Ægir - 01.03.2007, Side 13
13
ir sig hins vegar í sölu á GPS
staðsetningartækjum og hvers-
konar skemmtibátum og bún-
aði sem þeim tilheyrir.
Vöxtur í skemmtibátunum
Haraldur Úlfarsson segir að
alltaf sé einhver framþróun í
þessum „klassíska“ búnaði
um borð í skip og báta, en
ekki sé hægt að tala um bylt-
ingu í því sambandi. Sem fyrr
segir hefur orðið eilítill sam-
dráttur á þessu sviði, sem
helst í hendur við fækkun
skipa og báta. Hins vegar
segir Haraldur mjög greini-
legan vöxt í sölu skemmtibáta
og tækjabúnaðar sem þeim
tengist. Þetta eigi við um
minni skemmtibáta, skútur og
snekkjur. Greinilegt sé að
stóraukinn áhugi sé hér á
landi á hverskonar skemmti-
siglingum og því sé þessi
geiri vaxandi.
Meirihlutaeigendur í Skipapol
í Gdansk
R.Sigmundsson á meirihluta
hlutafjár í pólsku skipasmíða-
stöðinni Skipapol á móti lyk-
ilstjórnendum stöðvarinnar.
Haraldur segir mikil sókn-
arfæri felast fyrir R.Sigmunds-
son í rekstri þessarar stöðvar
í sölu á ýmsum tækjabúnaði
um borð í skipin. Mikið hefur
verið að gera í stöðinni að
undanförnu og þurfti nýverið
að vísa frá tveimur stórum
verkefnum frá Noregi. Núna
eru þrjú skip í stöðinni frá
jafnmörgum löndum – eitt
danskt og eitt rússneskt skip
og þá var gengið frá því
fyrstu dagana í mars að
Skipapol mun breyta skipinu
Atlas í rannsóknaskip fyrir
Norðmenn, sem ætlunin er að
nýta til olíuleitar í Norðursjó.
Þetta er risavaxið verkefni fyr-
ir stöðina, að sögn Haraldar, í
því felst sala á fjölþættum
tækjabúnaði um borð í skip-
ið, til viðbótar við allar þær
umfangsmiklu breytingar og
endurbætur sem þarf að gera
á skipunum.
Um tuttugu fastráðnir starfs-
menn eru í Skipapol, en í
einstök verkefni eru síðan
fengnir verktakar. Þegar mik-
ið er að gera eru allt að 500
manns að vinna að verkefn-
um í stöðinni.
Í Skipapol hefur verið unn-
ið að fjölmörgum verkefnum
fyrir íslenskar útgerðir. Nýj-
ustu verkefnin eru breyting-
arnar á Bjarna Ólafssyni AK
og Beiti NK. „Það er engin
spurning í mínum huga að
fyrir okkur er rekstur þessarar
stöðvar umtalsverður vaxt-
arbroddur og ég sé fram á
enn frekari vöxt þarna,“ segir
Haraldur.
Fjarskiptalausnir fyrir sjáv-
arútveginn
Sem fyrr segir á R.Sigmunds-
son hlut í fjarskiptafyrirtækinu
Radiomiðun á móti Símanum.
Fyrirtækið hefur lagt höf-
uðáherslu á ýmsar fjarskipta-
lausnir, sem nýtast sjófarend-
um. Þetta felst m.a. í að þróa
lausnir til að auka hraða í
gagnaflutningum á netinu.
„Radiomiðun er sem sagt að
þróa fjarskiptalausnir með
gervihnattasendingum fyrir
skip og á því sviði er heilmik-
ið að gerast. Fyrir nokkrum
árum sættu sjófarendur sig
við að vera meira og minna
sambandslausir við umheim-
inn svo dögum og jafnvel vik-
um skipti. Þetta er liðin tíð og
nú gera sjómenn þá kröfu,
rétt eins og þeir sem eru í
landi, að geta tengst netinu
og nálgast upplýsingar og eða
sent tölvupóst, fengið fréttir
o.fl. Það er líka æ ríkari krafa
af hálfu útgerðarfyrirtækjanna
að vera beintengd við skipin
úti á sjó og geta þannig fylgst
náið með veiðum og vinnslu
um borð. Þetta er m.a. mik-
ilvægt vegna kröfu kaupenda
sjávarfangs um rekjanleika og
fleira. Radiomiðun hefur unn-
ið að ýmsum lausnum til þess
að koma til móts við þessar
óskir og mér sýnist að
framþróunin verði áfram mik-
il á þessu sviði,“ segir Harald-
ur Úlfarsson.
Þ J Ó N U S T A
Brim | Tryggvagötu 11 | 101 Reykjavík
Sími 580 4200 | Fax 580 4201 | www.brimhf.is