Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2003, Page 70

Ægir - 01.07.2003, Page 70
70 F I S K Ú T F L U T N I N G U R Magnús Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Ísbergs Ltd., sem selur uppboðsmörkuðun- um í Hull og Grimsby fisk, tel- ur flest benda til þess að sú lækkun sem hafi orðið síðustu mánuði á ferskfiski á mörkuð- um ytra, einkum ýsu, muni ekki ganga til baka í bráð. Hann segir að vegna mikils framboðs af ýsu á undanförn- um mánuðum hafi verðið lækkað umtalsvert og í ljósi þess að veiðar á ýsu í norðan- verðu Atlantshafi muni fyrir- sjáanlega aukast á næstu miss- erum séu ekki teikn á lofti um verðhækkanir á ýsunni. „Það er ekki hægt að segja ann- að en að sl. sumar hafi verið tölu- vert frábrugðið því sem við eig- um að venjast á fiskmörkuðunum í Bretlandi. Það hefur verið mikið framboð af fiski og verðin hafa gefið eftir, sérstaklega í ýsunni. Þorskurinn hefur þó verið þokka- lega sterkur, sem má væntanlega rekja til þess að það hefur verið heldur minna framboð af ferskum fiski frá Noregi í sumar en fyrra- sumar. Hins vegar hefur verið mikið framboð af ýsu, til viðbótar við töluvert miklar birgðir af bæði sjófrystri og heilfrystri ýsu. Staðan hefur því verið sú að menn hafa verið að reyna að minnka birgðirnar af frystri ýsu og þess vegna hefur markaðurinn verið í töluverðri óvissu. Ýsuverðið hefur verið lágmarki. Við þetta bættist að væntanlega vegna hlýs sjávar hafa gæði ýsunnar frá Íslandi ekki verið nægilega góð í sumar,“ segir Magnús og skýtur á að meðal- verðið fyrir kílóið af ýsunni hafi verið tæplega 150 krónur á fisk- mörkuðunum í Bretlandi í sumar, sem er mun lægra verð en undan- farin ár. Fiskverðið var orðið of hátt „Mér sýnist ekki líklegt að ýsu- verðið fari upp á næstunni, enda munum við væntanlega á næstu mánuðum sjá aukið framboð á ýsu frá Íslandi, Færeyjum og Noregi,“ segir Magnús, en tekur fram að þessi þróun sé að sínu viti ekki alslæm. „Í þessu felast að mínu mati ákveðin sóknarfæri. Ef rétt er á málum haldið getur lægra verð fyrir vöruna stækkað markaðinn og að því munum við vinna. Fyrir tveimur árum var fiskverð í raun orðið of hátt og við vorum því að missa viðskipta- vini, en með lægra verði á fiskin- um keppir hann við ódýrari vörur á matvörumarkaði, t.d. lax, kjúklinga og svínakjöt,“ segir Magnús. Um 60% af ýsunni sem Ísberg markaðssetur, endar í hillum stór- markaða, en ætla má að um 30% fari í Fish & Chips á veitingastöð- um og um 10% eru reykt. Um 14 þúsund tonn í Hull Magnús reiknar með því að Ís- berg selji í ár um 14 þús tonn í Hull, sem er um 10% meira magn en í fyrra. Á móti kemur að verð hafa verið lægri í ár og því er veltan mjög svipuð og á síðasta ári. Á bilinu 70-80% af fiskinum sem fer í gegnum markaðinn kemur frá Íslandi, en þar á eftir koma Færeyjar. „Ég gæti trúað því að í hverri viku séu sendir um þrjátíu gámar af fiski frá Íslandi inn á Humberside-svæðið í Bret- landi,“ segir Magnús. Hann segir að undanfarna mánuði hafi fiskur frá Færeyjum verið áberandi hor- aður. „Frá Noregi hefur hins veg- ar komið mjög góður fiskur og kaupendur tala mikið um að gæði á norskum fiski hafi aukist til muna,“ segir Magnús. Býst við töluverðu framboði á næstunni Að sögn Magnúsar hefur ekki orðið merkjanlegur samdráttur í sölu á ferskum fiski í gegnum fiskmarkaðina í Bretlandi, þrátt Fiskverðslækkunin er ekki alslæm - að mati framkvæmdastjóra Ísbergs í Englandi Fyrir tveimur árum tók Ísberg þátt í uppbyggingu á Fishgate - ferskfiskmarkaði í Hull, sem óhætt er að segja að sé bylting í ferskfiskviðskiptum í Bretlandi. Mynd: Fishgate/Neil Holmes

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.