Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2003, Side 57

Ægir - 01.07.2003, Side 57
57 S E A F O O D p l u s Þekkt er að tíðni ýmissa sjúk- dóma er lægri meðal þjóða þar sem fiskneysla er tíð. Tíðni sykursýki af gerð tvö er til að mynda mun lægri á Íslandi en í nágrannalöndunum auk þess sem munur sést á tíðni hjarta- og æðasjúkdóma og á blóð- þrýstingi. Mjög ólíklegt er að ástæðan sé eingöngu fiskneysla þjóðarinnar, en þó hafa áhrif omega-3 fitusýra, sem eru í talsverðu magi í fiski og fiskafurðum, verið mikið rann- sökuð og er margt sem bendir til verndandi áhrifa þeirra gegn ýms- um sjúkdómum. En fiskur inni- heldur einnig aðra þætti sem gætu, eins of fitusýrurnar, haft verndandi áhrif. Mjög nýlegar rannsóknir benda til þess að fiskprótein gætu stuðlað að betri blóðsykurstjórnun, lækkað blóð- þrýsting og bætt blóðfitusam- setningu. Áætlaður kostnaður um 200 milljónir króna Verkefnið YOUNG, sem stýrt er af Ingu Þórsdóttur prófessor í næringarfræði við Háskóla Ís- lands, samanstendur af þremur verkefnum. Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður um 200 milljónir króna og um er að ræða samstarfsverkefni fimm þjóða (Ís- lands, Spánar, Írlands, Portúgal og Danmerkur). Meginmarkmið rannsóknarinnar er að auka þekk- ingu á næringarfræðilegum áhrif- um lífvirkra efna í fiski sem nýst gæti í heilsueflingu og forvörnum sjúkdóma meðal ungra evrópskra fjölskyldna. 320 sjálfboðaliðar taka þátt Í stærsta verkefninu munu 320 ungir, of þungir, sjálfboðaliðar frá þremur löndum (Íslandi, Spáni og Írlandi) taka þátt í íhlutandi rannsókn. Meginmarkmið íhlut- unarinnar felst í því að nú verður í fyrsta sinn mögulegt að bera saman áhrif fiskifitu og fiskpróteina, auk heildar fiskneyslu á ýmsar heilsufarslegar breytur, sem meðal annars tengj- ast ofþyngd og fitudreifingu í lík- amanum. Það má velta því fyrir sér hvort minnkandi fiskneysla landans eigi þátt í mikilli aukn- ingu á ofþyngd og offitu síðustu áratugina. Niðurstöður verkefnis- ins munu gefa upplýsingar um það og gætu þær nýst í heilsuefl- ingu bæði hérlendis og erlendis í framtíðinni. Verkefnið er einnig gríðarlega mikilvægt fyrir ís- lenskan fiskiðnað, ekki síst ef nið- urstöður verkefnisins benda til þess að fiskprótein hafi góð heilsufarsleg áhrif og gætu nýst í baráttunni gegn ofþyngd og offitu. Fiskafurðaneysla mæðra á meðgöngu Ófrískar konur og börn þeirra er viðfangsefni hinna verkefnanna tveggja í „YOUNG“. Mjög góðar upplýsingar eru til hérlendis um neyslu fisks og fiskafurða meðal 500 ófrískra kvenna. Í YOUNG er ætlunin að rannsaka börn þess- arra kvenna og varpa ljósi á hvaða áhrif fiskafurðaneysla mæðra á meðgöngu hafi á heilsu barna þeirra. Slík rannsókn hefur ekki verið gerð annarsstaðar í heimin- um og er Ísland kjörinn vettvang- ur slíkrar rannsóknar vegna sterkra hefða í fisk og lýsisneyslu. Að lokum snýr eitt verkefnið að ófrískum konum og fæðingar- þunglyndi, en þessi hluti mun fara að mestu leyti fram í Dan- mörku í samstarfi við Sjúrð Ol- sen. Hann hefur um árabil rann- sakað áhrif omega-3 fitusýra á fósturþroska og -vöxt. Tilgátan er sú að fisksneysla á meðgöngu geti komið í veg fyrir eða minnkað líkur á fæðingarþunglyndi og eru eldri rannsóknir þar lagðar til grundvallar. Alls verða rannsak- aðar um 100 þúsund konur. (Millifyrirsagnir eru blaðsins) YOUNG-verkefninu stýrt frá Íslandi „Mjög góðar upplýsing- ar eru til hérlendis um neyslu fisks og fiskaf- urða meðal 500 ófrískra kvenna. Í YOUNG er ætlunin að rannsaka börn þessarra kvenna og varpa ljósi á hvaða áhrif fiskafurðaneysla mæðra á meðgöngu hafi á heilsu barna þeirra.“ Inga Þórsdóttir, pró- fessor í næringar- fræði, skrifar.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.