Ægir

Volume

Ægir - 01.03.2007, Page 22

Ægir - 01.03.2007, Page 22
22 vilja styðja við útgáfuna eins og hann gæti. Þegar hér var komið sögu var ákveðið að fresta útgáfunni um hríð. Matthías Þórðarson fór haust- ið 1904 til Noregs og kynntist þar M. Barcley, sem þá var ritstjóri „Norsk fiskeritidende„. Matthías hafði viðkomu í Kaupmannahöfn á leið sinni heim til Íslands og kynntist þar Videbæk, ritstjóra Dansk Fiskeritidende. Báðir þessir ritstjórar hvöttu Matthías ein- dregið til þess að setja á stofn fiskveiðitímarit á Íslandi. Fyrsta tölublaðið 10. júlí 1905 Matthías velti málinu fyrir sér í nokkra mánuði, hafði sam- band við stjórnendur Guten- berg prentsmiðjunnar, sem stöppuðu í hann stálinu og úr varð að Matthías lét slag standa og settist við skriftir. Fyrsta blaðið af Ægi kom út 10. júlí 1905. Í þessu fyrsta blaði skrifar Matthías m.a: „Þjér fiskimenn og sjó- menn! Yður er þetta rit ætlað, það á að vera ykkur leiðarvís- ir og málsvari, það á að leið- beina og styðja að öllu því, sem getur orðið ykkar at- vinnuveg til þrifa og fram- fara, að öllu því, sem getur stutt að ykkar sameiginlegri velgengni; það á að vera tals- maður yðar þegar þjer eruð önnum kafnir á hafi úti og hafið ekki tíma til umsvifa; það á að upplýsa yður sem búið á útkjálkum og annesj- um, þar sem auðurinn er annarsvegar, en því miður oft vanþekking og fátækt hins- vegar. Öll þau málefni, sem að einhverju leyti geta stutt að framförum í fiskveiðunum, veiðiaðferðinni, hagnýtingu, verkun o.fl. verður rækilega rætt og útlistað, hafandi fyrir augum bæði útlent og inn- lent, sem gefur leiðbeiningar og upplýsingar í því efni.“ Hlé á útgáfunni í tvö og hálft ár Matthías Þórðarson hafði í að- draganda stofnunar Ægis ver- ið á varðskipinu Heklu og hélt því áfram eftir útgáfu fyrsta tölublaðsins. Það þýddi með öðrum orðum að hann var langdvölum að heiman og fékk því mæta menn til liðs Æ G I R H U N D R A Ð Á R A Slysasjóður Íslands Væri það að ófyrirsynju, að ísl. þjóðin, sem jafnan á högg Ægis yfir höfði sér, myndaði sjóð, sem hefði það hlutverk, að draga úr áhyggjum og öryggisleysi þeirra, er fyrirvinnu sína missa í sjóinn. Sjóð þennan má hugsa sér myndaðan með frjálsum framlögum einstaklinga, og einn dagur á ári væri sérstaklega notaður í fjáröflunarskyni fyrir hann, auk þess sem minnt væri rækilega á hann í hvert sinn og sjóslys bæri að höndum, og þá safnað fé til hans. Margt fleira getur og komið til greina í sambandi við söfnun tekna fyrir sjóð- inn, þótt eigi sér hér rakið. Hlutverk sjóðsins væri að sýna þeim, sem fyrirvinnu sína missa í sjóinn, vott samúðar og bróðurhugs í verki. Að svo komnu máli hirði ég ei um að ræða sérstakar hliðar þessa máls. En mér virðist þessi hug- mynd þess eðlis, að hún ætti að geta sameinað þjóðina í að vera stöðugt vakandi í að styðja það fólk, er forsjármenn sína missir í hina votu gröf. (Lúðvík Kristjánsson í pistli í febrúartölublaði Ægis 1943) Ávarp til les- enda Ægis Í stuttu máli sagt mun verða reynt að gera Ægi þannig úr garði, að hann geti flutt íslenzkri sjó- mannastétt og öllum, er lesa hann, nokkurn fróð- leik. Mér er sagt, að mikill hluti kaupenda Ægis sé ekki úr sjómannahópi. Ég vona að íslenzkir sjómenn láti slíkt ekki fregnast, að þeir láti sér í léttu rúmi liggja, hver verði örlög þessa blaðs. Hitt þykir mér sennilegra, að skap þeirra standi frekar til þess að styðja að því, að blaðið verði fjölkeypt og víðlesið. Vel þætti mér, ef svo mætti skipast með blaðið Ægi, að það gæti unnið traust og velvilja flestra íslenzkra sjómanna. (Lúðvík Kristjánsson í fyrsta ritstjórnarpistli sínum í janú- arhefti Ægis 1937) Auglýsing frá Hinu ízlenska steinolíuhlutafjelagi árið 1923. Auglýsing frá SHELL árið 1937. Auglýsing frá Taumagerðinni árið 1933.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.