Ægir - 01.03.2007, Síða 17
17
nú eru komin í fullan gang á
Akureyri. „Við erum sem sagt
með einn stóran tæplega 15
tonna 1250 bát í smíðum
hérna fyrir norðan og auk
þess erum við að smíða 22
frístundabáta, fyrir sjóstang-
veiði, sem við höfum skuld-
bundið okkur til þess að af-
henda í maí,“ segir Hrönn og
dregur ekki dul á að Seiglu-
menn verði að halda vel á
spöðunum til þess að ná að
afgreiða alla bátana í maí.
Bátarnir eru allir eins – bera
um sex tonn – og eru að
hluta yfirbyggðir.
Vakúm lofttæmiaðferðin gefur
góða raun
Seiglumenn eru frumkvöðlar
hér á landi í smíði trefjaplast-
báta með svokallaðri vakúm
lofttæmiaðferð og segir Sig-
urjón Ragnarsson óhætt að
segja að hún hafi gefið afar
góða raun. Bátarnir séu mun
sterkari og þessi aðferð við
að steypa bátana sé mun um-
hverfisvænni en gamla að-
ferðin, auk þess sem hún sé
til muna þrifalegri. Fyrsti bát-
urinn sem Seigla smíðaði með
þessari aðferð var Happasæll,
sem var 30 tonna bátur, og
síðan hafa ófáir bátarnir verið
smíðaðir með vakúm loft-
tæmiaðferðinni. Raunar eru
sportfiskibátarnir steyptir með
gamla laginu, en þeir 1250
bátar sem hafa verið og eru í
smíðum eru allir smíðaðir
með vakúm aðferðinni.
Góð aðstaða
Þau Hrönn og Sigurjón eru
sammála um að aðstaðan til
bátasmíði sé allt önnur og
betri í þessu nýja húsi á Ak-
ureyri en í gamla húsnæði í
Reykjavík, enda sé nýbygg-
ingin hreinlega smíðuð utan
um þessa starfsemi. Gólfrým-
ið í vinnslusal er 600 fermetr-
ar og 100 fermetra mótaloft.
Þá er hlaupaköttur í loftinu,
sem gerir það að verkum að
vinnan verður öll léttari en
áður. „Það er engin spurning
í okkar huga að húsnæðið
gerir það að verkum að við
verðum fljótari að smíða
bátana og afgreiðslufresturinn
því styttri en áður,“ segja Sig-
urjón og Hrönn. Þau segjast
vera mjög sátt við að hafa
flutt fyrirtækið til Akureyrar,
þar sé það vel staðsett. Meiri
stöðugleiki sé á vinnumark-
aðnum á Akureyri en syðra
og þá sé Seigla afar vel stað-
sett í nábýli við Slippinn, en
hús Seiglu er áfast einu húsi
Slippsins. „Það skiptir okkur
miklu máli að hafa aðgang að
þeim góða mannskap sem
starfar hjá Slippnum, ef á þarf
að halda. Okkur líst prýðilega
á framhaldið. Auk fyrirliggj-
andi verkefna fyrir inn-
anlandsmarkað vitum við af
áhuga manna í Noregi á bát-
um frá okkur, fellikjölurinn
vekur ekki minnsta athygli.
Siglufjarðarseigur hefur nýver-
ið selt bát til Noregs og í apríl
munum við afgreiða annan
bát til Noregs, sem við smíð-
uðum í Reykjavík,“ segir Sig-
urjón Ragnarsson.
NÝ HUGSUN
100 tonna bátur úr plasti, frábær á Línu hæfur fyrir allar veiðar
Seigur 1500
Seigur 1280
Seigur 1100
Seigur 1000
Seigur 1500
Stærsti
AFLAMARKSBÁTURINN
Bylting í vertíðarbátum
14,99 x 4,6 / 33 brt. 29 brl.
21 stk 660 ltr. kör
Ganghraði 30 sjómílur
Seigur 1280
Byggður upp úr Seig 1160
Með svölum, síðuútslætti, stýris-
kassa, flotkössum og skriðbretti
3,8 x 12,8 / brt. 14,9
Ganghraði 30 sjómílur
Er fáanlegur yfirbyggður og án
yfirbyggingar
Seigur 1100
„Netti” KRÓKAAFLA-
MARKSBÁTURINN
11 x 3/12,7 brt. og 11,0 brl.
500-650 hp. / 9 stk. 600 ltr. kör
Ganghraði 30 sjómílur +
Seigur 1000
Praktíski KRÓKAAFLA
MARKSBÁTURINN
10 x 3 / 9,25 brt. og 5,99 brl.
420-500 hp. / 16 stk. 380 ltr. kör
Einnig fáanlegur sem 3,2 x 1050
með 9 stk. 660 ltr. kör
Ganghraði 30 sjómílur +
Seigur 1250W
Stærsti krókaaflamarks
bátur landsins.
12 x 4,6/ 14,99 brt. 11,9 brl.
30 stk 450 ltr. Kör.
Ganghraði 18 - 25 sjómílur
Er fáanlegur yfirbyggður
og án yfirbyggingar.
Hjalteyrargötu 22 • 600 Akureyri • Ísland • Sími +354 551 2809 • Fax +354 551 2810 • E-mail seigla@seigla.is
B Á T A S M Í Ð I
Frístundabátarnir eru steyptir með gamla laginu – þ.e. ekki hinni svokölluðu vak-
úm lofttæmiaðferð.