Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2003, Page 46

Ægir - 01.07.2003, Page 46
46 F I S K V I N N S L A frystir Toppfiskur mikið magn af bitum, sporðum og hnökkum fyr- ir Bretlandsmarkað. „Sala á frosn- um afurðum hefur verið að þyngj- ast í Bretlandi, m.a. vegna fram- boðs á afurðum frá Kína. Til þess að mæta þessu reynum við að auka sölu á ferskum fiski eins og við mögulega getum. Matarvenj- ur Breta eru að breytast yfir í það að borða meira af ferskvöru og það er alveg ljóst að þróunin verður áfram í þá átt.” Bróðurpartur af framleiðslu Toppfisks er þorskur en ýsan kemur þar á eftir. Reyndar hefur verið mikið lægð á ýsumörkuðun- um og því var ýsuvinnslunni hætt um tíma. Jón Steinn segir hins vegar að fyrir nokkrum vikum hafi náðst vel viðunandi samning- ur um sölu á ýsuafurðum til Bret- lands og því sé sú vinnsla hafin á nýjan leik. Auk Bretlands selur Toppfiskur afurðir sínar í Frakklandi. Og nýir markaðir eru nú í sigtinu, en Jón Steinn er ekki tilbúinn að upplýsa frekar um þá að svo stöddu. Veltan um tveir milljarðar króna á þessu ári Á síðasta ári vann Toppfiskur úr um 7.000 tonnum af hráefni, en í ár stefnir í að magnið verði allt að 10.000 tonn. Veltan á þessu ári verður sem næst tveim- ur milljörðum króna, en á síðasta ári velti Toppfiskur um sautján hundruð milljónum. „Vöxtur fyr- irtækisins hefur verið mikill og það má segja að við séum nú þeg- ar búnir að sprengja þetta hús utan af okkur.” Jón Steinn orðar það svo að ugglaust „myndi Toppfiskur nýt- ast einhverjum risanum” í íslensk- um sjávarútvegi vel, enda hafi Toppfiskur góða ímynd í Bret- landi og hafi á mörgum undan- förnum árum skapað sér þar sterka stöðu. Hins vegar segir Jón Steinn að fyrirtækið sé ekki til sölu. „Fyrirtækið hefur verið að stækka og það er í góðum rekstri. Þetta er lokað félag og ég vil því ekki gefa upp hver hagnaður þess var á síðasta ári, en ég get þó sagt að ég er mjög sáttur við útkom- una. Eiginfjárstaðan er sterk og fyrirtækið skuldar nánast ekki neitt, sem sjálfsagt er ekki al- gengt í rekstri íslenskra sjávarút- vegsfyrirtækja. Hins vegar ber að hafa það í huga að við höfum ekki Toppfiskur ehf. er til húsa að Fiskislóð 65 í Reykjavík. Toppfiskur er í föstum viðskiptum við stórar verslanakeðjur í Bretlandi, þ.á.m. Tesco.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.