Frjáls verslun - 01.02.2006, Blaðsíða 71
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 71
Með eigin vöruþróun og stöðluðum viðskiptalausnum
Microsoft Navision, býður Maritech heildstæða lausn fyrir við-
skiptavini sína á Íslandi og erlendis.
25 prósent fjölgun viðskiptavina á ári
Maritech er með viðskiptavini úr flestum geirum íslensks við-
skiptalífs. Þeim má skipta í þrjá meginhópa, sjávarútveg,
sveitarfélög og almenn fyrirtæki. Mikil gróska hefur verið á
almennum fyrirtækjamarkaði síðustu ár og þar hefur verið
góður vöxtur í starfseminni á Íslandi og segir Jón að á hverju
ári síðustu þrjú árin hafi fjölgun viðskiptavina verið kringum
25%. „Vöxtur Maritech hérlendis hefur fyrst og fremst komið
í gegnum almennar Navision-viðskiptalausnir. Þar höfum við
bætt við okkur bæði starfsfólki og viðskiptavinum. Nýsölur
Navision-kerfanna hafa gengið vel og einnig höfum við fengið
viðskiptavini sem leitað hafa til okkar eftir þjónustu. Sam-
einingar og samþjöppun hjá samkeppnisaðilum hafa einnig
skapað okkur tækifæri til vaxtar.“
Áhersla á þjónustu
„Við leggjum mikla áherslu á góða þjónustu. Undanfarin ár
hefur áhersla okkar verið á að bæta verklag til að tryggja
betri þjónustu við viðskiptavini okkar. Árlega gerum við
þjónustukönnun til að vita hvernig okkur gengur og hvaða
umbætur við þurfum að leggja áherslu á. Þjónustu er alltaf
hægt að bæta og þar er hluti af okkar daglega starfi.“
Gott starfsfólk er lykill að árangri
„Gott starfsfólk er lykill að árangri, bæði við vöruþróun, þjón-
ustu og ráðgjöf. Það segir sig sjálft að til að geta veitt góða
þjónustu og búið til góðar hugbúnaðarlausnir þarf starfsfólk
að þekkja verkferla og þarfir viðskiptavina. Við leggjum því
áherslu á að hafa vel menntað starfsfólk og hlúa vel að okkar
fólki. Mikilvægur hluti af því er árleg starfsmannakönnun og
auk þess tökum þátt í árlegri könnun VR. Þannig fáum við end-
urgjöf á það sem gert hefur verið og ábendingar um það sem
þarf að bæta.“
Þróun og nýsköpun
Maritech hefur verið virkur þátttakandi í þróun og nýsköpun,
sérstaklega í sjávarútvegi. Þar má nefna nokkur dæmi:
• TraceFish - Evrópuverkefni um þróun staðla fyrir rafrænan
rekjanleika upplýsinga fyrir sjávarfang.
• Trace - Evrópuverkefni um þróun staðla fyrir rafrænan
rekjanleika upplýsinga fyrir matvæli.
• QIMIT: Evrópuverkefni um setningu staðla við mat á gæðum
fisks - byggt á Quality Index Method-aðferð við gæðamat.
• Verkefni um notkun RF ID tækninnar í sjávarútvegi í samvinnu
við aðila í sjávarútvegi.
• Rafræn viðskipti í sjávarútvegi - samstarfsverkefni með Brimi,
Símanum, Eimskip og Icelandic services.
Viðurkenningar og verðlaun
Maritech hefur hlotið ýmsar viðurkenningar á síðustu árum fyrir
gott starf bæði á Íslandi og erlendis.
2005: Vogarskálin 2005.
2005: Microsoft Navision excellence award - veitt á árlegri
heimsráðstefnu Microsoft.
2004: Distribution excellence - veitt á árlegri heimsráðstefnu
Microsoft.
2004: TAP member (technology adopter program), valdir úr
hópi 8000 umsækjenda og eina fyrirtækið með
MBS-viðskiptalausnir.
Gullvottun Microsoft. Fyrst íslenskra viðskiptalausna-
fyrirtækja.
TEXTI: HILMAR KARLSSON • MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON ofl.
Maritech ehf.
Hlíðarsmára 14 • 201 Kópavogur
Sími: 5453200
Netsíða: www.maritech.is