Ægir

Volume

Ægir - 01.03.2007, Page 10

Ægir - 01.03.2007, Page 10
10 Æ G I R Í H U N D R A Ð Á R Afmælisbarnið „Ægir“ orðið eitt hundrað ára. Það er saga til næsta bæjar. Það liggur ekki fyrir mörgum tímaritum að verða svo gömul. Því er ástæða til að fagna slíkum áfanga; óska afmælisbarninu til hamingju og góðs gengis næstu hundrað árin a.m.k. Ég naut þeirrar ánægju að bera titil ritstjóra Ægis um stutt skeið fyrir nærri áratug. Athygli hf. hafði þó veg og vanda af tilurð blaðsins og sá Jóhann Ólafur Halldórsson að mestu um skriftir í það. Þá hafði Fiskifélag Íslands gefið blaðið út allt frá árinu 1912, en síðustu árin höfðu aðrir aðilar unnið blaðið í verktöku fyrir félagið og Athygli síð- ustu árin. Sú ráðstöfun að fela aðilum utan félagsins að vinna að útgáfu Ægis og síð- an sala útgáfuréttarins til At- hygli vitnaði um breytta tíma; breyttar forsendur í blaða- útgáfu. Ekki er annað að sjá en að Athygli hf. hafi fyllilega staðið undir væntingum. Æg- ir, sem að árafjölda er öld- ungur, er sprækur sem ungl- ingur. Blaðið hefur aðlagað sig að tíðarandanum en þó haldið í gamlar hefðir eftir því sem við á. Blaðið hefur til- gang í íslenskum sjávarútvegi og sinnir honum af kost- gæfni. Ægir í heila öld Það er áhugavert að fletta Ægi í gegnum tíðina. Það er óþarfi að taka fram að að- stæður í íslensku þjóðfélagi voru með allt öðrum blæ, þegar Ægir steig sín fyrstu spor, heldur en nú. Ísland var fátækt bændasamfélag og sjávarútvegur ekki tekinn við sem helsta atvinnugrein þjóð- félagsins. Ægir og síðar Fiski- félag Íslands, sem áttu lengst af samleið, var ætlað að ýta undir þá þróun, sem síðar varð, að efla sjávarútveg sem mest mætti vera. Það hefur svo sannarlega tekist þótt skoðanir um hver hlutur Fiskifélagsins og Ægis í þeirri þróun séu eflaust skiptar. Ægir þjónaði lengst af að miklu leyti þeim tilgangi að birta ýmiss konar tölfræðileg- ar upplýsingar um sjávarút- veg. Blaðið var jafnframt vett- vangur vísindamanna til að kynna niðurstöður sínar og umræðuvettvangur aðila inn- an greinarinnar um þau mál sem hæst bar hverju sinni. Þá er í Ægi að finna betri upp- lýsingar um hag og ástand sjávarútvegs á hverjum tíma en annars staðar finnast. Ægir er þannig í meira mæli en nokkurt annað rit brunnur fróðleiks um íslenskan sjáv- arútveg. Breyttar aðstæður En efnistök hafa breyst í ljósi þess að aðrir aðilar í þjóð- félaginu hafa tekið að sér sum þeirra verkefna sem Æg- ir hefur þjónað í gegnum tíð- ina. Þannig eru upplýsingar um hagstærðir sjávarútvegsins nú aðgengilegar hjá til þess ætluðum stofnunum og al- menn þjóðfélagsumræða fer að nokkru leyti fram í miðl- um, sem hafa styttri líftíma en Ægir. Ægir hefur hins vegar þá sérstöðu að það sem þar birtist lifir lengi. Ægir liggur lengur frammi til aflestrar en mörg önnur blöð og er því enn – og verður vonandi um ókomna tíð – hinn rétti vett- vangur fyrir efni, sem höfðar til lengri tíma en einföld dæg- urmál. Sjávarútvegur og þjóðfé- lagið mótast af eigin forsend- um. Ægir á að sjálfsögðu þátt í að móta þróunina. Fyrst og fremst er það þó verkefni þeirra sem stýra Ægi að fylg- jast með og aðlaga blaðið að þeim breytingum sem verða og þeim tíðaranda sem þær skapa. Blaðið þarf hins vegar að gæta þeirrar sérstöðu, sem það hefur. Ægir á að gæta þess að á síðum þess megi lesa þróun greinarinar og það megi til framtíðar verða hand- hæg heimild um íslenskan sjávarútveg í bráð og lengd. Þessu hlutverki getur blaðið hæglega sinnt og það er hæg- ur vandi að vera samtímis skemmtilegt aflestrar. Afmæliskveðjur Það er mér ljúft fyrir hönd Fiskifélags Íslands að óska Ægi til hamingju með hundr- að árin og óska aðstandend- um Ægis hins sama. Það er heillandi verkefni að stýra Ægi á annarri öld líftíma hans, halda í þær hefðir sem myndast hafa og bæta þær eftir því sem tíðarandinn krefst. Ægir getur verið og er góður vettvangur umræðu og skoðanaskipta, fræðslu um líðandi stund, framtíðarsýnar og skemmtunar. Megi kom- andi stundir verða Ægi góðar Pétur Bjarnason, formaður stjórnar Fiskifélags Íslands. Ægir á að sjálfsögðu þátt í að móta þró- unina. Fyrst og fremst er það þó verkefni þeirra sem stýra Ægi að fylgjast með og aðlaga blaðið að þeim breytingum sem verða og þeim tíðaranda sem þær skapa. Pétur Bjarnason, formaður stjórnar Fiskifélags Íslands. Afmæliskveðjur til aldargamals Ægis
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.