Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2006, Side 85

Frjáls verslun - 01.02.2006, Side 85
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 85 Bárujárns- og álklædd sumarhús spara viðhaldið Til skamms tíma hafa sumarhús hér á landi verið viðar- klædd jafnt utan sem innan. Ýmsir hafa talað um að timbrinu fylgi nokkurt viðhald og nú eru farin að skjóta upp kollinum hús sem klædd eru bárujárni. Með því má segja að bárujárnið hafi fengið uppreisn æru en það hefur stundum þótt minna á gamla daga þegar algengast var að timburhús væru bárujárnsklædd. Bárujárn og timbur Albína Thordarson arkitekt teiknað fyrir nokkrum árum sumarhús fyrir Kennarasamband Íslands og voru þau reist í Heiðarbyggð í nánd við Flúðir. Þar valdi hún að klæða húsin að mestu með bárujárni en þó er notað timbur á þeim stöðum þar sem fólk heldur sig mest, í kringum inngang og verönd, enda ekki gaman að koma við bárujárnið að sögn Albínu. Kennarabústaðirnir eru 87 fermetra timburhús og lögð var áhersla á að velja efnivið sem ekki myndi sjá mikið á, hvorki innan né utan, og viðhald að utan yrði í lágmarki. Að innan eru húsin viðarklædd en minna þó ekki á hefðbundin, panilklædd sumarhús því að notaðar hafa verið birkikrossviðarplötur á veggi og loft. Línóleumdúkur er á gólfum herbergjanna en stofu- og eldhúsgólf er flísa- lagt og sömuleiðis gangur og baðherbergi. Læst álklæðning Til gamans má geta þess að faðir Albínu, Sigvaldi Thordarson arkitekt, teiknaði fyrir fjórum áratugum sumarhúsin í Ölfusborgum, austan Hveragerðis. Húsin þóttu óvenjuleg í laginu í þá daga þegar flestir bústaðir voru kassa- laga með hallandi þaki. En það sem meira var, Sigvaldi valdi framúrstefnulega klæðningu utan á bústaðina, læsta álklæðn- ingu sem er nánast viðhaldsfrí en líklega er ekkert efni algjör- lega viðhaldsfrítt. Kennarabústaður á Flúðum teiknaður af Albínu Thordarson. Innveggir eru ekki klæddir hefðbundinni klæðningu. M Y N D IR : LÁ R U S K A R L IN G A S O N
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.