsímann. Þetta er mikil hagræðing,
eins og gefur að skilja, og tæknin er ekki svo flókin. Það sem
þarf er að breyta hugsunarhættinum hvað varðar símkerfi -
samskiptamátinn er orðinn allt annar og möguleikarnir felast í
miklum hreyfanleika.“
Viðskiptalífið reiðubúið fyrir myndfundi
Á ráðstefnu Sensa var sjónum einnig beint að því hvernig
hljóð, mynd og gagnasamskipti eru nú loks að renna saman
í eina heild sem nýtist vel t.d. á myndfundum. Að sögn Val-
gerðar er viðskiptalífið nú reiðubúið að nýta myndfundi og
tengdar lausnir. „Slíkir fundir eru orðnir mikilvægur þáttur í
samskiptum. Fyrst nú eru komnar lausnir sem nýta að fullu
eiginleika netsins og gera fyrirtækjum m.a. kleift að eiga fjar-
fundi sín á milli yfir víðnet fyrirtækisins (IP) eða um Internetið.
Þessu til viðbótar kemur að myndsímar eru alltaf að batna og
myndfundir manna á milli, hvar sem er í heiminum, verða æ
algengari.“
Samskipti af þessum toga hafa íslensk
fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í mikilli útrás
á undanförnum árum, nýtt sér með góðum
árangri. Nefna má Landsbankann og KB-
banka sem báðir hafa tekið Tandberg-mynd-
fundalausnir í notkun á athafnasvæðum sínum
og nýtt sér þjónustu Sensa í þeim efnum.
Árangursríkt samstarf
Erlendir samstarfsaðilar Sensa eru Cisco
Systems og Tandberg. „Það er samstaða og
samstarf á milli þessara stóru fyrirtækja, og
Microsoft að auki, um að koma með góðar
lausnir á sviði samskipta,“ segir Valgerður.
„Cisco Systems gerir net- og símahlutann mögulegan og er
kerfið byggt upp á lausnum frá þeim. Tandberg leysir það sem
snýr að myndfundum, fjarfundum og streymi. Öll samþætting
við upplýsingakerfi fyrirtækja er svo að stærstum hluta frá
Microsoft. Þessi þrjú fyrirtæki vinna mikið saman við að sam-
hæfa þessa tækni og gera hana einfaldari fyrir notandann.
Við erum einnig í samstarfi við íslensk fyrirtæki eins og
Exton, Varmás og Hátækni. Þau vinna hvert á sínu sviði;
Exton er framarlega í hljóð- og myndlausnum, Varmás er í
tengdum lausnum fyrir fundi og fjarkennslu og Hátækni er það
fyrirtæki sem við vinnum með í sambandi við skjái. Hátækni er
auk þess með umboð fyrir Nokia sem vinnur við að samþætta
Nokia E-línuna og Nokia Business Center við IP-símkerfi frá
Cisco Systems svo eitthvað sé nefnt.“
Með árangursríku samstarfi við öll þessi fyrirtæki hefur Sensa
orðið leiðandi fyrirtæki á sínu sviði, fyrirtæki sem þegar hefur
fengið eftirsóttar viðurkenningar fyrir símalausnir og viðurkenn-
ingu fyrir bestan árangur í ánægjukönnun meðal viðskiptavina.
Myndfundir eru orðnir
mikilvægur þáttur í sam-
skiptum. Fyrst nú eru
komnar lausnir sem nýta
að fullu eiginleika Nets-
ins og gera fyrirtækjum
m.a. kleift að eiga fjar-
fundi sín á milli yfir
varanlegar gagnaleiðir
(IP) eða um Internetið.
Guðmundur Þór Jóhannsson sýnir viðskiptavini IP símalausnir frá
Sensa á ráðstefnunni á Nordica Hotel.
Lynghálsi 4 • 110 Reykjavík
Sími: 4141400
Netsíða: www.sensa.is