Ægir - 01.03.2007, Page 11
11
Að fortíð
skal hyggja
Útgáfa Ægis hófst á tímum
mikilla breytinga í íslenskum
sjávarútvegi. Vélaraflið var að
ryðja sér til rúms og við Ís-
lendingar að eignast okkar
fyrstu togara. Raunar hefur ís-
lenskur sjávarútvegur oft síðar
staðið á tímamótum enda um
þróttmikla og síbreytilega at-
vinnugrein að ræða.
Ekki ætla ég að rekja margt
af því sem í fyrstu blöðin er
ritað eða það sem síðar hefur
gerst. Ég hvet alla til að blaða
í þeim, enda bæði um fróðlega
og skemmtilega lesningu að
ræða fyrir þá sem hafa áhuga
á sögu og sjávarútvegi. Ekki
verður þó hjá því komist að
taka upp eina grein sem birt-
ist í fyrsta tölublaðinu undir
fyrirsögninni „Frosinn fiskur
lífgaður aftur“. Þar er eftirfar-
andi haft eftir „The Pacific
Fisherman“: „Af því eftirsókn
eftir lifandi fiski er jafnan
meiri á heimsmarkaðinum en
á dauðum fiski og hann þar
að auki er í hærrra verði, þá
hafa menn í Ameríku fundið
það ráð að frysta lifandi fisk
og geyma hann svoleiðis í
lengri tíma, og senda á ýmsa
staði upp í landið, hefir hann
svo við það að vera þýddur í
sjó eða köldu vatni smám
saman lifnað og verið seldur
lifandi á torgum og fiskisölu-
húsum“.
Svo héldum við að við
værum að gera eitthvað
merkilegt með auknum út-
flutningi á ferskum fiski á síð-
ari árum! Þar sem ég er
hræddur um að aðferðin sem
að framan er lýst hafi fallið í
gleymsku í tímans rás, hvet
ég framsækna menn til að
grafa upp gömul hefti af „The
Pacific Fisherman“. Hver veit
nema þar leynist uppskriftin
að næstu tímamótum í sjáv-
arútvegi!
Fyrir hönd Landssambands
íslenskra útvegsmanna óska
ég Ægi til hamingju með þau
merku tímamót sem eru í út-
gáfu blaðsins.
Friðrik J. Arngrímsson,
framkvæmdastjóri LÍÚ.
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.
Æ G I R Í H U N D R A Ð Á R