Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2003, Page 65

Ægir - 01.07.2003, Page 65
65 F I S K Ú T F L U T N I N G U R „Við teljum okkur merkja sam- drátt í útflutningi á ferskum fiski í gámum miðað við sama tíma í fyrra,“ segir Pétur Már Helgason hjá sjávarútvegsþjón- ustu Eimskips, sem kann að skýrast af þeirri aukningu sem hefur orðið í útflutningi á svokölluðum flugfiski. „Að öðru leyti finnst mér mynstrið í útflutningi sjávaraf- urða ekki hafa breyst svo mjög að undanförnu. Þó má nefna að í fyrra fluttum við töluvert af iðn- aðarrækju úr Barentshafinu frá Noregi, en þeir flutningar hafa dottið niður en þess í stað flytjum við mikið af iðnaðarrækju og soð- inni rækju frá Nýfundnalandi og hingað til Íslands og Danmerk- ur,“ segir Pétur Már. Þéttriðið flutninganet Flutninganet Eimskips er þéttrið- ið bæði vestan hafs og austan. Í Evrópu er fiskur fluttur á sömu staði og áður. Helstu hafnirnar eru Immingham í Bretlandi, Rotterdam í Hollandi og Ham- borg í Þýskalandi. Ferski gáma- fiskurinn er fyrst og fremst að fara til Bretlands, á Humberside svæðið, þar sem hann er boðinn upp á fiskmörkuðum. Pétur Már nefnir að áætlunin sé á þann veg að skipin fari frá Vestmannaeyj- um á fimmtudagskvöldum og séu komin til Bretlands á sunnudög- um og því er unnt að bjóða þenn- an fisk upp á mánudagsmorgn- um. Því næst oft að bjóða upp fisk í Bretlandi af Íslandsmiðum sem aðeins er fjögurra sólarhringa gamall. „Þá flytjum við töluvert af frystri rækju til Árósa í Dan- mörku og þurrkuðu afurðirnar fara til Hamborgar og eru þaðan fluttar niður til Nígeríu. Ham- borg er langstærsta umskipunar- höfnin. Þangað flytjum við einnig sjávarafurðir sem fara austur til Asíu. Vörur sem fara til Þýska- lands fara frá Reykjavík á fimmtudögum og eru í Hamborg á þriðjudögum,“ segir Pétur Már. Pétur Már segir greinilegt að fiskverkendur fylgist betur en áður með þeim hræringum sem eru stöðugt að eiga sér stað á fisk- mörkuðunum ytra og því séu menn að færa sig milli verkunar- aðferða eftir því hvernig vindarn- ar blása á mörkuðunum. Þeir sem hafi til þess aðstæður sendi þannig út gámafisk í dag, en verki fisk í flug næsta dag. Sem stendur virðist flugfiskurinn vera í sókn og því liggur aukningin ekki síst þar. Rækja flutt frá Argentia til Ís- lands og Danmerkur Ef horft er í vestur fara flutninga- skip Eimskipa til Argentia á Ný- fundnalandi, „og það kemur fyrir að við flytjum þangað frosinn karfa. Til Shelbourne í Kanada flytjum við saltaðan fisk og einnig frystan fisk frá Rússlandi, sem kemur til Íslands með flutn- ingaskipum frá Norður-Noregi og er settur í gáma í Reykjavík og fluttur áfram vestur. Boston er aðal höfnin fyrir SH og síðan end- um við í Newport News þar sem SÍF er með verksmiðju. Í baka- leiðinni komum við í Argentia og fyllum skipið með iðnaðarrækju til Íslands og sjósoðinni rækju fyrir Evrópu, sem við afsetjum í Árósum í Danmörku.“ Eimskip flytja mikið magn af iðnaðarrækju frá Argentia á Ný- fundnalandi til Íslands - rækja sem er veidd á Flæmska hattinum. Minni flutningar á fersk- um fiski í gámum Goðafoss, skip Eimskipafélagsins í Eskifjarðarhöfn. Á myndinni má einnig m.a. sjá Hólmaborg, skip Eskju á Eskifirði, og Tjald frá Rifi.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.