Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2003, Side 16

Ægir - 01.07.2003, Side 16
kvótakerfi með þessum hætti, en ég mat það þannig að þegar í svona stöðu væri komið yrði ég að standa og falla með skoðun minni í þessu efni. Þegar ég lít til baka tel ég að það hafi verið mér til láns í þessu máli eins og ýmsum öðrum málum að fylgja fast eft- ir sannfæringu minni. Þótt Nýfundlendingar hefðu tekið upp kvótakerfi þá fóru þeir því miður illa að ráði sínu í þorskveið- um. Ráðleggingar fiskifræðinga þeirra reyndust rangar og umframveiði leiddi til hruns þorskstofns- ins. Það þarf ekki að hafa um það mörg orð að kvóta- kerfið hefur orðið til þess að hér hafa orðið gríðarlega miklar breytingar í útgerðarmynstri og það skal ég fyrstur manna játa að allar þessar breytingar sá ég ekki fyrir. Varanlegt framsal aflaheimilda var að fullu staðfest árið 1990 af ríkisstjórn sem var leidd af Framsóknar- flokki og studd af Alþýðuflokki og Alþýðubanda- lagi. Ég var mjög óhress með hversu Sjálfstæðis- flokkurinn, sem þá var í stjórnarandstöðu, var nei- kvæður gagnvart þessum lögum um framsal afla- heimilda. En oft virðist það fylgja stjórnarandstöðu að vera á móti og því miður finnst mér þingmenn í núverandi stjórnarandstöðu oft gleyma því varðandi varanlegt framsal aflaheimilda að nú erum við að starfa samkvæmt lögum sem núverandi stjórnarand- staða, undir öðrum formerkjum þó, setti árið 1990.“ Einn af guðfeðrum kvótakerfisins Kristján Ragnarsson neitar því ekki að hann geti talist einn af guðfeðrum kvótakerfisins. „Hannes Hólmsteinn sagði í sjónvarpsþætti að þrír menn hefðu öðrum fremur komið kvótakerfinu á. Í fyrsta lagi Halldór Ásgrímsson, sem var sjávarútvegsráð- herra á þessum tíma og bar hina pólitísku ábyrgð, í öðru lagi Jón Sigurðsson, þáverandi forstjóri Þjóð- hagsstofnunar og í þriðja lagi ég. Ég skorast ekki „Grátkórinn“ Hér á árum áður var oft talað um Landssamband íslenskra útvegsmanna sem „grátkórinn“. Nafngiftin kom m.a. til af því að sagt var að þegar þrengdi að útgerðinni í landinu færi LÍÚ með Kristján í broddi fylkingar á fund ráðherra og „vældi“ út gengisfell- ingar og ýmsar aðrar aðgerðir sem væru til þess fallnar að rétta skútuna við. Kristján hlær dátt þegar þetta er rifjað upp. „Já, blessaður vertu, Sigmund teiknar mig ennþá í Mogganum með tár á hvörmum, þó svo að ekki hafi verið tilefni til þess síðustu árin. Kannski hefur líka eitthvað í rödd minni gert það að verkum að þetta grátkórstal kom upp.“ Sigmund hefur líka haft þann sið að teikna Krist- ján sem sjóræningja - með lepp fyrir auga og staur- fót. „Ég hef aldrei tekið þetta nærri mér. Hins vegar þótti mér leitt þegar ég heyrði af því að kennari í framhaldsskóla hefði skýrt það út fyrir nemendum sínum af hverju þessi maður hjá LÍÚ væri alltaf teiknaður með lepp fyrir auga og staurfót. Skýringin sem kennarinn gaf nemendum sínum var sú að þessi ógnvekjandi maður hefði stolið öllum fiskinum úr sjónum frá þjóðinni!“ Sverrir Júlíusson, fráfarandi formaður LÍÚ, afhendir Kristjáni fundarhamarinn eftir að aðalfundurinn sem haldinn var í Vestmann- eyjum hafði kjörið Kristján formann LÍÚ þann 7. nóvember 1970. Fyrir miðri mynd eru Jón Árnason, alþm. og útgerðarmaður á Akranesi, og Sigurður H. Egilsson, framkvæmdastjóri Innkaupadeildar LÍÚ. Það er einfaldlega ekki hægt að leggja það á sjávarútveginn að hann standi undir byggða- kjörnum þar sem menn hafa gefist upp. Æ G I S V I Ð TA L I Ð 16

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.