Ægir

Volume

Ægir - 01.03.2007, Page 13

Ægir - 01.03.2007, Page 13
13 ir sig hins vegar í sölu á GPS staðsetningartækjum og hvers- konar skemmtibátum og bún- aði sem þeim tilheyrir. Vöxtur í skemmtibátunum Haraldur Úlfarsson segir að alltaf sé einhver framþróun í þessum „klassíska“ búnaði um borð í skip og báta, en ekki sé hægt að tala um bylt- ingu í því sambandi. Sem fyrr segir hefur orðið eilítill sam- dráttur á þessu sviði, sem helst í hendur við fækkun skipa og báta. Hins vegar segir Haraldur mjög greini- legan vöxt í sölu skemmtibáta og tækjabúnaðar sem þeim tengist. Þetta eigi við um minni skemmtibáta, skútur og snekkjur. Greinilegt sé að stóraukinn áhugi sé hér á landi á hverskonar skemmti- siglingum og því sé þessi geiri vaxandi. Meirihlutaeigendur í Skipapol í Gdansk R.Sigmundsson á meirihluta hlutafjár í pólsku skipasmíða- stöðinni Skipapol á móti lyk- ilstjórnendum stöðvarinnar. Haraldur segir mikil sókn- arfæri felast fyrir R.Sigmunds- son í rekstri þessarar stöðvar í sölu á ýmsum tækjabúnaði um borð í skipin. Mikið hefur verið að gera í stöðinni að undanförnu og þurfti nýverið að vísa frá tveimur stórum verkefnum frá Noregi. Núna eru þrjú skip í stöðinni frá jafnmörgum löndum – eitt danskt og eitt rússneskt skip og þá var gengið frá því fyrstu dagana í mars að Skipapol mun breyta skipinu Atlas í rannsóknaskip fyrir Norðmenn, sem ætlunin er að nýta til olíuleitar í Norðursjó. Þetta er risavaxið verkefni fyr- ir stöðina, að sögn Haraldar, í því felst sala á fjölþættum tækjabúnaði um borð í skip- ið, til viðbótar við allar þær umfangsmiklu breytingar og endurbætur sem þarf að gera á skipunum. Um tuttugu fastráðnir starfs- menn eru í Skipapol, en í einstök verkefni eru síðan fengnir verktakar. Þegar mik- ið er að gera eru allt að 500 manns að vinna að verkefn- um í stöðinni. Í Skipapol hefur verið unn- ið að fjölmörgum verkefnum fyrir íslenskar útgerðir. Nýj- ustu verkefnin eru breyting- arnar á Bjarna Ólafssyni AK og Beiti NK. „Það er engin spurning í mínum huga að fyrir okkur er rekstur þessarar stöðvar umtalsverður vaxt- arbroddur og ég sé fram á enn frekari vöxt þarna,“ segir Haraldur. Fjarskiptalausnir fyrir sjáv- arútveginn Sem fyrr segir á R.Sigmunds- son hlut í fjarskiptafyrirtækinu Radiomiðun á móti Símanum. Fyrirtækið hefur lagt höf- uðáherslu á ýmsar fjarskipta- lausnir, sem nýtast sjófarend- um. Þetta felst m.a. í að þróa lausnir til að auka hraða í gagnaflutningum á netinu. „Radiomiðun er sem sagt að þróa fjarskiptalausnir með gervihnattasendingum fyrir skip og á því sviði er heilmik- ið að gerast. Fyrir nokkrum árum sættu sjófarendur sig við að vera meira og minna sambandslausir við umheim- inn svo dögum og jafnvel vik- um skipti. Þetta er liðin tíð og nú gera sjómenn þá kröfu, rétt eins og þeir sem eru í landi, að geta tengst netinu og nálgast upplýsingar og eða sent tölvupóst, fengið fréttir o.fl. Það er líka æ ríkari krafa af hálfu útgerðarfyrirtækjanna að vera beintengd við skipin úti á sjó og geta þannig fylgst náið með veiðum og vinnslu um borð. Þetta er m.a. mik- ilvægt vegna kröfu kaupenda sjávarfangs um rekjanleika og fleira. Radiomiðun hefur unn- ið að ýmsum lausnum til þess að koma til móts við þessar óskir og mér sýnist að framþróunin verði áfram mik- il á þessu sviði,“ segir Harald- ur Úlfarsson. Þ J Ó N U S T A Brim | Tryggvagötu 11 | 101 Reykjavík Sími 580 4200 | Fax 580 4201 | www.brimhf.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.