Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.2003, Qupperneq 5

Ægir - 01.07.2003, Qupperneq 5
Kristján kveður Kristján Ragnarsson lætur af starfi formanns Landssambands íslenskra útvegsmanna á aðalfundi LÍÚ í lok október. Flestir tengja saman Kristján Ragnarsson og LÍÚ, enda ekki undarlegt þegar haft er í huga að Kristján hefur óslitið starfað hjá LÍÚ síðan 1958 - lengstaf sem framkvæmdastjóri og formaður. Ægir birtir ítarlegt viðtal við Kristján á þessum tímamótum. Smábátaútgerð fyrir austan „Það eru afar sterk öfl sem vilja leggja niður smábátaútgerðina í landinu. Stórútgerðin vill fá til sín þær aflaheimildir sem smábátarnir eru að veiða til þess að hlutabréf þessara stóru fyrirtækja verði eftirsóttari. Ég hef stundum kallað þetta „hlutabréfafiskveiðistjórnunar- kerfi“,“ segir Gunnar Hjaltason, formaður Félags smábátaeigenda á Austurlandi. Ægir kynnti sér smábátaútgerð á Austfjörðunum. Kraftur í Toppfiski Það er kraftur í starfsfólkinu hjá Toppfiski ehf. í Reykjavík. Í ár stefnir í að um tíu þúsund tonn af hráefni verði unnin hjá Toppfiski, allt þetta hráefni er keypt á mörkuðum eða í beinum viðskiptum við útgerðir út um allt land. Það hefur ekki farið mikið fyrir þessu fyrirtæki í umræðunni, en þar starfa engu að síður um áttatíu manns. Toppfiskur flytur stærstan hluta sinna afurða, sem eru bæði ferskar og frystar, á Bretlandsmarkað. Tekist á um ESB Fjör færðist í umræðu um íslenskan sjávarútveg og ESB í kjölfar Íslandsheimsóknar Franz Fischlers, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn ESB. Í þessu blaði kynnum við sjónarmið andstæðinga og stuðningsmanna aðildar Íslands að ESB og stöðu sjávarútvegsins í þeirri umræðu.Við birtum athyglisverðar greinar Birgis Tjörva Péturssonar, framkvæmdastjóra Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, og Svanfríðar Jónasdóttur, varaformanns Evrópusamtakanna. Eyrnalokkar og karamellur í fiski „Ég hef séð með eigin augum að stundum fara ýmsir óæskilegir hlutir með fiskinum til kaupenda. Í Bretlandi sá ég til dæmis hjá einum kaupanda ýmsa smáhluti sem hann hafði fundið í fiski í gegnum sitt eftirlit og meðal annars kom þessi fiskur héðan frá Íslandi. Þarna mátti til dæmis sjá eyrnalokka, hringi, límbönd, plástra, ýmiskonar málmhluti, karamellur og sælgætisbréf,“ segir Elvar Thorarensen, gæðastjóri Brims, m.a. í fróðlegu spjalli um gæðamál í fiskvinnslu á Íslandi. Risaverkefnið SEAFOODplus Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins mun á næstu árum taka þátt í risavöxnu evrópsku verkefni sem hefur það að meginmarkmiði að fá fleiri til að borða fisk. Þetta er langviðamesta verkefni sem Rf hefur tekið þátt í og verður að því unnið næstu fimm árin. Meðal annars verður kannað hver áhrif sjávarfangs eru á heilsu og vellíðan fólks og hvernig unnt sé að stuðla að auknu öryggi sjávarafurða. Í B L A Ð I N U Útgefandi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Ritstjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Akureyri Sími 461-5151 Bréfasími 461-5159 Ritstjóri: Óskar Þór Halldórsson (ábm.) Sími: 461 5135 GSM: 898 4294 Netfang: oskar@athygli.is Auglýsingar: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Netfang: augl@athygli.is Auglýsingastjóri: Inga Ágústsdóttir Sími 515-5206 GSM 898-8022 Netfang: inga@athygli.is Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Prentun: Gutenberg ehf. Áskrift: Ársáskrift Ægis árið 2003 kostar 6600 kr. Áskriftarsímar 515-5200 & 515-5207 Forsíðumyndina tók Óskar Þór Halldórsson í fiskvinnslufyrirtækinu Toppfiski ehf. í Reykjavík. ÆGIR kemur út 11 sinnum á ári. Eftirprentun og ívitnun er heimil, sé heimildar getið. 8 44 45 55 42 52 Útgerðamenn - Fiskeldisstöðvar Sjódælur úr AISI 316L ryðfríu stáli 0,75 kW til 75 kW 6 m³/klst. til 228 m³/klst. Gæði - Öryggi - Þjónusta LOWARA sjódælur Danfoss hf Skútuvogi 6 Sími 510 4100 www.danfoss.isFrá bæ rt ve rð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.