Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.2007, Side 26

Ægir - 01.03.2007, Side 26
26 Æ G I R H U N D R A Ð Á R A við sig í landi; Bjarna Jónsson frá Vogi, Halldór Jónasson, Matthías Þórðarson fornminja- vörð og Björn Þórðarson. Til að byrja með var útgáf- an fjárhagslega á ábyrgð Matthíasar og var eftirtekjan rýr. Fyrsta árið var halli á út- gáfunni, en síðan tók aðeins að vænkast hagur og gat Matthías farið að reikna sér 100-200 krónur á ári í laun, sem ekki þótti mikið. Ægir hafði komið út mán- aðarlega fyrstu árin, en í júlí árið 1909 var látið staðar numið við útgáfu blaðsins. Ástæðan var sú að Matthías var þá búsettur í Sandgerði og hafði þar svo mörg járn í eldinum að enginn tími gafst til rit- og útgáfustarfa. En þráðurinn var tekinn upp í ársbyrjun árið 1912, en þá hafði Fiskifélag Íslands verið stofnað, og það tók að sér út- gáfu Ægis á nýjan leik undir ritstjórn Matthíasar Þórðarson- ar og annaðist hann hana næstu tvö árin. Ritstjóri í 23 ár Árið 1914 tók Sveinbjörn Eg- ilsson við ritstjórn Ægis og hafði hana með höndum lengur en nokkur annar rit- stjóri blaðsins eða í 23 ár. Sveinbjörn kom úr eilítið öðr- um jarðvegi en Matthías. Hans áhugi beindist meira að farmennsku og slysavarna- málum en fiskveiðum, enda hafði hann lengi verið far- maður. Í fjörutíu ára afmælis- blaði Ægis árið 1947 skrifaði Mattthías Þórðarson hugvekju og komst svo m.a. að orði um ritstjóratíð Sveinbjörns Eg- ilssonar: „Á sínum langa ritstjóraferli skrifaði Sveinbjörn Egilsson margar góðar og nytsamar hugvekjur, einkum um örygg- ismál sjómanna og slysavarn- ir, sem voru hans hjartans mál,“ sagði Matthías og bætti við að Sveinbjörn hafi alltaf haft eitthvað íhugunarvert að bera á borð fyrir lesendur, „skrifað með fjöri og fyndni létt og lipurt, eins og honum var eiginlegt.“ Sveinbjörn var orðinn hálf- áttræður þegar hann lét af rit- stjórn Ægis, en við honum tók fræðimaðurinn Lúðvík Kristjánsson, sem ritstýrði blaðinu í átján ár. Jafnhliða ritstjórn Ægis hóf Lúðvík að vinna að hinu merka stórvirki, „Íslenskir sjávarhættir“, sem er ómetanleg heimild um sögu íslensks sjávarútvegs. Í viðtali í 90 ára afmælis- blaði Ægis segir Lúðvík Kristj- ánsson m.a.: „Blaðvinnslan var á þess- um tíma allt önnur en er í dag – engin segulbönd eða þess háttar. Fyrstu árin sem ég var við Ægi var hann prentaður í Gutenberg og handsettur þar. Friðfinnur Guðfinnsson, leikari, hand- setti blaðið á þessum árum og þetta tók langan tíma í vinnslu. En ég man að vinn- an við blaðið var mikil og tímakaupið var ekki hátt. Fyrsta árið sem ég var við Ægi var kaupið 100 krónur á mánuði fyrir að koma út blaði en það þótti afskaplega lítið. En ég vildi ekki setja mig á háan hest með kaup til að byrja með og það hækkaði svo þegar frá leið. En ég kenndi líka með þessu, bæði á nám- skeiðum Fiskifélagsins og í barnaskóla.“ Lengstaf verið mánaðarrit Jafnframt ritstjóraskiptum í ársbyrjun 1955 urðu þær breytingar að Ægir kom út hálfsmánaðarlega. Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri, tók við ritstjórninni. Þessi háttur var hafður á við útgáfuna, þ. e. að blaðið kom út hálfs- mánaðarlega, til vors 1978, en allar götur síðan hefur blaðið verið mánaðarrit, raunar hafa í mörg undanfarin ár komið út ellefu tölublöð á ári af Ægi – tekið er hefðbundið sum- arleyfishlé í einn mánuð. Frá því að Davíð Ólafsson tók við ritstjórn og til ársins 2001 voru fiskimálastjórar eða aðrir starfsmenn Fiskifélags Íslands ábyrgðarmenn Ægis og komu á einn eða annan hátt að útgáfunni. Um mitt ár 1993 urðu þó þær breytingar að útgáfuþjónustan Skerpla tók að sér útgáfu Ægis fyrir Kvótaárið 1984 Í framtíðini mun þó ársins 1984 örugglega fyrst og fremst verða minnst sem ársins þegar kvótar voru alfarið notaðir við stjórnun fiskveiða. Margir spáðu illa fyrir þessu kerfi og þá al- veg sérstaklega því mikla valdi sem látið var í hend- ur sjávarútvegsráðherra. Ég er einn af þeim sem litu á þetta kerfi sem hreint neyðarúrræði og átti von á verulega meiri erfiðleikum en fram hafa komið. Að mínu mati hafa framsöl aflakvóta sniðið af þessu verstu gallana. Vafalaust greinir okkur á um þetta, það er bara mannlegt. (Björgvin Jónsson í ræðu á Fiskiþingi 1984) Auglýsing frá Kristjáni G. Gíslasyni hf. árið 1962.Annað hvort að tugta kellu eða gefa hana upp á bátinn Í rauninni voru engin mál kláruð í vor, því í lögunum stendur jú að þjóðin eigi kvótann þótt útgerðin megi hafa af honum allt gagnið og tekjurnar. Við- staddir verða að fyrirgefa að sem einum af þessari 250 þúsund manna þjóð finnst mér lítið koma til svona eignarhalds. Mér finnst það svona hálfvegis eins og að eiga konu, sem láta einhvern útgerð- armann hafa allar nytjar af henni. Hver heilvita maður sér að það er engin fram- tíð í svoleiðis hjónabandi. Annað hvort er að tugta kellu og koma henni í hús eða gefa hana upp á bát- inn. (Markús Möller, hagfræðingur, í erindi á Fiskiþingi 1990).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.