Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2003, Side 18

Ægir - 01.07.2003, Side 18
Æ G I S V I Ð TA L I Ð undan því að hafa lagt mitt að mörkum til þess að koma þessu kerfi á, enda er alveg ljóst í mínum huga að það hefði aldrei verið sett á í andstöðu við samtök útvegsmanna. Við urðum einfaldlega að hafa ákveðið frumkvæði í málinu og bera ábyrgð á því með stjórn- málamönnunum.“ - Kvótakerfið hefur alltaf valdið töluverðum deil- um og flokkadráttum í þjóðfélaginu. Telurðu að þetta sé gallalaust kerfi í dag? „Ég tel að á því séu mjög litlir gallar og í mínum huga er þetta gott kerfi. En vissulega er alltaf hægt að gera gott kerfi betra. Útvegsmenn hafa lagt á það áherslu, í samhljómi við sjómannasamtökin, að tak- marka tímabundna framsalið, sem oft er nefnt leigu- framsal. Ég er mjög ósáttur við þegar menn eru að leigja frá sér kvótann en gera ekki út.“ Útgerðin sjálf fjármagnar hagræðinguna Þess eru dæmi að kvótaeigendur hafi selt varanlegar aflaheimildir, hætt útgerð og farið út úr atvinnu- greininni með fullar hendur fjár. „Markmið kvóta- kerfisins var að greinin hjálf kostaði hagræðinguna, en ekki að hún yrði greidd af almenningi, líkt og á sér stað víða annars staðar. Með hagræðingunni skap- aðist grundvöllur fyrir arðbærum rekstri fyrirtækj- anna, stöðugleiki myndaðist og allur almenningur hefur haft verulegan fjárhagslegan hag af þessu fyrir- komulagi. Það að einhverjir aðilar hafi hagnast fjár- hagslega á því að hætta í útgerð, þá finnst mér það ekki skipta höfuðmáli. Meginariðið er það að greinin stóð sjálf fyrir hagræðingunni og það hafa allir lands- menn haft ábata af því,“ segir Kristján þegar hann er spurður út í þetta. „En það er alveg rétt að margir hafa selt skip sín og veiðiréttindi, en þá hefur önnur útgerð keypt og nýtt atvinnutækin og veiðiheimild- irnar. Slík viðskipti koma ekki á einn eða annan hátt við mig eða þig sem skattgreiðendur. Innan Evrópu- sambandsins, svo dæmi sé tekið, er flotinn minnkað- ur með fjármunum skattgreiðenda. Hér á landi er það hins vegar útgerðin sjálf sem fjármagnar hagræð- inguna sem af því leiðir að minnka fiskiskipastólinn. Í þessu sambandi er hins vegar rétt að hafa í huga að fjölskyldur hafa selt hluti sína og gengið með milljarða króna út úr verslunarkeðjum og iðnfyrir- tækjum. Við þetta eru ekki gerðar sérstakar athuga- semdir. En vegna þess að inn í lagasetninguna árið 1990 kom ákvæði um sameign þjóðarinnar, þá hafa menn teygt það ákvæði og togað. Sigurður Líndal, prófessor, hefur hins vegar útskýrt það vel að þetta ákvæði um sameign þjóðarinnar er merkingarlaust.“ Sumar útgerðir á Vestfjörðum klúðruðu sínum málum - Það virðist vera stöðugt hyldýpi milli LÍÚ og smá- bátamanna? „Já, það er vegna þess að við þeir ganga í þveröf- uga átt en við. Við erum að reyna að umgangast auð- „Ég hef oft tekið það mjög nærri mér þegar flotinn hefur verið bundinn við bryggju vegna þess að deilendur hafa ekki komið sér saman um kaup og kjör,“ segir Kristján, en vert er að taka fram að meðfylgjandi mynd úr Reykjavíkurhöfn er ekki tekin við slíkar aðstæður. Erfiðasta málið „Vinnudeilur eru tvímælalaust það sem mér hef- ur persónulegast þótt erfiðast að takast á við í störfum mínum hjá LÍÚ. Ég hef oft tekið það mjög nærri mér þegar flotinn hefur verið bund- inn við bryggju vegna þess að deilendur hafa ekki komið sér saman um kaup og kjör. Það hafa margir eftirminnilegir menn komið að samn- ingaborðinu í gegnum tíðina, en einn er sá maður úr sjómannaforystunni sem er mér sér- staklega eftirminnilegur fyrir það hversu stór- yrtur hann gat oft verið, kröfuharður og á viss- an hátt óbilgjarn, en jafnframt sanngjarn og þorði að taka ábyrgð á erfiðum málum og koma þeim í gegn. Þetta var Ingólfur Ingólfsson, sem var formaður Farmanna- og fiskimannasam- bandsins, en hann þurfti sökum heilsubrests að láta af formennsku árið 1983. Í kjarasamningum skiptir öllu máli að ná trúnaði milli manna. Það sem nú gerir samn- ingaferlið flóknara en ella er þrískipting sjó- mannasamtakanna í Vélstjórafélagið, Farmanna- og fiskimannasambandið og Sjómannasamband- ið. Þessi skipting gerir samningaferlið flóknara en ella og að mínu mati er þetta líka óheppilegt fyrir sjómannastéttina. Því miður hefur alltof oft komið til opinberra afskipta af kjaradeilum útvegsmanna og sjó- manna. Þetta hefur ítrekað gerst vegna þess, að mér finnst, að sjómenn hafa sett fram ósann- gjarnar kröfur og óeining hefur verið í þeirra röðum.“ Samningar útvegsmanna við Sjómannasam- bandið og Farmanna- og fiskimannasambandið eru lausir um áramót, en samningar við Vél- stjórafélagið eru bundnir til næstu tveggja ára. Kristján segist ekki hafa áhyggjur af komandi kjaraviðræðum. „Nei, það hef ég ekki,“ segir hann og brosir. „Þá verð ég hættur og Friðrik Arngrímsson sér um þetta fyrir okkar hönd. Frið- rik tók þennan kaleik af mér þegar hann kom hingað til starfa. Ég er þakklátur fyrir það að þurfa ekki að stíga oftar fæti inn í Karphúsið.“ Ég er eindregið þeirrar skoðunar að byggða- kvóta eigi að afnema, enda eru þeir að mínu mati barn síns tíma og dæmigert klastur á kerfið.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.